Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.09.1993, Page 6

Bæjarins besta - 29.09.1993, Page 6
6 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 29. september 1993 BB viðtal: BjösáHdga - malarameistarinn, knattspymuhetjan og skíðakappinn frá Hnífsda! Opnuviðta 1 BB að þessu sinni er við Björn æskulýðsf Helgason íþrótta- og ulltrúa á ísafirði. Hann hefur alla íþróttaiðki og hefur v< tíð lagt mikla áherslu á iin og almenna útiveru irið áberandi í íþróttalífi bæjarins, s uk þess að hafa sjálfu r haft hönd þróun í i bagga með gang og þróttamála bæjarins undí infarin fjórtán ár. Blaðamaður heimsótti Björn síðastliðið mánudags- kvöld á skrifstofu hans og átti við hann smá spjall um það sem á daga hans hefur drifið hvað varðar áhugamálin og vinnuna - sem er nánast sami hluturinn. Fyrsta spurningin sneri að áhugamálum og í ljós kom að þau eru lítið annað en íþróttir. Bjöm segist þó alltaf hafa haft mikið af áhuga- málum. „Ef íþróttir eru frá taldar mætti helst nefna lestur góðra bóka og ég nýt þess mjög að vera úti í náttúrunni enda hef ég gaman af nær allri úti- veru.” A unglingsárum voru það helst skiði og knattspyrna sem vöktu íþróttaáhuga Björns Helgasonar. Hann er fæddur og uppalinn í Hnífsdal og á æskuárum hans var í heima- bænum kominn vísir að frjál- sum íþróttum sem hann stund- aði lítils háttar. „Við æfðum og spiluðum á velli sem kallaður var Wembley og hann ber það nafn enn í dag. Ég bókstaflega ólst upp á honum enda var þar ágætis aðstaða til langstökks, kringlu-, kúlu- og spjótkasts, styttri hlaupa og fleira. Þó var almenn aðstaðan náttúrulega ekkert lík því sem gerist i dag nema að við höfðum auðvitað góðar brekkur og mikinn snjó hvað skíðaiðkun varðar. Það olli líka óró meðal margra foreldra vitandi af okkur krökkunum klifrandi upp í Búðagili og Miðgili að æfa skíði. Ég var bæði í Skíðafélagi Isafjarðar og í Vestra þannig að keppnis- ferillinn hófst á fermingarárinu, bæði á skíðum og í fótbolta. Ég fór í Gagnfræðaskólann á Isafirði og hélt í málaranám hjá Friðriki Bjarnasyni á tvítugsaldri og lauk því fjórum árum síðar. Allan þennan tíma lagði ég mest kapp á fótboltann og ég stefndi alla tíð að því að ná sem lengst í þeirri grein. Þó var ég í raun ekkert betri en félagar mínir að grunni til. Það sem gerði gæfumuninn var að ég æfði miklu meira en þeir. Fótboltaæfingarnar hófust í íþróttahúsinu í janúar og þegar líða tók á veturinn byrjuðum við í útihlaupi og fleiru. Mér þótti ekki nóg að æfa bara tvisvar í viku og æfði mig því heima hjá mér, oft í viku. Með þessu móti náði ég smám saman að verða betri en félagarnir og uppskar svo erfiðið með því að komast í landsliðió, fyrst í B-liðið, svo í A-liðið. Ég var viðriðinn landsliðið frá árinu 1959 til ’64, ýmist sem vara- eða aðal- maður. A sama tíma lék ég aðallega með IBI en það komst einmitt í 1. deild í fyrsta sinn árið 1961. Það féll svo aftur í aðra deildina ári seinna og þá fékk ég tvö tilboð frá Reykjavíkurliðunum stóru, KR og Fram. Ég þáði boð Fram, þáverandi Islandsmeist- ara, og lék með þeim alla deildarleikina sumarið 1963. A þessum tíma voru engir peningar með í spilum þegar menn fluttu milli liða eins og er í dag, þeir voru aðstoðaðir við að útvega húsnæði og at- vinnu. Ég ákvað svo ári seinna að flytja heim aftur enda átti ég hér mitt hús og vini og vandamenn.” Breyttir tímar í knattspyrnunni „Fótboltinn er ekki eins haróur og strangur og hann var, auk þess sem reglumar eru orðnar viðameiri. Helsta breytingin er fólgin í ieik- tækninni og boltameðferðinni. Hér áður fyrr var nóg að vera fljótur og sterkur og tæknin var ekki eins áberandi. Sér- staklega kom þetta fram hjá þeim liðum sem ekki höfðu aðstöðu til að æfa innanhús- fótbolta yfir vetrartímann. Vetrarmánuóirnir voru víðast hvar á landinu notaðir til að æfa boltameðferð og alla þá praktísku hluti sem snúa að fótboltanum og það gátum við ísfirðingar ekki gert nema hluta úr vetri. Þá má segja að heimavinnan mín hafi farið að skila sér. Ég hafði æft mig í einu herberginu heima, skallað bolta og margt fleira og náði þannig góðu valdi á boltanum sem fleytti mér áfram seinna meir.” Árangur liðs er spegilmyndin af aðstöðu þess „Það er skilyrði fyrir góð- um árangri liðs að gott íþrótta- hús sé til staðar og nothæft allt árið um kring. Það má segja að árangur íþróttaliðs almennt sé spegilmyndin af æfingaað- stöðu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem Islendingar hafa náð langt í handbolta, það er einfaldlega vegna þess að við höfum sambærilega að- stöðu og önnur lönd heimsins til handboltaiðkana. A sama hátt bindum við bjartar vonir við nýja íþróttahúsið á Torf- nesi, ef íþróttamaður getur byrjað að æfa af kappi snemma á bamsaldri er hann líklegur til afreksverka á fullorðinsárunum. A sjötta áratugnum voru skíðin og fótboltinn vinsælustu íþróttimar, auk þess sem hand- boltinn var nokkuð mikið stundaður, hann hófst samt aldrei fyrr en í maí vegna þess að hann var útiíþrótt. Við áttum marga góða handbolta- menn og það er oft gaman aó hugsa til Vestfjarðamótanna sem fram fóru á túninu fyrir framan gamla sjúkrahúsið. Ég missti eiginlega af hápunkti frjálsíþróttanna en þær voru að enda sinn feril þegar ég komst á unglingsárin, þá var Guð- mundur Hermannsson kúlu- varpari og landsliðsmaður til fjölda ára, Finnbjöm Þorvalds- son, Guðmundur J. Guð- mundsson, Albert K. Sanders og nafni hans Ingibertsson og fleiri góðir upp á sitt besta. Körfuboltinn hófst ekki fyrr en eftir 1970 og fram að þeim tíma voru voru blak og bad- minton helstu inniíþróttimar, auk fimleika og annarra leik- fimisgreina. Alltaf tíma fyrir sportið Björn var 42 ára þegar hann lék sinn síðasta leik með meistaraflokki IBI en hefur samt ekki alveg sagt skilið við boltann. Hann hefur haft tölu- verö afskipti af þjálfun víðs vegar og ekki bara á ísafirði, heldur einnig í Bolungarvík, á Suðureyri og jafnvel í Fær- eyjum, svo eitthvað sé nefnt. Björn stundaði einnig skíða- kennslu í fjöldamörg ár, kenndi á nágrannastöðunum og segir þaö hafa legið vel við að fara að kenna eftir að hafa keppt um árabil. „í lok áttunda áratugarins tók við tímabil sem kennt er við trimm og skokk. Það var góð tilbreyting. Við félagamir skokkuðum frá íþróttahúsinu tvisvar og stundum þrisvar í viku, sex til átta talsins, inn í fjörð í sunnanáttinni og út í Hnífsdal í norðanáttinni til að hafa alltaf meðvind á baka- leióinni. Við þóttum stór- skrýtnir að vera á þessum hlaupum fram og til baka, nokkra daga vikunnar. í dag er það skíði, bad- minton og golf sem ég stunda en golfið kom á seinni hluta íþróttaferilsins. Ég var einn af stofnendum Golfklúbbs Isa- fjarðar og átti sæti í fyrstu stjóm hans frá 1977 án þess að hafa nokkurn tíma haldið á kylfu og hvað þá slegið kúlu. Ég keypti hálft golfsett og hafði mjög gaman af að fylgjast með golfinu og gegndi stjórnarstarfinu í þrjú ár. Haustið 1989 byrjaði ég loks að æfa golf fyrir alvöru og stórsé eftir að hafa ekki byrjað fyrr því golfið er rosalega skemmtileg og áhugaverð íþrótt. Það er oft talað um að það sé sport aldraðra en það er ekki rétt.” Færeyjarnar toga „Árið 1978 var á ísafirði staddurþjálfari,Gísli Magnús- son. Hann vildi endilega fá mig með sér til Færeyja til að þjálfa fótbolta. Þetta var uppástunga sem ég gaf nú ekki mikinn gaum í fyrstu en þegar hann hringdi svo í mig snemma árs ’79 og sagði allt tilbúið, þá sló ég til. Ég flutti í mars og fjölskyldan kom að loknum skóla í maí. Gísli bjó í Götu og ég í Skála sem er skammt frá. Heimamönnum þótti það áka- flega merkilegt að fá knatt- spyrnuþjálfara erlendis frá og viðtökurnar voru eftir því. Ég hóf að þjálfa og Ieika fótbolta aftur og liðið, sem var í þriðju deild, komst upp í aðra deild að lokinni deildarkeppni sum- arsins.” Vinabæjasam- bandi komið á milli Skála og ísafjarðar „ísafjörður hefur átt í vina- bæjasamböndum í yfir fjörtíu ár og þar sem Skála átti engan vinabæ, fannst mér tilvalið að koma á vinabæjasambandi milli þessara tveggja bæja. Færeyingamirvoru mjöghrifn- ir af hugmyndinni og ísa- fjörður var ofarlega í hugum margra þeirra enda hafði ég og fjölskyldan mín komið okkur þokkalega vel fyrir í Skála og flestir vissu hvað í sa- fjörður var. Þegar ég kom heim um haustið þó fór ég að vinna að þessum málum og bar þetta upp við bæjaryfirvöld sem samþykktu vinabæjasamband- ið skömmu eftir áramót. Undir- tektirnar voru það góðar að bæjarráð ákvað aó fara ásamt mér og knattspyrnuliði bæ- jarins til Færeyja í maímánuði það ár. Þetta var hin besta ferð, knattspyrnuliðið lék nokkra leiki við Færeyinga og bæjar- ráð staðfesti vinabæjatengslin við formlega athöfn. Færeyingar eru frægir fyrir aðstöðu sína til íþróttaiðkana enda eru þeir styrktir af danska ríkinu sem borgar áttatíu prósent af byggingarkostnaði íþróttamannvirkjana. Nærallir íþróttavellirnir eru lagðir gervigrasi og maiarvöllur er vandfundinn. Færeyingarnir endurguldu svo heimsóknina síðar um sumarið og hafa æ síðan borió sterkar taugar til okkar Is- firðinga. Um haustið bauðst mér á- framhaldandi dvöl í Færeyjum og öll fjölskyldan var ákveðin í að búa áfram úti. Þá var mér tjáð að staða íþróttafulltrúa Isafjarðarkaupstaóar væri laus til umsóknar. Ég sótti um stöðuna og sagði Færey- ingunum að ef ég fengi hana ekki þá myndi ég vera áfram úti. Það varð úr að ég fékk stöðuna og hóf störf 1. nóv- ember. Þarna var komið mitt draumastarf; vinna að íþrótta, æskulýðs- og félagsmálum og fleiru sem hefur verið í uppá- haldi hjá mér alla tíð.” Færeyingurinn blundar í Bjössa „Það var svo árið 1987 að ég fór í launalaust ársleyfi til Færeyja. Hugmyndin var upp- haflega sú að fara á þriggja mánaða námskeið í Tönsberg í Oslófirði Noregs á meðan á Færeyjadvölinni stóð en sú námskeiðsferð féll niður af ýmsum ástæðum. Ástæðaárs- leyfisins var að við vildum breyta aðeins til og hvíla okkur, auk þess sem við eigum góða vini að í Færeyjum. Þetta var rosalega skemmtileg dvöl, ég þjálfaði fótbolta fyrstu mánuðina og vann svo í skipa- smíðastöð Skála við máln- ingarstörf. Þama voru einirþrír togarar í smíðum og þrjátíu málarar að störfum. Ég var hins vegar eini lærði málara- meistarinn og fékk því alltaf þægilegustu verkin. Ég endaði svo dvölina á því að mála sjálfstætt síðasta misserið.” Æskulýðsmálin ryðja sér til rúms Fimm árum eftir að Björn tók við stöðu íþróttafulltrúa voru æskulýðsmálin einnig sett undir hans umsjá og íþróttaráðið breyttist í íþrótta- og æskulýðsráð. „Burtséð frá því hver gegnir þessari stöðu, þá er það ekki spurning aó þetta var stórt skref í rétta átt í íþrótta- og æskulýðsmálum bæjarins að stofna þessa stöðu. Með tilkomu þessa fulltrúa er kominn einn ábyrgur aóili sem hefur yfirumsjón meó skipulagi og framkvæmd þessara mála. í dag er ástand íþrótta- og æskulýðsmála komió í mjög góðan farveg miðað við mörg önnur bæjarfélög og tekist hefur að vinna skipu- lega aó því að bæta það sem miður hefur farið undanfarna áratugi. Gott dæmi er félagsmið- stöðin. Æskuár hennar voru erfið, hún var starfrækt á mörgum stöðum í bænum en er nú komin í Grunnskólann. Húsnæði skólans og félags- miðstöóvarinnar er samnýtt og er húskostnaður allur minni af þeim ástæðum, auk þess sem hægt er að verja meira fé til launa leiöbeinenda og lag- færinga tækja og fleira. Fyrir nokkrum árum tók Isa- fjörður upp það form í félags- málum unglinga sem Garða-

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.