Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.09.1993, Síða 9

Bæjarins besta - 29.09.1993, Síða 9
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 29. september 1993 9 Sameining sveitarfélaga / Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar: Sjóitdeildaritringurinn gæti víkk- að en landdagið breytist ekki UMRÆÐAN um sameiningu sveitarfélaga er rétt að fara í gang meðal almennings. Hingað til hefur hún að mestu leyti verið bundin við til þess kosnar nefndir og kynningu í sveitarstjórnum. Að mínu mati er tíminn til kynningar meðal íbúa sem í hiut eiga of skammur. Þann tíma sem stjórnvöld gáfu til kynningar í sveitarstjórnum hefði átt að nýta á skilvirkari hátt. Sveitarstjórnir á svæðum þar sem sameining er landfræðilega og samgöngulega framkvæman- leg hefðu átt að setjast niður og gera með sér málefna- samning. Malefna- samningur um verkefni sveitar- félaga Vestur- og Norður-ísafjarðar- sýslna, eru ekki raunhæfar í framkvæmd fyrr en eftir tvö ár þegar jarðgangaframkvæm- dum er aö fullu lokið og dag- legar samgöngur innan væntan- legs sveitarfélags eru orðnar Þó tel ég að innstu hreppar í Djúpinu hefðu átt betri sam- leið með Strandasýslu, sam- göngulega séð. Nú er ekki hægt að meta hve mikill sparnaður verður við sameiningu. Þó yfirstjórn minnki kemur svo margt annað til sem kallar á aukin útgjöld. Þar vil ég nefna góðar, daglegar almennings- samgöngur sem íbúareiga skil- yrðislaust kröfu á, til að geta nýtt sér þá þjónustu sem er á svæðinu, skóla, heilsugæslu, verslun o.fl. Daglegar sam- göngur eru líka forsenda þess að sveitarfélagið megi teljast Sá samningur ætti að fela í sér viljayfirlýsingu um hvemig væntanlegt sveitarfélag gæti litið út eftir sameiningu. Ríkis- valdið hefði þurft að koma að slíkum málefnasamningi og gera grein fyrir hvaða verk- efni færu strax yfir á sveitar- félagið og hvaða tekjustofnar kæmu þar á móti. Slíkur málefnasamningurhefði orð- ið prófsteinn á samstarf sveit- arstjórnarmanna og hann hefði orðið til þess að ríkið hefði þurft að sýna spilin fyrir, en ekki eftir kosningar um sam- einingu. Að fenginni slíkri viljayfirlýsingu hefðu kjós- endur getað greitt atkvæði um eitthvað áþreifanlegt 20. nóv- ember n.k. Þess í stað gefst þeim aðeins færi á að lýsa vilja til sameiningar, sem ekki er vitað í dag hvaða breytingar hafa í för með sér, annað en það að ein sveitarstjórn yrði á svæðinu. Samgöngur mikilvægar fyrir sameiningu Þær tillögur umdæmanefnd- ar um sameiningu sem standa mér næst, þ.e. sameining Lilja Rafney Magnúsdóttir. að veruleika. En mín skoðun í dag er sú að sameining missi marks nema stór sameining verði niðurstaðan. eitt atvinnusvæði og fólk eigi auðvelt með að stunda vinnu frá sínu heimili allt árið um kring. Þetta kallar á mikinn og ARNAR G. HINRIKSSON Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími 4144 Sundstræti 24: Önnur hæð. Rúmlega 120 m2 sérhæð. 3 svefnherbergi. Bílskúr fylgir. Strandaata7: Nýuppgert, tvílyft einbýlisnús úr timbri. Hjallavegur 1: Einbýlishús, íbúðarhæðin er 120 m2. Bílskúr og geymsla eru um 60 m2. Húsið er laust í haust. Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á з. hæð. Bakkavegur 23: Einbýlishús, и. þ.b. 160 m2 ásamt bílskúr. Aðalstræti 22b: 2jaog 3ja herb. íbúðir á 2. og 3ju hæð. Tangagata 20: 3ja herb. íbúð. Laus eítir samkomulagi. Lyngholt2:140m2einbýlishús ásamt bílskúr. Laust eftir sam- komulagi. Aðalstræti 20:3ja herb. íbúð á 2. hæð, u.þ.b. 95 m2. FASTEIGNAVIÐSKIPTI Mjallargata 6: Norðurendi. 4ra herb. íbúð ásamt tvöföldum bílskúr. Fitjateígur 4: U.þ.b. 151 m2ein- býlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Súðavík Aðalgata 60: Lítið einbýlishús. Bolungarvík Hlíðarstræti 24: Tvílyft ein- býlishús, 2 x75 m2. Hólastígurö: Rúmlegafokhelt raðhús. Selstágóðum kjörum. Hlíðarstræti 21: Gamalt ein- býlishús, 80 m2. T raðarland 24: Tvílyft einbýlis- hús, u.þ.b. 200 m2 með bílskúr. Vitastígur 8: Tvflyft einbýlis- hús, m.a. 4 svefnherbergi. aukinn snjómokstur því Vetur konungursegirekki skilið við Vestfirðinga þó ákveðið verið að sameina stjórn- sýsluna. Valddreifing og þjónustudreifing Meginrök til sameiningar af hálfu stjórnvalda er að stærri stjórnsýslueiningar séu hæfari til að taka til sín aukin verk- efni frá ríkinu og færa þar með ákvarðanatöku nær fólkinu. Það yrði út af fyrir sig jákvæð þróuri ef tryggt yrði að sveitar- félög réðu við verkefnin fjár- hagslega. Þannig yrði komið í veg fyrir að skóla- og heil- brigðiskerfi sé misgott eftir því hvar á landinu þar er stað- sett. Stórt sveitarfélag ætti að hafa meiri burði til að knýja á um nýsköpun í atvinnulífinu, taka til sín fleiri verkefni frá því opinbera og auka þar með fjölbreytni í atvinnutækifærum sem nauðsynlegt er til að Iaða fleira fólk að til búsetu. Þó eflaust megi víða ná fram hagræðingu er farsælla að ganga ekki of geyst fram með niðurskurðarhnífinn. Þess þarf að gæta að nýta þau opinberu mannvirki, sem til staðareru í dag, áður en ráðist er í að leggja niður t.d. skóla sem síðan kallaði á nýbyggingu annars staðar. Eg finn að margir íbúar óttast að allt sogist á Isafjörð við sam- einingu og aðrar byggðir verði eingöngu sofandi út- hverfi. Það má ekki gerast. Leggja verður áherslu á vald- og þjónustudreifingu og að hver byggð fái að njóta kosta sinna til hins ítrasta í atvinnu- uppbyggingu. \ Ef vel er að verki staðið vinnst við sameiningu sterkari heild, sem betur væri í stakk búin til að takast á við áföll og erfióleika í atvinnulífinu. Þar sem sveitarfélög hafa nauðug viljug þurft að ganga inn í rekstur fyrirtækja til að tryggja áframhaldandi búsetu á staðn- um. Stærra sveitarfélag gæti frekar sótt fram með sín hags- munamál, fámenn sveitarfélög eru í eilífri varnarbaráttu fyrir tilverurétti sínum. Hugarfarið mikilvægt Því má ekki gleyma að sam- eining ein og sér er engin töfra- lausn. Sú mikla skerðing sem Vestfirðingar hafa mátt þola í minnkandi sjávarafla breytist ekki við það eitt að sameinast, nema því aðeins að menn sameinist í því að knýja fram nýja og réttláta sjávarútvegs- stefnu sem lætur Vestfirðinga njóta nálægðarinnar við fiski- miðin, því á því byggist bú- seta hér fyrst og fremst. Sama á við um landbúnað á svæð- inu. Standa á við gerða samn- inga og láta Vestfirói njóta þess að svæðið er kjörið til sauðfjárræktar þar sem beiti- land er gott og engin hætta á ofbeit og uppblæstri. Til þess að uppbygging eigi sér stað við sameiningu þurfa að vera efnahagslegar for- sendur fyrir hendi, en einnig vilji ráðamanna til samstarfs. Leggja þarf nágrannaerjur til hliðar og horfa fram á veginn. Þá held ég að skipti miklu máli um framgang sameiningar með hvaða hugarfari gengið er til verka. Undirbúningurinn hefði mátt vera með öðrum hætti og slæmt ef þrýstingur stjórnvalda ofan frá yrði til þess að grafa undan sam- einingu, því fólk hræðist það óþekkta. Það veit hvað það hefur en ekki hvað kemur í staðinn og heldur ekki hvað það getur misst. Spennandi tími framundan Úr því sem komið er verður ekki aftur snúið og ef sam- eining verður samþykkt 20. nóvember er það skylda allra, sem að þessu máli koma, að vinna að framgangi þess með hagsmuni allra í huga. Það eru að mörgu leyti spennandi tímar framundan og mikil ábyrgð sem fylgirþví að móta nýtt samfélag. Við það starf verður dómgreind, víðsýni og sanngirni að ráða ferðinni. Eg tel vænlegra að vera með í slíkri mótun heldur en að sitja hjá og taka ekki afstöðu. Til- finningahliðinni á þessu máli verður ekki gerð skil hér en landslagið kemur ekki til með að breytast við sameiningu, örnefni og kennileiti verða áfram á sínum stað. Fólk heldur vonandi áfram að kenna sig við sinn fjörð og dal og vik en sjóndeildarhringurinn gæti komió til með aó víkka. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höjundur er oddviti á Suður- eyri við Súgandafjörð. ísafjörður: Lionsmenn að lokinni uppsetningu skiltisins. Lions reisir upplýsinga- og þjónustuskilti LIONSKLÚBBUR ísa- fjarðar setti upp upplýs- inga- og þjónustuskilti við Skutulsfjarðarbraut að morgni síðastliðins sunnu- dags. Á skiltinu, sem er sex fermetrar aðstærð, er yfir- litskort af ísaQarðarkaup- stað sem á er merkt stað- setning 57 helstu verslunar- og þjónustuaðila bæjarins. Skiltið var afhjúpað af Smára Haraldssyni bæjar- stjóra við formlega athöfn klukkan tvö síóastliðinn sunnudag. Þeir Lionsmenn sem ásamtSmáratóku til máls vió athöfnina, fögnuðu því að skiltið væri loks orðið að veruleika, en hugmyndin aó því hefur verið í undir- búningi í um tvö ár. Þeir verslunar- og þjón- ustuaðilar sem eru merktir á skiltinu, borga árlega aug- lýsingagjald til Lionsklúbbs- ins og er skiltið því um leið fjáröflun til klúbbsins ásamt því aö þjóna ferðamönnum og öðrúm sem leið eiga um bæinn. Skiltið er hannað af Hall- varði Aspelund og sá hann um kortavinnsluna og merk- ingamar. Platan og umgjörð- in er smíðað af Þresti Mars- ellíussyni og koma Lions- menn hér með kærum þökk- um á framfæri til hans fyrir smíðavinnuna. -hþ.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.