Víðförli - 15.07.1982, Blaðsíða 2
Frá mínum
bæjardyrum séð
Hinar eilífu úrtöiur
Þvífyrr...
Pöntunarlistar þeir, er Útgáfan Skál-
holt og Æskulýðsstarf kirkjunnar
hafa sent til allra sóknarpresta vegna
barnaefnis, ættu nú allir að vera
komnir á áfangastað.
Listarnir þeir ama em sendir út til
að hægt sé að fá nokkra mynd af því
hversu stórt upplag þurfi að vinna
fyrir veturinn. Þannig er hægt að
tryggja að allir fái umbeðið efni, en'
enginn verði afskiptur.
Það er því mjög mikilvægt að þeir
prestar sem hafa gert upp hug sinn
um efnisval, en ekki sent listana um
hæl, geri það um leið og hentugleikar
leyfa. Skilafrestur er að vísu ekki fyrr
en 15. júlí - en því fyrr, þeim mun
betra!
Mætingamerki
Auk þess nýja barnaefnis, sem verð-
ur á boðstólum hjá Skálholti í vetur
og getið hefur verið um í bréfkorni
meðfylgjandi pöntunarlistunum,
hefur verið pantað ýmislegt erlendis
sem að gagni mætti koma í starfinu á
komandi vetri.
Má nefna að pantaðar hafa verið
tvær gerðir af mætingamerkjum.
Önnur gerðin er ætluð til að líma á
blöð, bækur eða hvaðeina, sem við-
komandi leiðbeinandi kýs. Hinni
gerðinni fylgja stórar myndir sem
merkin eru límd á.
Einnig hafa verið pantaðar fjórar
gerðir af loðmyndum, sem hafa not-
ast vel í barnastarfi.
Ofangreint ætti að liggja fyrir hjá
Útgáfunni Skálholti í haust, verði allt
með felldu yfir sumartímann.
Fyrir mörgum árum, áður en ég varð
prestur, hitti ég einu sinni einn af
mínum gömlu og góðu deildarbræðr-
um í Bankastræti. Hann var orðinn
prestur úti á landi og eftir fagnaðar-
kveðjur spurði ég hann af miklum
áhuga hvernig starfið gengi. Hann
sagði sér liði ósköp illa þótt sólin
skini í Bankastræti því sumarblíðan
léki svo við sóknarbörnin að þau
þættust aldrei mega vera að því að
koma í kirkju. Og hann útskýrði fyrir
mér „hinar eilífu úrtölur" svo það
hefur aldrei liðið mér úr minni.
Hinar eilífu úrtölur
Þegar ég gerðist sjálf prestur vissi ég
að hversu ótrúlegt sem það virtist þá
myndu „hinar eilífu úrtölur" fyrr eða
síðar mæta mér líka. Ég finn það enda
gjörla nú orðið að sóknarbörn mín,
merkileg og áhugasöm sem þau eru,
ætlast mjög eindregið til þess að ég
haldi að mér höndum á annaríkustu
tímum ársins. Niðurstaðan af samtöl-
um okkar verður æ sú sama, að það
sé ekki annað að gera en hafa hægt
um kirkjustarfið þegar safnaðarfólk
er sem ákafast að meðhöndla gjafir
Guðs sér og þjóðinni til bjargar.
Guðsþjónustur í góðu
tómi
Sjálfri mér til huggunar minni ég mig
þá á að markmið mitt sé að hafa
guðsþjónustur okkar þegar við fáum
sem best notið þeirra, því við séum
söfnuðurinn og okkar sé að skipu-
leggja starf okkar, sjálfum okkur til
blessunar. Samt verður mér oft hugs-
að til þess í sumarfærðinni hvað nú sé
gott að komast um og hversu erfitt
það er oft í hálku og sköflum á vet-
urna.
Og svo verður það áleitin spurning
við mig sem líklega alla presta,
hvernig við getum betur nýtt þessa
annatíma ársins til kristnihalds þótt
við getum ekki haldið reglubundnar
messur eins og á vetrum. Ég ræði
málin við Guð og svo við sóknarbörn-
in og presta, sem ég hitti. Ég les
Fréttabréfið okkar af áfergju og
messutilkynningar í blöðunum því
þar fæ ég fréttir af starfinu hjá hinum.
Mikið er ég þakklát fyrir þær hug-
myndir, sem er miðlað þar og þær
góðu og uppörvandi undirtektir, sem
ég fæ alltaf þegar ég spyr presta nán-
ar um eitthvað, sem ég gæti kannski
hermt eftir þeim.
Annað snið
Þegar við förum að velta hugmynd-
um á milli okkar er alltaf von til að
einhverjar góðar áætlanir komi fram
þótt sumar þeirra kunni svo að mis-
takast þegar til kemur eða heppnast
kannski í byrjun en verða svo úr sér
gengnar. Ég sé að prestar eru farnir
að hafa bænarstundir, þeir eru líka
farnir að hafa lesmessur. Mér kemur í
huga að bæði formin gæti ég notað
þegar ekki er stemning til að kalla
saman kirkjukóra og halda hefð-
bundnar messur.
Ég sé lika að sumir söfnuðir velja sér
annan tíma til messuhalds á sumrin
en sunnudag klukkan tvö. Ég fyrir
mitt leyti kýs frekar kvöldtímann
heldur en sunnudagsmorguninn,
mér er heldur ekki fast í hendi að hafa
þá helgistund á sunnudagskvöldi,
hún fer jafn vel, finnst mér, á föstu-
dagskvöldi eða hverju öðru kvöldi
vikunnar.
Út að boða
Ég fékk að vera með á kirkjudögum á
ísafirði fyrir páskana. Séra Jakob og
fleiri úr söfnuðinum fóru ásamt for-
ingjum Hjálpræðishersins og fólki úr
Hvítasunnusöfnuðinum inn í frysti-
húsin í kaffitímunum, sungu, sögðu
frá trú sinni og buðu á samkomur
kirkjudaganna. Þá varð sú von mín
sterkari að bráðum myndi ég gera
alvöru úr því að fara út á kartöfluakr-
ana í haust og hafa örstuttar helgi-
stundir fyrir sóknarbörnin mín góðu,
sem eru ennþá of önnum kafin til að
koma nokkurs staðar en þurfa ekki
síst í öllum þeim erli á friði Guðs að
halda.
Kannski. . .
Kannski verður þetta í haust. Og
kannski hef ég þá líka framkvæmt
hugmyndir mínar um persónulegt
trúboð. Ég hef svo mikla trú á per-
sónulegu trúboði. Ég gæti hugsað
mér að fara á milli sóknarbarna
minna og hvetja þau til að hugleiða
trú sína, lesa Biblíuna og nota til
samtala við Guð einhverja af þeim
fjölmörgu stundum, sem þau eru að
vinna með höndunum en geta látið
hugann reika. Ég gæti gefið þeim
„mannakorn" semviljatiluppörvun-
ar til biblíulestrar.
Kannski verður þetta. Ég þarf að
nota þær stundir, sem ég hef sjálf til
að tala við Guð um þetta. Og fegin
fylgist ég með framkvæmdum í öðr-
um sóknum. Líka hugmyndum, sem
kannski verða að veruleika. Frá mín-
um bæjardyrum séð er margt að ger-
ast í kirkjunnni.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir