Víðförli - 15.07.1982, Blaðsíða 3

Víðförli - 15.07.1982, Blaðsíða 3
IVlalurinn og veröldin“ — sagt frá leiðtoganámskeiði í Finnlandi „Maðurinn og völdin" var efni norrænnar leiðtogaráðstefnu, sem haldin var í Finnlandi 24.-28. maí sl. Ráðstefnuna sóttu 40—50 æskulýðs- leiðtogar frá fimm Norðurlöndum, þar af 8 frá íslandi. Sem fyrr segir var fjallað um „manninn og völdin" og var efnið tekið út frá ýmsum hliðum. Meðal annars voru Biblíulestrar um „hið mikla vald“, „vald neysluþjóðfélags- ins" og „mátt fyrirgefningarinnar". Fyrirlestrar voru haldnir um „vald fjölmiðlanna og áhrif þeirra á manninn" og „vald neysluþjóðfé- lagsins". Einnig fóru fram hópum- ræður, fluttir voru leikir um valdið og fleira slíkt til gamans gert. Lokaþáttur ráðstefnunnar var messa, sem bar yfirskriftina „Al- máttugur Guð“. Var hún undirbúin af þátttakendum ráðstefnunnar, en hafði þó að nokkru verið undirbúin af hálfu íslensku fulltrúanna, áður en út var haldið. Norrænt kvöld Auk þess sem ofan er talið gerðu full- trúar á ráðstefnunni sér ýmislegt til skemmtunar. Efnt var til sameigin- legs norræns kvölds, þar sem hvert land sá um eitthvert atriði. íslending- arnir sýndu kvikmyndina „Eldur í Heimaey" eftir Vilhjálm Knudsen, ásamt fleirum. Myndin þótti eiga einkar vel við efni ráðstefnunnar, því þar sást gjörla hve maðurinn er lítils megnugur gagnvart þeim atburðum er áttu sér stað í Vestmannaeyjum árið 1973. Einnig má nefna finnskt kvöld, þar sem kynnt var finnsk tónlist, dansar og fleira þjóðlegt. Mannleg samskipti íslendingarnir átta, sem fóru til Finnlands, kynntu sér ekki aðeins það sem ráðstefnan hafði uppá að bjóða. Þeir komust einnig í samband við fólk, sem vinnur að svipuðum málum og þeir sjálfir, auk þess sem hvert land kynnti efni það sem er not- að við barna- og unglingastarf í við- komandi löndum. En aðalatriðið við slíkar ráðstefnur eru þau mannlegu samskipti sem eiga sér þar stað. Þau koma ekki að- Frá messunni, sem getið er um í greininni. í baksýn er altaristafla, sem einn hópanna gerði fyrir messuna. Sr. Friðrik Hjartar í ræðustól. eins að haldi fyrir þá aðila sem heim- sækja önnur lönd, heldur einnig fyrir allt það starf, sem viðkomandi inna af hendi eftir að heim er komið. Þess vegna verður árangur slíkra samskipta aldrei mældur. En hann mun örugglega skila sér. Námskeið Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar mun í haust gangast fyrir tveim námskeið- um, sem haldin verða í Skálholti. Hið fyrra er Biblíunámskeið, sem hefst 1. september, og stendur yfir í einn og hálfan dag. Hið síðara er leið- toganámskeið um barnastarf, sem hefst að kvöldi 2. september. Þar verður m.a. fjallað um tilgang og markmið barnastarfs, kennslugögn, kristinfræðikennslu í skólum og barnafræðslu kirkjunnar, svo að eitt- hvað sé nefnt. Námskeiðinu lýkur sunnudaginn 5. september. Bent skal á, að þátttaka tilkynnist til Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar, Klapparstíg 27, Reykjavík í síma 12445 fyrir 20. ágúst nk. ÚTSA.LA. Þar sem vér íslendingar erum ein út- söluglaðasta þjóð veraldar, hefur Æskulýðsstarf kirkjunnar ákveðið að gleðja okkur svo um munar, þegar þjónustumiðstöðin að Klapparstíg 27 verður opnuð. Þar mun sumsé verða haldin ÚTSALA á eldra barnaefni, sem aðeins er til í litlu magni. Umrætt efni verður að sjálfsögðu selt á vægu verði, eins og vera ber. Og nú er bara að láta ekki happ úr hendi sleppa!

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.