Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.12.1993, Síða 9

Bæjarins besta - 29.12.1993, Síða 9
REJARINS BESTA • Miövikudagur 29. desember 1993 9 það. Ég er alveg ófeimin við að segja það að ég tel að ég hafi átt núnn þátt í því að það vannst. Ég bara veit það.” -Eiga konur ennþá erfitt upp- dráttar innan þessara hefð- bundnu stjómmálaflokka? Hún hugsar sigum eitt andar- tak. Segir síðan. „Ef maður vill ekki vera með sleggjudóma þá er dálítið erfitt að meta stöðu kvenna í stjómmálunum. Það er enginn vafi á því að störf kvenna eru vel metin innan stjómmálaflokkanna. Éghef t.d. alltaf verið vel metin. Það er hins vegar þannig að konur vilja láta aðra ýta sér fram. Karlamir ýta sér fram sjálfir. Þeir em alltaf tilbúnir að taka fyrsta sætið. En þegar við emm búnar að ná árangri viljum við að karlarnir komi og segi við okkur. Þú ert búin að ná góðum árangri og sætið er þitt. En þá er oft einhver karl kominn sem vill ogheldur aðhann eigi skilið ömggt sæti. Þeir em oft miklu vissari um að þeir eigi erindi í ömggt sæti og ganga þá í það að tryggja sér það fyrr en við. Við emm andvaralausari og auðvitað em karlar og konur mjög ólíkar manngerðir. Ég hef oft tekið eftir því þegar verið er að velja konur í nefndir og ráð að þá em karlar stundum búnir að koma sér á undan í biðröðina. Þeir em búnir að láta vita af því aó þeir séu tilbúnir að taka slík störf að sér. Konur em aldrei búnar að koma sér í slíka bið- röð. Þær era ef til vill tilbúnar ef leitað er til þeirra en þurfa þá kannski að hugsa sig um hvort þær séu nú hæfar. Þær efast lengur. Ég held að þetta sé upp- eldið. Hvað sem við segjum þá ferðumst við um í sitt hvom samfélaginu, karlar og konur, þótt okkur líki vel að blanda geði við hvort annað. - Var það efi þinn sem varð til þess að þú fékkst ekki ráðherra- stól þegar Ossur Skarphéðins- son og Guðmundur Ami Stef- ánsson komu inn í ríkisstjóm- ina? „Það má vel vera að það hefði breytt einhverju hefði ég gengið í það að koma mér að. Það gerði ég ekki. Ég hafði prófað að vera aðstoðaráðherra og ég er ekkert viss um að ég hefði viljað ganga svo langt að svo stöddu. Ég lét formanninn þó hiklaust vita hvaða kosti ég sæi við að Alþýðuflokkurinn ætti tvær konur í ríkisstjóm. Ég vildi vera jafn gjaldgeng og félagar mínir. Minn metnaður brýst þannig út að þegar mér finnst vera gert upp á milli fólks þá er mér misboðið. Samstarfið við Jón Baldvin -Þú situr núna sem vara- formaður Alþýðuflokksins og ferð þar í spor Jóhönnu Sigurð- ardóttur sem hefur kvartað há- stöfum undan Jóni Baldvini Hannibalssyni. Hvemig er að vinna með Jóni? „Það var alveg ljóst að eftir svona uppákomu eins og varð í vor að hvaða formaður sem var myndi reyna að eiga gott sam- starf við næsta varaformann flokksins fram til flokksþings. Ég óttaðist ekki að það yrði vandamál. Samstarf mitt og Jóns Baldvins er á allt öðmm palli en samstarf hans og Jó- hönnu. Þau fara saman í ríkis- stjóm og sitja saman við ríkis- stjómarborð sem formaður og varaformaður. Ég er á þessum tíma þegar kornin í hlutverk sem þingflokksformaður Alþýðu- flokksins. Þingflokksformað- urinn er sá sem leiðir þinghóp flokksins í þinginu. Hann er oddviti þingmannanna og tals- maður flokksins í þinginu. Þess vegna breytti varaformennskan ekki svo miklu í okkar sam- starfi því formaður þingflokks- ins hefur auðvitað mikið sam- band við formann flokksins. Ég ætla ekki að bera mín varafor- mannsstörf saman við störf Jóhönnu sem varaformanns og vonandi gerist þess ekki þörf síðar.” Sverrir hefur þagað í dágóða stund og hlustað á okkur Rann- veigu ræða um pólitíkina og þau störf sem hún hefur gegnt fyrir Alþýðuflokkinn. Ég spyr hann að því hvort hann hafi getað séð það fyrir að eigin- kona hans ætti eftir að verða varaformaður Alþýðuflokksins þegar hún ákvað að gefa kost á sér í bæjarmálin í Kópavogi? „Nei, ekki í upphafi. En hún hefuralltaf siglthægtogsígandi upp á við síðan 1978,” segir hann brosandi. Rannveig segir að þrátt fyrir ólík viðhorf og ágreining um mál milli stjómarliða og stjóm- arandstöðu á Alþingi ríki góður samstarfsandi á milli kvenna í þinginu. „Það er góð taug á milli allra kvennanna í þinginu hvort sem það em Kvennalista- konur eða konur í hinum flokk- unum. A góðri stund kemur það fyrir að konumar í flokkunum ræða sérstöðu sína á þinginu og bera örlítið saman bækumar.” Félagshyggju- kona eða hægrisinni? -Er hún ánægð með störf Alþýðuflokksins í þessari ríkis- stjóm? „Já, ég er þokkalega ánægð með störf flokksins í ríkis- stjóminni. En menn verða að gera sér grein fyrir því að það er mjög ólíkt að vera stjómarliði í þriggja flokka samsteypustjóm þar sem félagshyggjuflokkamir fara með völdin eða vera einn félagshyggjuflokkanna í stjóm með Sjálfstæðisflokki. Við þessar aðstæður er svo auðvelt fyrir stjórnarandstöðuna að finna snögga bletti á Alþýðu- flokknum. Núna hafa verið miklir samdráttar- og erfiðleika- tímar í íslensku efnahagslífi. Það er svo auðveldur leikur hjá stjómarandstöðunni aó koma með harða gagnrýni á niður- skurð í ríkisútgjöldum og aðrar aðhaldsaðgerðir við þessar kringumstæður. Mér finnst ríkisstjórnin hafa staðið sig þokkalega við erfiðar aðstæður og það er ekki undarlegt þótt hljómurinn í henni hafi stundum verið misjafn. Þar er ég að tala um stjómarliða og ráðherra í þessari ríkisstjóm. Þrátt fyrir allt era nokkuð öndverð sjónar- mið í þessum tveimur flokk- um.” -Sagt hefur verið að forysta flokksins sé nokkuð hægri- sinnuð í seinni tíð. En innan Alþýðuflokksins era náttúrlega sterk félagshyggjuöfl ennþá. Hvomm arminum tilheyrir þú? „Ég held að þeir, sem hafa starfað með mér til margra ára og þekkja mín sjónarmið, myndu ekki telja mig hægri- sinnaða. Ég vann að félags- málum hér í Kópavogi á þeim tíma sem hér fór fram mjög mikil félagsleg uppbygging. Ég var formaður félagsmálaráðs héma, í félagsmálastofnun sem öll fjölskyldumálin heyrðu undir. Mér finnst það mjög mikilvægt við stjórnvölinn, hvort sem það er hjá ríki eða bæ, að menn setji sér forgangs- röð verkefna. Það hefur verið dálítið erfitt um vik þau fjögur ár, sem ég hef verið á þingi, því nær allir kraftamir hafa farið í uppbyggingu efnahagsmála vegna langvarandi samdráttar í þjóðarbúskapnum. Málin, sem maður hefði viljað berjast fyrir, hafa átt undir högg að sækja sökurn þess að hvað eftir annað hefur þurft að bregðast við yfir- vofandi þrengingum í atvinnu- lífinu. Þaðhefur veriðnauðsyn- legt að reka aðra skattapólitík, en maður sá fyrir, til þess að afstýra því að fyrirtækin yrðu gjaldþrota. Og það hefur þurft að veita talsverðum fjármunum til atvinnuskapandi verkefna á sama tíma og tekjur ríkisins h afa staðið í stað. Ef við hefðum haft samahagvöxt og hin OECD ríkin undanfarin ár, þá hefðum við haft 250 milljörðum meira í tekjur. Þetta setur sitt mark á þaö að við höfum ekki getað sótt jafn mikið fram í hinum félagslegu þátturn og mig dreymdi um þegar ég kom inn á þing, þó margt hafi áunnist. Atvinnumálin hafa haft forgang Atvinnumálin hafa þurft að hafa forgang því allt annað er minna virði. Fólkverður aðhafa atvinnu. Það er gmndvallar- atriði. Ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að sinna því sem ég vil kalla fjölskyldustefnu. Ef ég lít yfir þessi fjögur ár og reyni að finna eitthvað sem ég er ós- átt við þá finnst mér að við hefðum mátt taka enn betur á þeim málum. Ég hef orðið ennþá ákveðnari í því á þessum ámm mínum á þingi að mesta fjölskyldustefnan er sú að flytja verkefni frá ríki yfir til sveitar- félaganna og jafnframt gefa þeim auknar tekjur, því það er þar sem hægt er að vinna að málum á semhagkvæmastahátt. Ef sveitarfélögin sjá um mál eins og öldrunarmálin, dag- vistun, málefni fatlaðra og önnur nærverkefni sem snúa beint að íbúunum þá er fundin sú samskipan sem þarf til að þessir þættir grípi inn í hvem annan. Ég vil leggja megin- áherslu á að sveitarfélögin fái sjálfstæða tekjustofna og verk- efni þannig að fólkið sjálft geti valið um það hvemig sveitar- félagi það vill búa í.“ -Þú ert að tala um að minnka miðstýringuna, eða hvað? „Já. Fólkið hefur betri yfir- sýn yfir það sem gerist heima í bæjunum og getur þá kosið pólitíkusa sem vilja efla þá þætti sem mikilvægir em. Þannig verður lýðræðið virkast. Ég hef séð það á þessum ámm að það er ekki gott að Alþingi og ríkið sé með puttana í þeim málum sem snúabeint að fjölskyldunni þótt auðvitað verði Alþingi að setja lög. Það er ekki gott að ákvarðanir um fjárveitingar til þessara málaflokka séu teknar af því stjómvaldi semríkisstjóm er.” Er kreppan að hverfa? -Þú situr í efnahags- og viö- skiptanefnd Alþingis. Hvað sérð þú fyrir þér á næsta ári? „Ég sit í efnahags- og við- skiptanefnd og ég er líka for- maður félagsmálanefndar sem auk þess að vera sveitarfélaga- nefndin er einnig með hin mjúku málin sem kölluð em. Það er alveg ljóst að þessi ár, sem hafa liðið og þau ár sem framundan em, gera miklar kröfur um endurskipulagningu í þjóðfélaginu. Við verðum að hætta öllum glannaskap í rekstri. Við megum ekki fram- kvæma upp á guð og lukkuna með framlögum úr sjóðum. Það er mjög mikilvægt að atvinnu- lífinu verði búið þannig um- hverfi að búast megi við blóm- gun þar. Það hefur verið frekar erfitt aðhorfaupp á aukna skatt- heimtu hjá einstaklingum um leið og hlúð hefur verið að at- vinnulíflnu. Því vonaég aðhjól atvinnulífsins fari að hreyfast úr stað. En það verður einnig að gæta þess að þar fari engin ævintýramennska af stað. Það er ljóst af þeim spámum efnahagsmál, sem við höfum skoðað, að við emm ekki komin út úr þrengingunum þrátt fyrir að nýjasta þjóðhagsspáin sýni örlítið bjartara útlit en gert hafði verið ráð fyrir. Við munum fara aðeins neðar í öldu- dalinn á næsta ári en eftir það er búist við svolítilli uppsveiflu. Þess vegna er afar mikilvægt að við verðurn ekki búin að skuldbinda góðærió þegar það kemur. Ríkisstjómin hefur reynt að hafa það að leiðarljósi í sínum verkum. Ég er bjartsýnni eftir að við fengum þessa seinni þjóðhagsspá fyrir jólin. Það er örlítið bjartara framundan en það leit út fyrir að vera fyrst í haust.” Tengda- sonurinn Kristján Jóhannsson Eitt er það sem verður að ræða við þau hjón Rannveigu og Sverri en það er ævintýri dóttur þeirra, Sigurjónu sem hefur fylgt eiginmanni sínum Kristjáni Jóhannssyni, þeim heimsþekkta ópemsöngvaraum víða veröld. „Þegar Sigurjóna og Kristján tóku saman var hann að byrja að þoka sér upp í að syngja í þessum stóm alþjóðlegu ópem- húsum. Við horfðum upp á hvaðhann þurfti að leggjamikið undir og hversu mikið hann þurfti að leggja á sig. Fáir hafa fylgst jafn náið með því og við,” segir Rannveig. „Eitter aðhafa þessa gullrödd. En til viðbótar því þurfa einstaklingar að hafa áræði og ofboðslega sterkan vilja og þann eiginleika að láta aldrei bugast,” bætir hún við. „Það er samspil allra þessara þátta sem hafa gert Kristjáni kleift að komast þangað sem hannhefurnáð. Þauhjóninhafa verið óskaplega samheldin og Sigurjóna hefur litið á þetta sem sameiginlegt verkefni þeirra beggja. Það hefur verið rnjög gaman að sjá þetta gerast og sérstaklega að sjá árangurinn af starfmu. Þau eigaheimili á Italíu og eiga tvo stráka, sem em sex og fjögurra ára,” segir amman Rannveig stolt. -Sigurjóna var sjálf komin á fleygiferð í leiklistina þegar þau tóku saman. Hún hefur náttúr- lega þurft að leggja það til hliðar til að geta fylgt manni sínum? Sverrir: „Þau em mjög góðir félagar og ákaflega samrýmd. Kristján flnnur þörf hjá sér til að hafa hana við hlið sér á æfingum. Þau vinna mikið saman. Hún hefur kynnst fræg- ustu óperaleikstjórumheimsins og hefur þannig öðlast mikla reynslu í þessum sérstæða heimi.” Óperutónlistin heillar -Hlustið þið mikið á ópemr? Rannveig: „Við gerðum þaó ekki áður en höfum alveg heillast af ópemtónlist eftir að hún fór að hafa svona áhrif á fjölskylduna,” segir hún og brosir. „Við höfum verið viðstödd stærstu sigurstundir Kristjáns og vomm á meðal áhorfenda þegar hann þreytti fmmraun sína á Scala og þegar hann söng í fyrsta sinn á leikvanginum í Veróna. Við fómm einnig að sjá hann syngja í fyrsta skipti í New York City óperunni og í Metropolitan ópemnni. Þetta hafa verið ógleymanlegar stundir.” Eldri sonur þeirra, Eyjólfur Orri býr einnig erlendis. Hann er flugvirki og býr í Gautaborg. „Hann á einnig tvo litla stráka,” segir Rannveig. „Eldri sonurhans erbyrjaður í skóla í Svíþjóð og það á líka við um eldri son Sigurjónu sem er í skóla á Italíu. Það að bömin okkar búi í útlöndum er kannski svipaó því þegar við fómm suður í skóla. Ef til vill sjáum við bömin okkar og bamaböm ekkert minna en foreldrar á Isa- firði sáu sín böm sem fóm burt í aðra landshluta til náms og starfa. Þetta er athyglisvert og sýnir hversu hröð þróunin hefur veriö.” Yngsti sonur þeirra, Jón Einar, er sautján ára og er enn ekki floginn úrhreiörinu. Hann er menntaskólanemi. Það er mál að slíta samtalinu. Þau hjónin þurfa að sinna jóla- undirbúningi líkt og aðrir Is- lendingar. Þau em fríinu fegin. Eftir hátíðamar hefst hið póli- tíska þref á ný. Texti: Bjarni Brynjólfsson. Myndir: Hreinn Hreinsson.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.