Víðförli - 15.07.1982, Blaðsíða 6
Hópurinn, sem sótti ráðstefnuna, fyrir framan Löngumýri, þar sem hún var haldin.
Á þjóðkirkjan
sér
eina rödd
Páfinn er á f erð og flugi um heiminn og tjáir sig um hin margví slegustu ef ni,
frá nánu samlífi hjóna til stríðsátaka stórveldanna. Þar virðist hljóma rödd
kaþólsku kirkjunnar. Að vísu virðist þar ekki talað út úr hjarta allra
kaþólskra manna, en það er önnur saga.
Hjá mótmælendum hafa kirkjuþing og biskupafundir helst lagt fram skoð-
anir kirkjunnar á hinum ýmsu málum, sem brenna á mannfólkinu.
Eru þeir rödd kirkjunnar?
Er það mögulegt, að nokkrir menn geti tjáð sig fyrir hönd nær 93% þjóðar-
innar, en það er fjöldi þjóðkirkjufólks hérlendis, spyrja sumir.
Stór hópur manna óskar hins vegar eftir ákveðinni afstöðu kirkjunnar til
ýmissa þjóðmála, sem gæti orðið til stuðnings í flókinni tilveru nútímans.
Fyrr í þessum mánuði voru nor-
rænir fjölmiðlamenn á ráðstefnu á
Löngumýri í Skagafirði. Þar voru
annars vegar ritstjórar kirkjulegra
blaða og fréttafulltrúar þjóðkirkn-
anna, en einnig blaðamenn, sem
fjalla um kirkjulegt efni í almenn-
um fjölmiðlum.
Fyrrgreind spurning var mjög á
döfinni, er lagt var fram hið nýja
vikublað sænsku kirkjunnar
„Kyrkans Tidning". Það er í les-
bókarbroti, 36 síður og hafa
50.000 manns gerst áskrifendur
að því. Þetta blað leysir af hólmi
allmörg fréttabréf og minni tíma-
rit kirkjulegra aðila, sem fá hins
vegar fastar síður í nýja blaðinu.
Clarence Nilsson, dómprófastur
í Uppsölum, er formaður blað-
stjórnarinnar og upplýsti hann á
fundinum, að leiðara blaðsins væri
ætlað að vera upplýsandi, en ætti
ekki að taka afstöðu í viðkvæmum
málum. Hins vegar væru fastir
dálkahöfundar, sem skrifuðu um
slík efni undir nafni. Það hefur þó
komið í ljós, að leiðarar blaðsins
hefðu orðið áveðnari með hverju
eintaki, og reyndar tekið ákveðna
afstöðu t.d. í kvenprestamálinu.
Menningarritstjóri Stavanger
Aftenblad, Odd Kval Pedersen,
benti á að leiðari án skoðunar væri
eðli sínu samkvæmt enginn leið-
ari. Betra væri þá að hafa engan
leiðara eins og tíðkast í blaði
norska kirkjuráðsins, Kirke Aktu-
elt. Hann lagði áherslu á, að rit-
stjóri kirkjulegs málgagns verður
að hafa sömu stöðu, sama frelsi og
sömu ábyrgð og ritstjórar annarra
blaða. Annað hvort er hann rit-
stjóri eða ekki.
Sænskumælandi hluti finnsku
kirkunnar gefur út blað, Kyrk-
pressen, og er það sent á hvert
heimili, sem tilheyrir því biskups-
dæmi. Borga söfnuðirnir áskrift-
argjaldið, sem erlágt, endakemur
blaðið út í yfir 100 þúsund eintök-
um. Olav Melin, ritstjóri þess, var
meðal þátttakenda á ráðstefnunni
og gat hann þess, hversu mikils
virði það væri fyrir kirkjuna að ná
þannig til nær allra heimila. Hins
vegar reyndist erfitt að taka á við-
kvæmum málum í blaðinu. Ef
mönnum líkar ekki umfjöllun
blaðsins þar, eru skipulagðar
fjöldauppsagnir, sem veikja fjár-
hagsgrundvöllinn. Blaðinu hættir
því til að verða fremur litlítið og
varla nógu athyglisvert. Þar krist-
allast einn meginerfiðleiki kirkju-
legs blaðamanns, sem þarf að
vera trúr lögmálum blaðamennsk-
unnar og eignast trúverðugleika
sem slíkur, en vera einnig trúr
sinni stofnun og styðja að viðgang
hennar með fréttaflutningi sínum.
Gagnrýni á kirkju, jafnvel jákvæð
og vel meint, á erfitt uppdráttar í
kirkjulegum málgögnum, sem
stafar fyrst og fremst af skilnings-
skorti á því, hvert er eðli fjölmiðla,
sagði Olav Melin.
En hver flytur rödd kirkjunnar?
Ekkert eindregið svar fékkst á
Löngumýri, en það var bent á hin
kirkjulegu kórverk tO hliðsjónar.
Þar syngja menn með mörgum og
mismunandi röddum, en tO hlust-
andans koma þau sem einn
hljómur. Sumir hafa að vísu sóló-
hlutverk, en lokastefin í stórverk-
unum eru ævinlega flutt af öllum
kórnum í samhljómi.
GOdir ekki eitthvað svipað um
rödd kirkjunnar?