Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.03.1994, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 23.03.1994, Blaðsíða 10
10 EíJARlNS BESTA • Miðvikudagur 23. mars 1994 Slysavarnarkonur! Munið föndrið í Sigurðarbúð nk. iaugardag, 26. mars, frá kl. 14 til 17. Kaffi á könnunni. ATH. árgangur '73: Fundur vegna 5 ára gagnfræðaaf- mælis veröur haldinn nk. föstudagkl.21 heímahjáHalí- dóru aö Hlíöarvegi 7 (1. hæð t.v.). Sjáumst! Upplýsingar gefa Haildóra í s. 3056 og Sigga í s. 3893. Óska eftir Hókus Pókus barnastól, ódýrt eða gefins. Má líta illa út. Upplýsingar í síma 5244. Skákæfingar á föstudögum kl. 8 í nýja íþróttahúsinu. Upp- lýsingar í síma 5244. Til sölu er BMW 318 IM til niðurrifs. Innif. leöursett, spoil- erar, glæný nagladekk, ekinn 60.000 km. Verö kr. 45.000. Uppl. gefur Reynir í síma 7331. Til sölu er DNG tölvufæra- rúlla. 24V, í góöu ástandi. Upplýsingar í síma 7384. Þeirsemfæddireru 1960 og fermdust á ísafirði og hafa áhuga á aö hittast, vinsam- [egast látið sjá ykkur í kaffisal íshúsfélagsins föstudaginn 25. marskl. 20:30. Ræöum málin. Óska eftir barngóöri stúlku til aö passa mjög þægan sex ára dreng af og til milli 27. mars og 5. apríl. Góö laun fyrir rétta manneskju. Upplýsingar gefur Arni Þór í síma 5196. Óska eftir að taka stóra íbúð. einbýlishús eöa raöhús á leigu. Upplýsingar í vs. 5242 og hs. 5066. Til sölu eru 150 cm skíði og klossarnr. 39-40. Upplýsingar í síma 7060. Óska eftir tvennum notuðum barnaskíðum af stærðunum 90 cm og 107 cm. Einnig óskast skíöaskór nr. 24 og 30. Uppl. ísíma3505e. kl. 19. Til sölu eru barnavagn. leik- grind og Maxi Cosi barna- bflstóll. Einnig barnasnjó- þota meö háu baki og belti. Uppl. gefurGunnhildurí 7752. Óska eftir 80 cm skíöum, ásamt stöfum og klossum nr. 26. Upplýsingar gefur Sæunn í síma 3285. Til sölu eru tvennirskíöaskór af stæröum 40-41. Upplýs- ingar í hs. 7437 og vs. 7580. Til sölu eru ullarsokkar og - vettlingar. Upplýsingargefur Jóhanna í síma 3628. Til sölu eru tveir unglinga- svef nbekkir ódýrt eöa gefins, meö skúffum undir og annar meö dýnu. Upplýsingar í síma 4370. Óska eftir atvinnu. Er vön skrifstofu- og bókhalds- störfum. Uppl. í síma 3303. Til sölu er einbýlishús aö Völusteinsstræti 4 í Bolung- arvík. Æskileg skipti á minni eign í Bolungarvík. Upp- lýsingar i síma 7337. Óska eftir aö taka á leigu 2-3ja herb. ibúð. Uppiýsingar gefa Þóröur og Birna í síma 3822. Hestamenn! Til sölu eru 4 básar í hesthúsinu aö Búöar- túni 9, Hnífsdal. Upplýsingar í síma 4023. Til sölu er 150m2einbýlishús ásamt 40m2 bílskúr að Hafnar- götu 110, Bolungarvík. Upp- lýsingar í síma 7486. Til sölu er Silver Crossbarna- vagn. Upplýsingar í síma 7490. Til sölu erbarnabílstóll, regn- hlífarkerra meö plastyfir- breiöslu oggöngugrind. Upp- lýsingar í síma 7486. Til sölu eru Big Foot skíöi, hræódýr. Uppl. í síma 3263. FRÉTTIR AF SJÁVARÚTVEGINUM, FISKVINNSLUNNI OG FLEIRU í PEIM DÚR Frumvarp til laga um aðstoð til sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum: Sameining fyrirtækja skilyrði ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipa fjögurra manna starfshóp til að fjalla um lánsumsóknir sjávarútvegsfyrirtækja á Vest- fjörðum sem sækja um víkjandi lán hjá Byggðastofnun í tengslum við sérstakar ráðstafanir á Vestfjörðum. í frumvarpi sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustu- svæða á Vestfjörðum í kjölfar samdráttar í þorskafla, kemur m.a. fram að fyrirhuguð sam- eining sjávarútvegsfyrirtækja í sveitarfélögunum sem séu að sameinast sé sett sem skilyrði fyrir lánveitingu, eða að fyrir- tækin hafi sameinast á síðustu þremur árum. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að ríkissjóði verði heimilt að veita Byggðastofnun allt að 300 milljóna króna framlag til að standa straum af víkjandi lánum til sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum, en af þeirri upp- hæð verði Byggðastofnun heimilt að verja 15 milljónum króna til að styðja við nýjungar í atvinnumálun á Vestfjörðum sem auki fjölbreytni atvinnu- lífs. ísafjörður: Július með 30 milljóna króna aflaverðmæti FRYSTITOGARINN Júlíus Geirmundsson ÍS-270 kom til ísafjarðar í gærdag með rúm 140 tonn af frystum af- urðuin eða um 225 tonn upp úr sjó. Aflaverðmæti skipsins úr þessum túr var um 30,5 milljónir króna. Sama dag kom Björgvin EA inn vegna brælu og til þess að taka olíu og þá kont Andvari VE og landaði 82 tonnum af rækju ígárna. Á mánudagkom Páll Pálsson með lOOtonn, Stefnirkom með 70 tonn, Guðbjartur 10 tonn og Hersir kom með 7 tonn af rækju. Á sunnudag landaði Hálfdán í Búð 75 tonnum og sama dag landaði Guðmundur Péturs 45 tonnum af rækju. Guðbjartur landaði einnig 65 tonnum á föstudag. Framnes ÍS hcfur legið við bryggju á ísafirði að undanförnu en togaranum er nú verið að breyta í hálf frystiskip. Reiknað er með að breytingunum ljúki um næstu helgi. Þessa dagana er verið að vinna að breytingum á skuttogaranum Framnesi IS-708, sem gera kleift að Irysta rækju um borð. Áætlað er að verkinu ljúki um helgina. Dagrún ÍS-9. Bolungarvík: Dagrún með 130 tonn af þorski, steinbít og kola SKUTTOGARINN Dagrún hafnar á mánudag með 130 tc Meginhluti aflans fer til vinnsl Bolungarvík og aðrir hlutar ha sett var í gáma. f gær landaði síðan Heiðrún 75 tonnum af þorski, ýsu og steinbít. Sjö línubátar lögðu upp f Víkinni í síðustu viku, samtals ÍS-9 frá Bolungarvík kom til nn af þorski, steinbít og kola. j hjá fiskvinnslufvrirtækjum í ns fara á markað auk þess sem Átta loðnubátar lönduðu í Bolungarvík í síðustu viku, samtals 5.414 lestum. Björg Jónsdóttir kom með 583 lestir í tveimur löndunum, Súlan EA kom með 689 lestir, Guð- mundur Ólafur 568 lestir, Víkurberg 572 lestir, Sunnu- berg783 lestir, Hákon7501estir og Höfrungur kom með 1.489 lestir í tveimur löndunum. Af aflaGuðmundarÓlafsfóru23,5 lestir í hrogn. 14,4 t. en mjög lítið gaf á sjó í vikunni vegna brælu. Afla- hæstir voru sem fyrr Flosi með 4,8 t. og Guðný með 4,1 tonn. Níu rækjubátar komu með 22,7 tonn í síðustu viku og fékkst aflinn í 24 róðrum. Aflahæstir voru Sigurgeir Sigurðsson með 5,1 t. og Hafrún II með 2,9 t. Skuttogarinn Andvari VE-100 kom til ísafjarð- ar á mánudag og landaði 82 tonn- um af rækju í gáma. ísafjarðardjúp: Lítill ræKiu- afli í vikunni FREMUR lítill afli barst á land í síðustu viku af þeim rækjubátum sem stunda veið- ar í Isafjarðardjúpi. Eftir því sem blaðið kemst næst var vikuaflinn um 70tonn en þess ber að geta að veiðar hömluðu veiðum stóran hluta vik- unnar. Hjá Bakka hf„ í Hnífsdal fóru 8,5 tonn til vinnslu í síðustu viku. Ritur kom með 2,6 tonn, Gunnvör 2,2 t„ Guðrún Jóns- dóttir 1,7 t. og Finnbjörn kom með 2,0 tonn. Þrír bátar lönduðu hjá Básafelli. Aldan kom með 2,7 tonn, Bára 3.0 tonn og Kolbrún kom með 4,2 tonn. 32,8 tonn fóru til vinnslu hjá Rit hf„ í síðustu viku. Árni Óla kom með 2,2 tonn, Dagný 2,41„ Gissur hvíti 3,31„ Halldór Sigurðsson 4,4 t., Haukur 5,01„ Húni 2,81„ Neisti 2,4 t„ Stapavík 3,4 t„ Stundvís 3,81. ogörn kom með 3,1 tonn. Súðavík: Gúður afli af rækju á Dhornbankanum RÆKJUSKIPIÐ Kofri fra Suðavik landaði 42 tonnum af mjög góðri rækju á mánudag. Allur aflinn fékkst á Dhornbanka en góð veiði hefur verið þar að undanförnu. Haffari landaði 16 tonnum af samskonar rækju á laugar- dag en þess má geta að skipið fékk aflann í tveimur hölum og þar af komu 12 tonn í öðru halinu. Skipið var tvo og hálfan sólarhring á veiðum á Dhorn- banka en þurfti að leita til lands vegna veðurs. Haffari landaði einnig 31 tonni af rækju á mið- vikudag í síðustu viku. Bessinn landaði 130 tonnum af blönduðum afla á mánudag og innfjarðarrækjubátar stað- arins komu með 12 tonn að landi í síðustu viku. Valur kom með 6,0 tonn, Hafrún 2,9 tonn og Fengsæll kom með 3,1 tonn.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.