Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.07.1993, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 28.07.1993, Blaðsíða 12
Fljúgiö með elsta starfandi áætlunar- flugfélagi á íslandi FLUGFÉLAGID ERNIRf fSAFJARÐARFLUG VELU © 4200 ‘ □ 4688 Allavirka daga á milli ísafjarðar og Reykjavíkur Vóruflutningar Ármanns Leifssonar Búöajkajiti 2 • Bolungarvík Isímar 94-7648 8e 9 M0440 'Faralmar 986-20877, 20879 í 23671 8e 40277 ísafjörður: Stolin bifreið fannst í Bolungarvík KLUKKAN 09.40 á föstudagsmorgun fékk lög- reglan tiikynningu um að rauðri Peugeot bifreið hefði verið stolið frá Isa- fjarðarhöfn. Bifreióarinnar var leitað vandlega um allan ísafjörð og nágrenni og var til- kynning um stuldinn send í útvarp. Eftir auglýsingu í út- varpinu í hádeginu á sunnu- dag fékk Iðgreglan hringingu frá Bolungarvík þar sem greint var frá því að bif- reiðin væri þar niðurkomin. Ekki hefur tekist að hafa upp á þeim sem tók bílinn og biður lögreglan alla þá sem hafa vitneskju um málið að hafa samband. Bifreiðin fannst óskemmd. Lögreglan vill eínnig koma þeim tilmælum til öku- manna að þeir gangi tryggi- lega frá bílum sínum, læsi þeim og skilji lyklana ekki eftir, hvorki í sviss cða öðrum stað þar sem hægt er að ná til þeirra. _5 Verslunarmannahelgin: Lögreglan á Isafirði með þrjá bíla í eftirliti LÖGREGLAN á ísafirði verður I stöðugu um- ferðareftirliti alla næstu helgi og mun eftirlitið hefjast á fóstudag og ijúka á mánudag. Að sögn lögreglunnar er gert ráð fyrir að þrír bílar verði í stöðugu eftirliti á ísafirði og á þjóðvegum á Vestfjöróum og veróur notið aðstoðar lögreglu- embættisins í Barðastranda- sýslu. Lögreglan á Isafirði mun aka allan hringinn og gert er ráó fyrir að bílar verói bæði í ísafjarðardjúpi og á Vesturfjörðunum aðal- dagana, föstudag og mánu- dag. -5. Bolungarvík: Isbjarnarmálið aftur suður SKÝRSLUTÖKU í ís- bjarnarmáiinu svokallaða sem kom upp í Bolungarvík í lok siðasta mánaðar er lokið og hefur málið verið sent rikissaksóknara tii frekari ákvörðunar. Málið var sent til ríkis- saksóknaraásínum tímaeftir að staógengill sýslumanns- ins í Bolungarvík, Asta Valdimarsdóttir hafði rann- sakað það og sendi ríkis- saksóknari þaó aftur til Bolungarvíkur til frekari rannsóknar. Þeirri rannsókn er lokió og var málió sent ríkis- saksóknara á nýjan leik á fimmtudag í síðustu viku þar sem ákvörðun verður tekin um h vort ákæra verður gefin út á hendur skipverjunum á Guónýju en mörg dýra- verndunarfélög hafa sent embættinu bréf þar sem skorað er á ríkissaksóknara að fylgja málinu eftir og gefa útákæru. _s BÍIALEIGAN 'RNIR Þar sem bílornir skipta um eigendur SKEIÐI 5 • ÍSAFIRÐI © 4300 • © 4448 Fyrír harrn... JONHE GUNNA Ljóninu, Skeiði, ísafirði, sími 3464 Bolungarvík: Bolvíkingar hafa orðið fyrir mikilli andúð í kjölfar drápsins á ísbirninum - segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík sem hefur fengið í hendur nafnlaus hótunarbréf vegna drápsins BÆJARSTJÓRN Bolung- Skipverjarnir á Guðnýju ÍS-266 með bjarndýrið við komuna til Bolungarvíkur í lok síðasta mánaðar. Mjög mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um drápið og hafa Bolvíkingar orðið fyrir mikilli andúð vegna þess að sögn bæjarstjórans í Bolungarvík. arvíkur hafa borist fimm mótmælabréf vegna dráps skipshafnarinnar á Guðnýju ÍS-266 á ísbirnum sem veginn var í lok síðasta mánaðar út af Horni. Fjögur bréfanna eru nafnlaus og hafa að geyma hótanir í garð Bolvíkinga en eitt þeirra var málcfnalegt og ritað undir nafni og var því svarað að sögn Ólafs Kristj- ánssonar, bæjarstjóra í Bol- ungarvík. Hinum verður fleygt. „Við erum ekki þeir einu sem hafa fengið svona bréf, ég veit að sýslumaðurinn og lögreglan hafa fengið slík bréf og einhverjir einstaklingar. Eg hef frétt að háöldruð kona hafi fengið hótunarbréf en hef ekki fengið það staðfest. Eg skil ekki það fólk sem sendir svona frá sér. Þetta er geðbilað fólk. Eitt bréfanna var málefnalegt og ég svaraði því enda var það undirritað. Sá sem ritaði bréfið lýsti því yfir að honum fyndist drápið ógeðfellt og það er ekkert um það að segja. Eg svaraði manninum og þakkaði honum fyrir að hafa skrifað undir nafni og sagðist vonast til þess að Bolungarvík myndi ekki bera neina ógæfu af þessum málum. Hin bréfin voru í svipuðum dúr. Það var verið að hóta okkur því að þetta væri nógu gott á okkur og nú gætum við endanlega farið á hausinn og þar fram eftir götunum. Þar var einnig sagt að fyrst við höguðum okkur þannig við skepnurnar ættu aðrir að haga sér þannig við okkur,” sagði Olafur Kristjáns- son, bæjarstjóri í Bolungarvík í samtali vió blaðið. Eitt bréfanna sem Olafi barst og var nafnlaust hljóðaði þannig: „Eg ætla að mótmæla þessu andstyggilega og til- gangslausa drápi á bjamdýrinu sem var snarað og dregið upp að síðu bátsins og kyrkt þar hægt og rólega. Eg var að hugsa, kunna þessi bjánar ekki að umgangast náttúruna. Þeir halda að þeir séu sjómenn og veiðimenn, en eru það ekki því veiðimenn bera virðingu fyrir sjálfum sér, bráðinni og náttúrunni og umgangast hvort tveggja með virðingu. Það vita allir að bjarndýrið var í engum vandræðum. Það þolir miklar hremmingar úti í náttúrunni og getur bjargað sér úti á rúmsjó, svo þetta er yfir- klór og þvættingur í þessum bjánum að dýrió hafi verið aðframkomið af þreytu þarna úti á rúmsjó. Enda kom annað í ljós þegar bangsi áttaði sig á í hvaða ræningja og óþokka hendur hann var kominn í. Fólk hér í Reykjavík hefur haft samúð með Bolvíkingum eftir þær hremmingar sem það hefur lent í eftir gjaldþrot Einars Guðfinnssonar. En það hefur hleypt illu blóði í suma sem sagt hafa aö nú mættu sumir þarna fyrir vestan fara á vergang. Það er ekki hægt að vorkenna óþokkum.” Ólafur sagði að slíkum bréfum yrði hent enda þjónuðu þau engum tilgangi. En hverskonar fólk sendir svona bréf? „Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki eitthvað af þessu fólki sem talar í Þjóðarsálinni. Ég lít þannig á að þarna séu á ferð einstaklingar sem ekki eru í andlegu jafn vægi og það kysi að fara þessa leið og gagnvart því er maður varnarlaus og getur ekki borið hönd yfir höfði sér. Ég hefói heldur viljað að þessi bréf væru skrifuð beint á mig og byggð- arlagið hefði þá fengið aó vera í friói, þó svo að maður hafi ekki tekið þátt í þessu bjamdýradrápi.” -Hefur bjarndýradrápið haft slæm áhrif á hug fólks til byggðarlagsins? „Við Bolvíkingar höfum orðið varir við andúð í okkar garð vegna þessa atburóar, það er engin launung,” sagði Ólafur í samtali við blaðið. -s. OHAÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM ísafjörður: „Sofnuðu“ fast er lög- reglan kom KLUKKAN 08.45 álaug- ardagsmorgun mætir lög- reglumaður á eftirlitsferð bifreiðá Hnífsdaisvegi sem ekki er frásögu færandi. En um leið og ökumaður bif- reiðarinnar verður lög- reglunnar var ekur hann út í vegkant og stöðvar bif- reiðina. Þegar lögreglan kom að bifreiðinni var búið að læsa henni og þeir sem í henni voru þóttust allir vera sof- andi. Þeir sinntu engu kalli né banki frá lögreglunni og þurfti hún því að opna bif- reióinameósínum leióum. Þegar það hafði verið gert „vöknuðu" mennirnir sem sögóust hafa verið djúpt sofandi og voru þeir allir færðir í fangaklefa. Við yfirheyrslur viöur- kenndi einn mannanna aó hafa ekið bifreióinni og kvað hann mennina hafa ætlað að sleppa viö lög- regluna með þessum hætti. Þeir eru allir grunaðir um ölvun. -s. Botnsdalur: Vinnuslys KLUKKAN 22.42 ámið- vikudagskvöldið í síðustu viku fékk lögreglan á ísa- firði tilkynningu um vinnuslys sem varð í jarð- göngunum undir Breiða- dals- og Botnsheiði. Slysið átti Sér staó Botns- dalsmegin. Þar mun Pay- loader sem var að flytja pall sem notaður er við steypu- vinnuna hafa ekið utan í mann sem þar stóð vió vegginn. Maóurinn slasað- ist lítillega og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á I sa- firöi. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Isafirði. -s. RITSTJÓRN ® 4560 - FAX ffi 4564 - AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT "ZT 4570

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.