Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.03.1994, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 23.03.1994, Blaðsíða 2
2 MiJARINS BESTA • Miðvikudagur 23. mars 1994 ísafjörður: Mikill kippur í far- miðasölu fyrir páska FARPANTANIR hjá Flugleiðum á ferðum til ísafjarðar hafa aukist rnjög mikið síðustu dagana og bendir allt til þess aðsókn á Skíðavikuna verði ekki síðri nú en undanfarin ár, að sögn Arnórs Jónatanssonar, umdæmisstjóra Flugleiða á Isafirði. Eins og greint var frá fyrir hálfum mánuði, var salan frekar dræm síðustu vikurnar en nú fækkar sætunum óðum. „Mið- vikudagurinn, 30. mars, verður ferðaþyngstur hingað vestur en annars dreifast pantanir jafnt yfir aðra daga fyrir páskana. Hins vegar verður ferðaþyngsti dagurinn héðan 2. í páskum. Þessar miklu bókanir hófust í byrjun síðustu viku og í dag eru þær orðnar alveg sambæri- legar við sama tíma á undan- förnum árum. Ég hefengahald- bæra skýringu á því af hverju „páskagestirnir“ tóku svona seint við sér í ár,“ sagði Amór Jónatansson. -hþ. Botnsheiði: Tuttugu skólabörn sátu löst í fjórar Mukkustundir GRUNNSKÓIJNN á Suðureyri liélt sína árlegu árshá- tíð síðastliðinn föstudag. Elstu bekkingum grunnskólanna á Flateyri og Þingeyri var boðið á árshátíðina seni saman- stóð af leiksýningu og dansleik og sóttu fjörutíu nentendur frá skólunum tveimur súgfirsku krakkana heim. Krakkamir komu akandi yfir Breiðadals- og Botns- heiðar um klukkan 19.30 um kvöldið en þegar leiksýn- ingunni lauk tveimur tímum síðar var skollin á NA-stór- hríð. Þar senr fregnir af heið- unum voru ekki góðar ákváðu Flateyringar að gista á staðn- um en Þingeyringar sem voru átveimuröflugumfjaliabílum ákváðu að freista þess að komast yfir heiðamar áður en þær lokuðust endanlega. Þegar bílarnir voru komnir að vegamótum Botns- og Breiðadalsheiða var ekki lengra komist vegna snjóa og skafrennings. Þar sem ofan- koman var sl£k að ekki tókst að snúa bílunum var gripið til þess ráðs að fá bóndann í Botni í Súgandafirði, Bjöm Birkis- son, tii að moka heiðina með litlum snjóblásara og koma þannig bílunum aftur til byggða. Gekk það verk hægt en örugglega þrátt fyrir vonskuveður og voru börnin komin aftur til Suðureyrar um klukkan 02 um nóttina. Þá vardansleiknum að Ijúka og var því ákveðið að fram- lengja hann svo ungmennin frá Þingeyri gætu dansað úr sér mesta hrollinn. Á meðan þeystust velunntuarskólans út um allan bæ til að safna saman dýnum og svefnpokum. Dag- inn eftir var leitað til Land- helgisgæsiunnar og sendi hún varðskip á staðinn sem flutti bömin til síns heima. -sps. Suðureyri: Peningum og lyfjum stolið á heilsugæslunni AÐFARARNOTT síðastliðins sunnudags var brotist inn í heilsugæslustöðina á Suðureyri og þaðan stolið peningum og lyfjum. Talið er að farið hafi verið inn um glugga á húsinu. Að sögn lögreglu.var rótað nokkuð til innandyra en sá sem þama var að verki mun hafa haft lítið upp úr krafsinu. Eitthvað lítilræði var þó tekið af lyfjum og um 1.800 krónur í peningum. Ekki voru unnar neinar skemmdir á húsbúnaði né tækjum utan þess að peninga- skápur var brotinn upp. Rann- sóknarlögreglan á Isafirði vinn- ur að rannókn málsins. Gestirnir gæða sér á pastaréttunum í hádeginu í gær. ísafjörður: Pastahlaðborð á Pizza '67 PIZZA '67 á ísafirði býður nú upp á pastahlaðborð í hádeginu alla daga vikunnar og er hér um nýjung á Vest- fjörðum að ræða á matseðli skyndibitastaða, en Pizza '67 veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu hafa boðið upp á samskonar hlaðborð frá því í haust við góðar viðtökur. „Hlaðborðið er samansett af sjö mismunandi pastaréttum, auk lasagna, ýmiss grænmetis, súpu, hvítlauksbrauðs og pizzu. Við skiptum um einstaka rétti hvem dag og náum þannig alltaf að endumýja hlaðborðið. Og á kvöldin eru líka íboði sérstæðir pastaréttir. Pastahlaðborðið kostar samtals kr. 850 sem ég tel að sé mjög hóflegt verð fyrir svona mikinn mat enda hafa viðskiptavinirnir verið mjög ánægðir með þetta framtak okkar," sagði Ámi B. Olafs- son, annar eigenda Pizza '67. Blaðamanni BB var boðið til hádegisverðar í gær og fékk að bragða á girnilegum réttum hlaðborðsins og reyndust þeir mjög Ijúffengir í alla staði. Skemmtileg blanda mildra og sterkra rétta er afar vel heppnuð, og fjölbreytt úrval tryggir að allir fá magafylli sína. Og ekki spillir fyrir hversu hollur og næringarríkur þessi matur er. -hþ. Raðhús tU sölu Til sölu er tveggja hæða raðhús að Urðarvegi 54 á ísafirði. Húsið er 195 m2 ásamt innbyggðum bílskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Upplýsingar í síma 4042. Véfsfeðf til sölu 77/ sölu er Arctic Cat Prowler vélsleði, árgerð 1991. Lítið ekinn og ve! með farinn. Uppiýsingar gefur Sigurjón í símum 4560 á daginn og 4277á kvöidin. Vélsleói til sölu Stakkur skrifar: Erþér ekUUH? SÍÐBÚINN kosningaskjúlfti hríslast um menn. Prófkjör halda áfram og á Patreksfirði hefur áhugi aldrei verið meiri. Kvennalistinn á ísafirði sendi bréf fil vinstri flokkanna til að undirstrika núverandi stöðu sína, sem sé þá að bjóða helst ekki fram sér hcldur með öðrum. Að vísu hafa þær aftur- kallað beiðni sína eftir að Framsóknarflokkurinn sagði þvert nei við beiðninni og hyggjast koma með sitt eigið framboð. Enginn veit hvort líta beri á þetta sem afturhvarf frá upp- runanum eða tilvistarkreppu. Eftii viil erum merki pólitísks þroska að ræða, að vilja nú í eina sæng með krötum úr þessu skelfiiega flokkakerfi, sem fyrir 12 árum var versti óvinur kvennalistakvenna. Hvílíkt orð. það byrjar og endar eins og segir samt allt sem segja þarf. Er um afleiðingar skoð- anakönnunar úr Reykjavík að ræða eða einhver djúpstæð rök sem yfirsjást hlutíausum áhorf- anda? Ætla má að skýringin liggi öilu heldur í því, að DV eigi nokkurn hlut að máli. En skoðanakannanir þess ágæta dagblaðs sýndi að í Reykjavík höfðu, og hafa sennilega enn, kjósendur meiri áhuga á breyt- ingum en sjálfstæðismönnum. Enda er það skiljanlegt. Borg- arstjórnarmeirihlutinn sá að farþegum nteð strætó hafði fækkað úr 3016 rniiljónir á ári, en borgarbúum úr 70 þústind f 100 þúsund á stðastliðnum 30 árutn. Rekstríirgruiidvöllurinn erþví í raun brostinn. Nú skyldi gerð tilraun og SVR gert að hlutafélagi og einkavætt. En borgarstjórnarmeiri- hlutanum gleymdist að athuga að strætó er ekki til fyrir far- þegana. Ó, nei, strætó er til fyrir strætóbílstjórana, sem nú eru aftur orðnir opinberir starfsmenn, að vísu í vinnu hjá einkafyrirtæki, en hverjum er ekki sama. Þessar fáu hræður sem ferðastmeð strætóeru ekki það margar að nokkur hirði um að leita álits þeirra. Fyrir tilverknað einkennisbúninga opittberra starfsmanna í Reykjavík er svo komið að kvennalistakonur bjóða nti öðrum flokkum, körlum jafnt sem konum til samlags víð sig en kjósa þó ekki lagsmenn úr Sjálfstæðisflokki. Þar á bæ skyldu menn ekki hina ein- földu staðreynd. að opinber þjónusta er fyrir opinbera starfsmenn en ekki skatt- borgarana. Fyrir það kunna frambjóðendur þcss flokks að líða um allt land í kosningunum á vori komanda. Strætó á ísafirði er einka- rekin, bærinn kaupir þjónustu af manni út í bær og hefur geftst vel. Þessu hlýtur að hafa verið brcytt, hefðu kvennalista- konur og lagsmenn þeirra af báðum kynjum komist til valda í höfuðstað Vesttjarða. Aíveg; er ótrúlegt hvað stjónimál geta þróast á undar- legán yeg. Ollum sem ráða á ísafirði sýnist vera sama uni vatnið seiti látið er renna um vatnsleiðslur bæjarins. Skiptir engu þótt vinstrisinnaðir líf- fræðingar sitji í bæjarstjórn og bæjarstjórinn sé sjálfur iíf- fræðingur. Meiru skiptir að reisa sorpbrennslustöð. enda sést hún vel frá flttgveilinum. sem flestir gestir koma um eða veginn sem aliliestir koma akandi um til bæjarins. Fyrir augað verður hún ineira áber- andi en neysluvatnið sem látið er í magann og notað er í matvælaiðnaði. Árið 1993 voru tekin 22 sýni af neysluvatni bæjarbúa. Reyndust 36% þeirra nothæf, 23% gölluð (! svo) og 41% ónothæf. Árin 1991 og 1992 voru tekin samtals 34 sýni og reyndust 18% þeirra nothæf, en 82% ónothæf. Ja, héma, verður þér ekkert iilt af þessu lesandi góður? Drekkurðu kannski kók og bíðureftir jarð- gangavatni? Uin þetta á að kjósa. -Stakkur.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.