Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.07.1993, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 28.07.1993, Blaðsíða 4
4 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 28. júlí 1993 Óháð vikublað á Vestfjörðum, Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður 8 94-4560 i 94-4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson 8 4277 & 985-25362. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson 8 5222 &? 985-31062. Blaðamaður: Hermann Þór Snorrason. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Prentvinnsla: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfrétta- blaða. Eftirprentim, hljóðritun, notkrm yós- mynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Bolafjall: Ferðamönnum meinaður aðgangur að fjallinu um tíma UNDANFARNA daga hefur vegurinn upp á Bola- fjall verið lokaður almenn- ingi og hafa þeir ferðamenn sem lagt hafa leið sína þar upp verið reknir frá með harðri hendi. Bolafjall hefur verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem koma til Vestfjarða enda er mjög gott útsýni af f jallinu í góðu veðri til allra átta auk þess sem tign fjallsins hefur glatt margan útivistarmanninn. Því er það nær óskiljanlegt að mati margra heimamanna að svæðinu skuli vera lokað á mesta ferðamannatím- anum. Ólafur Kristjánsson, bæjar- stjóri í Bolungarvík sagði í samtali við blaðið að ástæðan fyrir lokuninni væri tvíþætt. í fyrsta lagi væri það vegna þess að leysing hefði verið mjög miklu seinna á ferðinni í ár en undanfarin ár og vegurinn því ekki talinn hættulaus að mati Ratsjárstofnunar og í öðru lagi væri verið að kanna hver bæri ábyrgðina ef slys yrði á fjallinu. „Ratsjárstofnun telur að vegur sé ekki hættulaus vegna hruns á veginn auk þess sem snjór er alveg fram á hengi- brún. Við höfum verið í við- ræðum við varnarmáladeild síðan í maí um hver væri bóta- skyldur ef tjón yrði á mann- virkjum og fólki á fjallinu. Samkvæmt áliti varnamála- deildar, þá er þetta einkavegur og það eru gerðar miklu meiri kröfur til bóta þar en á þjóð- vegum og þau mál viljum við fá á hreint. Ég á von á að fundur um þessi mál verði haldin fljótlega í næsta mánuði og þá fáist niðurstaða sem allir geta unað við. Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur ályktað um það að við unum því ekkert að þessi vegur sé lokaður og ég vona að þessi mál leysist.” -Nú hefur þetta svæði verið eitt það eftirsóttasta af ferða- mönnum. Kemur þetta ekki illa fyrir bæjarféiagið? „Jú, það gerir það. Við teljum að við höfum einir rétt um þetta að segja og ég á nú von á því að bæjárráð fari í skoðunarferð upp á fjallið nú í vikunni og kanni ástandið,” Peningalyktin streymir nú út í andrúmsloft Bolvíkinga en loðnubræðsla hófst á staðnum í síðustu viku. Höfrungur Ak befur landað samtals 1.726.3 tonnum af loðnu til verksmiðjunnar á einni viku. Bolungarvík: Höfrungur AK kominn með þriðja loðnufarminn LOÐNUSKIPIÐ Höfrungur AK landaði þriðja farmi sínum af loðnu í Bolungarvík á einni viku síðastliðinn mánudag. Þá kom skipið með 850 tonn og hefur því landað 1.7263 tonnum á einni viku. Töluverð áta er í Ioðnunni og er því erfitt að vinna hana en unnið er á vöktum allan sólarhringinn hjá loðnuverksmiðjunni í Bolungarvík. Fjórir starfsmenn vinna á næturvöktum en alls vinna 13 manns í verksmiðjunni. Afkastageta verksmiðjunnar á síðasta ári var um 350 tonn á sólarhring en er nokkru minni nú. 'í- Þeir sem leggja leið sína upp á Bolafjall þessa dagana koma fljótlega að þessu skilti sem meinar þeim aðgang að fjallinu. Bæjarstjórn Bolungarvíkur vonast til að fjallið verði opnað fyrir ferðamönnum aftur í byrjun næsta mánaðar. ----------------------- sagði Ólafur í samtali við blaðið. Þá má geta þess að Bol- ungarvíkurkaupstaður hefur gert samkomulag viö vama- máladeild utanríkisráðuneytis- ins um að byggður verði út- sýnispallur á fjallinu og liggja teikningar af honum nú þegar fyrir. Vonast bæjarstjóm Bol- ungarvíkur til þess aó hafist verði handa við byggingu pallsins á þessu ári eða í síðasta lagi á því næsta en bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur haft nokkrar áhyggjur af öryggismálum ferðamanna á svæðinu og þar með bóta- skyldu vegna sly sa sem þar geta orðið. -s. SÍÐBÚIÐ sameiginlegt 100 ára afmæli hjónanna Konráðs Eggertssonar hrefnuveiðimanns og Önnu Guðmundsdóttur verður haldið hátíðlegt nk. laugardag. Þau hjón munu taka á móti gestum í Þemuvík í ísafjárðardjúpi á laugar- daginn og eru allir vinir og vandamenn velkomnir. Sundlaug Suðureyrar Qpnunartímar í sumar Stór útisundlaug, sér bamalaug og heitir pottar. Verið velkomin Mánudaga kl. 14:00-20:30 Þriðjudaga kl. 14:00-20:30 Mióvikudaga er lokað v/þrifa Fimmtudaga kl. 14:00-20:30 Föstudaga kl. 14:00-21:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Sunnudaga kl. 13:00-16:00 | Leiðarinn: Meó samþykktályktunartillögu Kristins H. Gunnarssonar, bæjarfulltrúa og alþingismanns, sem birtist á öðrum stað í blaðinu, höfnuðu fimm bæjarfullcrúar í Bolungarvík tillögu starfshóps stjómar Fjórðungssambands Vcstfirðinga um sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Þessi afstaða „meirihluta" bæjarstjórnar Bolungarvíkur vekur óneitanlega furðu, aó ekki sé sterkara að oröi kveðið. Þá hlýtur það ekki síóur að vekja eftirtekt, að oddviti bæjarstjórnarinnar, sjálfur bæjarstjórinn, er andvígur “jafn afdráttarlausri afstöðu til synjunar” og fram kemur í tillögu baejarfulltrúans og þingmannsins. Ibókun sinni gegn ályktuninni bendirbæjarstjórinn réttilega á veika stöðu byggðar á norðanveröum Vestfjörðum. Þar af leióandi er niðurstaða bæjarstjórans sú, aó það muni ekki af veita, að menn standi saman til lausnar þeim vanda og verkefnum sem framundan eru. Það er vel flestum ljóst.sem eitthvað hafa komið nálægt félagsmálum að „sameining” er tilfinningamál. Gildir þá einu hvort um sveitarfélag eða stéttarfélag er að ræða. Þessi mynd blasir reýndar við á öllum sviðum þjóólífsins. Menn telja alla hluti sjálfsagða, þar til kemur að eigin skinni. Félagið þeirra er heilagt. Gcgn tilfinningum af þcssutn toga gilda engin rök. Og af þessari einföldu, en dýru ástæðu, er þjóðfélagið eins og það er. Samsafn smákónga á ollum sviðum. Smákónga, sem telja það miklu meira í munni að vera „stór karl í litlum bæ, en lítill karl í stórum bæ“ eins og ágætur maður komst eitt sinn svo spaklega að orði. Samþykkt bæjarstjórnar Bolungarvíkur ber mcð sér mikla skammsýni. Sveitarfélögin á Vestfjöróum þurfa á öllum sínum sameiginlega styrk að halda. Sjávarplássin á Vestfjörðum búa við allt aðrar aðstæður í dag en fyrir nokkrum árum. Það ætti bæjarstjórn Bolungarvíkur að vera betur kunnugt en mörgum öðrum. Innihaldslaust hjal á gagnslitinni plötu um “heilbrigðan rekstrargundvöll” sjávarútvegsins, leysir engan vanda. Þessi plata hefur verið spiluð í áratugi og það veit enginn hvað þessi orð merkja, enda enginn ætlast til þess í raun og veru. BB hefur ekki legið á þeirri skoóun sinni að öflugir byggðakjamar séu eina svar landsbyggóarinnar til að koma hreinlega í veg fyrir algert hrun hennar. Innbyróis reiptog smárra og lítt megnugra sveitarfélaga leiðir til þess eins, aó allir tapa. Það er full ástæða til að beina þeirri áskorun til bæjarstjórnar Bolungarvíkur að hún endurskoði afstöðu sína. Sameining sveitarfélaga vítt og breytt um landið er óhjákvæmileg í ljósi aðstæðna. Og þessi sameining mun eiga sér stað, hvort sem einstaka sveitarstjórnarmönnum er það ljúft eða leitt. Öfiug og stærri sveitarfélög eru það sem koma skal og það er vænlegra til árangurs að þeim verði komió á af fúsum og frjálsum vilja heimamanna en meó vaidboði. Þess vegna á bæjarstjómin í Bolungarvík að endurskoða afstöðu sína í stað þess að láta bæjarstjórann vera einan á báti. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.