Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.07.1993, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 28.07.1993, Blaðsíða 5
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 28. júlí 1993 5 Bolungarvík: Grjóti allt að 14 tonnum að þyngd er nú keyrt í nýja brimgarðinn í Bolungarvík sem verður tilbúinn í október næstkomandi. Framkvæmdir við nýja brim- varnargarðinn ganga vel í SUMAR hafa starfsmenn Gunnars og Guðmundar hf. unnið af fullum krafti við byggingu nýs brimvarnar- garðs við höfnina í Bol- ungarvík og hefur verkið gengið vel að sögn heima- manna en því á að vera lokið í október á þessu ári. Framkvæmdir við nýja brimvarnargarðinn hófust haustið 1991 og var í samn- ingnum um verkið gert ráð fyrir efnisfyllingu upp á 200 til 210 þúsund rúmmetra, af grjóti sem sprengt hefur verið úr Skálavíkurheiði. Kostnaðará- ætlun verksins hljóðaði upp á 321.6milljónirkrónaen samið var við verktakann Gunnar og Guðmund hf. um að fram- kvæma verkið fyrir 196.3 milljónir. Að sögn sjómanna í Bol- ungarvík líta þeir björtum augum til hins nýjabrimvamar- garðs sem kemur til með að ná 90 metra fram fyrir endann á Brjótnum, enda verður að- koma og lega í höfninni allt önnur að verki loknu. ísafjörður: Bílaleigan Ernir afliend- ir fyrstu dráttarvélina ísafjörður: Vörubifreiðastjórar telja bæjaryfír- völd hafa gengið freklega framhjá sér - er samið var við Jón og Magnús hf. um lagningu nýs vegar milli gömlu og nýju hafnarinnar VÖRUBÍLSTJÓRI einn á vörubílastöðinni á Isafirði hafði samband við blaðið ogkvartaðimikiðyfirbæjar- yfirvöldum á Isafirði sem hann taldi að gengið hefðu freklega framhjá vörubíl- stjórafélaginu vegna framkvæmda við veg sem verið er að leggja á milli hafskipahafnarinnar gömlu og hinnar nýju fyrirhuguðu. Vörubifreiðastjórinn fullyrti í samtali við blaðamann að ekkert útboð hefði farið fram áþessu verki og sá sem „hefði verið látinn fá verkið” hefði ráðið til sín bílstjóra sem ekki væri í félagi vörubílstjóra á Isafirði. Þetta taldi við- mælandi blaðsins fyrir neðan allar hellur og lýsti best þeim vinnubrögðum sem tíðkuðust hjá bæjarsjóði Isafjarðar. Eyjólfur Bjarnason, stað- gengill bæjarstjórans á Isafirði sagði í samtali við blaðið að hafnarsjóður Isafjarðar hefði samið um þetta verk við fyrir- tækið Jón og Magnús hf. á Isafirði og hefði það verið gert vegna þess að þeir höfðu öll tæki til staðar til jarðvegs- vinnunnar sem vörubílstjóra- félagið hefði ekki. Eyjólfur sagði ennfremur að prúttað hefði verið fram og til baka um verð fyrir verkið og að lokum hefði tekist að fá verð sem báðir aðilar voru sáttir við. „Hvað varðar það að bilstjóri sem er ekki í félaginu hafi verið ráðinn til Jóns og Magnúsar hf„ get ég engu um svarað og vísa því á forsvars- mann fyrirtækisins Jóns Vetur- liðasonar. Það er al veg á þeirra höndum hverja þeir ráða í vinnu,” sagði Eyjólfur Bjarna- son í samtal við blaðið. -s. KAUPFELAG ISFIRÐINGA VEFNAÐARVÖRUDEILD FYRIR stuttu hóf Bílasalan Ernir á Isafirði sölu á Massey Ferguson dráttarvélum og öðr- um tækjum fyrir bændur sem fyrir- tækið Ingvar Helga- son hf. í Reykjavík flytur inn. Hélt Ernir veglega sýningu á tækjunum þar sem fjölmargir bændur víðsvegar um Vestfirði komu til að skoða það nýjasta sem í boði var. Sýningin gekk vel að sögn forsvarsmanna Ernis og seldist vel á sýningunni. Fyrir stuttu var síðan fyrsta dráttarvélin afhent og fór hún til Dýra- fjarðar. Það var Guðmundur Grétar Guðmundsson bóndi á Kirkjubóli sem fékk hana og var meðfylgjandi mynd tekin er Jóhann Haraldsson, starfs- maöur Ernis afhenti Guð- mundi gripinn. -s. Isafjarðarkapella Kvöldguösþjónusta 2. ágúst kl. 20:30 s Biskup Islands predikar. Sóknarprestur. MKodak GÆÐAFRAMKOLLUN Lr*. %/l ’ a -i ff!!!,! r I Fljót og örugg afgreiðsla Bókaverslun ^ Jónasar Tómassonar Hafnarstræti 2, ísaflrði, sími 3123 ^ Munið afsláttarkortin þau veita ýmis fríðindi

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.