Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.03.1994, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 23.03.1994, Blaðsíða 3
MJARINS BESTA • Miðvikudagur 23. mars 1994 3 Vestfjarðamiö: Menn eru komnir í þá aðstöðu að þurfa að henda þorskinum - segir Hörður Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjarti STEINBITSVEIÐI Vestfirðinga hefur svo til brugðist í vetur og er þetta önnur steinbítsvertíðin í röð sem bregst að sögn Harðar Guðbjartssonar Guðbjarti ÍS-16. ..Helvíti er þetta eitthvað lélegt með steinbítinn, hann bara fiskast ekki og það er ekki hægt að kenna ofveiði þar um, það er alveg á hreinu. Aður fyn- voru togararnir að veiða steinbít á Látragrunninu með góðum árangri en undanfarin tvö til þrjú ár finnst ekki nokkur steinbítur, þetta eru aðeins skipstjóra á skuttogaranum nokkur stykki. Við skiljumekki hvað er að, það bara lánast ekki klakið hjá þessu kvikindi. Guð minn góður. Þessar steinbítsvertíðir sem voru hér árum saman eru ekki orðnar svipur hjá sjón. Menn voru fúlir áður fyrr ef þeir fengu ekki nema 10-12 tonn í róðri en það telst til undantekninga í dag ef þeirfá slíkan afla í róðri,” sagði Hörður. -En er ekki nægur þorskur út af Vestfjörðum? „Hvenær segja menn að það sé nægt, ég veit það ekki. Menn eru farnir að heimta svo mikið en jú, jú. þeir fá ágætt af þorski sem mega veiða hann. Dagrún var nú að koma með 130-140 tonn eftir vikuna. Hún var í þorski á daginn og að kroppa steinbít á nóttunni. Togararnir myndu ekki láta sjá sig á þessum miðum ef þeir væru ekki allir orðnir kvótalausir. Við höfum verið að fá 5-6 tonn af steinbít yfir nóttina og svo erum við mát yfir daginn. Við erum bara í hvíld yfir daginn.” -Hvað á þitt skip eftir mikinn þorskkvóta? „Eg á bara Hagræðingasjóð eftir, það eru um 60 tonn. Eg hef forðast þorskinn frá því í lok síðasta árs og þessi 60 tonn dekka bara það sem er að slæðast með af þorski. Eg sé ekki betur en að margt skipið sé komið í þá aðstöðu að þurfa að henda þorski fyrir borð. Við erum að fá 5-10 tonn af þorski í túr og ef við ættum engan þorskkvóta, hvað eigum við þá að gera? Ef við komum með þetta í land erum við sektaðir og veiðileyfið rifið af okkur. Þetta er alvarleg klemma sem menn eru komnir í. Ef við erum komnir nokkur hundruð kíló fram yfir erum við sviptir veiðileyfinu og það er hvergi Hörður Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjarti. nokkurs staðar hægt að fá neitt einasta kíló keypt. Þá sérðu nú hvað klukkan slær,” sagði Hörður. -5. ísafjöröur: Skipar Kristinn efstasætið hjá krötum? ÞRÁTT fyrir að aðeins séu tveir mánuðir fram að sveit- arstjórnarkosningum hafa aðeins tveir listar sent í fram- boði verða, verið kunngerðir. Alþýðubandalagsmenn hafa enn ekki birt lista sinn en ljóst er að Bryndís Friðgeirsdóttir mun skipa efsta sætið þar. Kvennalistakonur hafa söntu- leiðis ekki kunngert sína fram- bjóðendur en nokkurra erfið- leika mun hafa gætt innan þeirra raða með að fá konu í fyrsta sætið. Sömu sögu er að segja af Alþýðuflokksmönnum. Þar á bæ hefur hvílt mikil leynd yfir listanum en að sögn Eiríks Kristóferssonar, formanns upp- stillinganefndarflokksinsmunu framboðsmál flokksins skýrast innan skamms tíma. Y msir nöfn hafa heyrst manna á meðal varðandi efstu sæti flokksins oghefurnafn Kristins Kristjáns- Kristinn Kristjánsson. sonar oftast borið á góma í efsta sætið. Hann er sonur Kristján K. Jónassonar, sem gegndi starfi bæjarfulltrúa fyrir flokk- inn um árabil. Þá hafa einnig heyrst nöfn þeirra Oðins Bald- urssonar, starfsmanns skrifstofu verkalýðsfélaganna á Isafirði en þess má geta að hann er sonur Karítasar Pálsdóttur, núverandi bæjarfulltrúa flokksins, svo og einnig nafn Sigurðar Olafssonar formanns Sjómannafélags Is- firðinga. _v Bolungarvík: Valdimar skip- ar efsta sæfið hjá Framsókn ERAMSÓKNARMENN í Bolungarvík hafa sam- þvkkt framboðslista sinn f'yrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Listann skipa eftirtaldir einstaklingar. 1. Valdimar Guðmundsson. 2. Jóhann Hannibalsson. 3. Anna Björg- numdsdóttir. 4. Magnús Pálmi Ömólfsson. 5. Sesselja Bernódusdóttir. 6. Bergur Bjarni Karlsson. 7. Guðlaug Árnasdóttir. 8. Guðmundur Óli Birgisson. 9. Kristlaug Sigurðardóttir. 10. Guð- nuindur Ragnarsson. II. Guðmundur Sigurvinsson. 12. Pétur Jónsson. 13. Ragn- heiður Jónsdóttir. 14. Jónas Halldórsson. -s. ísafjörður: jr Nytt skip í flota Isfirðinga NÝTT skip bættist í flota ísfirðinga á fimmtudag í síðustu viku er rækjuskipið Hafrafell ÍS-222 lagðist að bryggju við Sundahöfn á ísa- firði. Hafrafellið er 300 tonna rækjufrystiskip sem kcypt var frá Grænlandi í nóvember á síðasta ári. Undanfama mánuði hefur skipið vcrið í breytingum í Reykjavíkurhöfn og kom í fyrsta skipti til heimahafnar sinnar á ísafirði á fimmtudag Pétur Birgisson, skipstjóri á Hafrafelli í brúnni á nýjum vinnustað. Hafrafell ÍS-222 kemur í fyrsta skipti til ísafjarðar á fímmtudag í síðustu viku. eins og áður sagði. Strax við komuna til Isaljarðar var það gert klárt á veiðar og hélt það í sína fyrstu veiðiferð fyrir hina nýju eigendur á sunnudag. Sá túr var Itins vegar stuttur því skipið kom inti daginn eftir vegna brælu. Eigandi Hafrafells er Kögur- fell hf., sem cr dótturfyrirtæki fískvinnslufyrirtækisins Bása- fells hf„ á ísafirði. Skipið mun fullvinna alla rækju á Japans- markað um borð en iðnaða- rækjan verður unnin í Bása- felli. Ekki fékkst uppgefið kaupverð skipsins. Skipstjóri á Hafrafelli er Pétur Birgis- son, sem áður var skipstjóri á Orra ÍS, Snorri Jónsson er I. stýrimaður og 1. vélstjóri er Valur Sverrisson. -s. Þingeyri: Kaupfélagið skil- aði 11 milljóna króna hagnaði KAUPFELAti Dyrfirðinga a Þingeyri skilaði 11,2 milljóna króna hagnaði á síðasta starfsári. Velta fvrirtækisins var um 120 milljónir króna og reyndist hagnaðnr af reglulegri starf- semi um 8,4 milljónir króna. Kaupfélag Dýrfirðinga á um 63% í fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtækinu Fáfni hf„ sem meðal annars gerir út frystiskipið Sléttanes ÍS. Mikil endur- skipulagning hefur staðið yfir á fjármálum fyrirtækjanna og á síðasta ári var töluvert af eignum selt m.a. skutttogarinn Framnes sem fór til Isafjarðar. Með sölu eigna og hagræðingu tókst fyrirtækjunum að lækka skuldir sínar um 250 milljónir króna. Þess má geta að Kaupfélag Dýrfirðinga verður 75 ára á þessu ári, en það var stofnað 8. júní 1919. -s. Kaupfélag Dýrfirðinga. Fyrirtækið verður 75 ára á þessu ári og innlegg inn í afmælisárið var 11,2 milljóna króna hagnaður á síðasta ári.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.