Víðförli - 15.07.1982, Blaðsíða 4

Víðförli - 15.07.1982, Blaðsíða 4
Bíllinn v° hansJesú „Hérna kemur bíllinn hans pabba, hérna kemur bíllinn hans afa, hérna kemur sjúkrabíllinn og þá kemur löggubíllinn á fleygiferð ..." Tómas ók bílunum sínum fram og aftur á stofuborðinu og talaði stöð- ugt við sjálfan sig. Sammi, stóri bróðir, kúrði sig í hægindastól og var niðursokkinn í að lesa bók. Það var ósköp rólegt og notalegt í húsinu þeirra. „Þarna kemur bíllinn hans frænda, þarna er verið að setja bensín á bílinn, sem pabbi hans Benna á ...“ hélt Tómas áfram. Það var ekki nóg með, að hann yrði að stjórna umferðinni á stofuborðinu með rögg- semi, heldur varð hann líka að finna bílstjóra fyrir hvern einasta bíl. Og nú versnaði í því, þar sem hann var búinn að telja upp bókstaflega alla, sem hann þekkti, en vantaði þó enn ökumann á einn bílinn. Allt í einu var sem Tómasi dytti snjallræði í hug. Hann tók bílinn og brunaði honum eftir borðinu, um leið og hann hrópaði: „Þarna kemur bíllinn hans Jesú, þarna kemur bíllinn hans Jesú ...“ Sammi leit upp úr bókinni og lagði hana síðan frá sér til að reyna að koma vitinu fyrir þennan litla, heimska bróður sinn. „Ertu alveg galinn, drengur," sagði hann. „Hvernig dettur þér í hug að segja annað eins? Að Jesús keyri í bíl! Hann er auðvitað uppi á himnum." Bræðurnir þrættu um þetta nokkra stund, þar til þeir voru komnir í hörkurifrildi. Mamma þeirra heyrði háværar raddirnar og flýtti sér inn í stofu til að athuga hvað væri eiginlega á seyði. „Er ekki Jesús uppi á himnum?" spurði Sammi með andköfum af ákafa. „ Jú, það er alveg rétt,“ svaraði mamma hans. „Sko, ég vissi, að ég hefði rétt fyrir mér,“ sagði Sammi. „Tommi litli er svo vitlaus að halda, að Jesús keyri um allt á rauðum fólksbíl. En það er kannski ekki von, að þessi litlu skinn viti mikið um svona hluti," bætti hann manna- lega við. Mamma varð hugsi á svipinn. Hún settist hjá drengjunum sínum. „Veistu það, Sammi," sagði hún, „að þið hafið báðir rétt fyrir ykkur. Jesús er á himnum, heima hjá Guði, en á sama tíma getur hann líka verið hér hjá okkur. Hann getur einnig verið hjá okkur, þegar við leik- um okkur að bílum. Við skiljum ekki, hvernig þetta er hægt, það er bara svona. Meira að segja fullorðið fólk getur ekki útskýrt það.“ Þetta voru aldeilis fréttir, sem Sammi þurfti að hugsa um í næði. Hann settist þess vegna í hægindastólinn með bókina sína og lét sem hann læsi. En raunverulega var hann að velta því fyrir sér, hvernig einhver gæti verið bæði á himnum og alls staðar annars staðar — og það á sama tíma! Mitt í þessum vangaveltum heyrði hann Tómas muldra: „Þarna kemur bíllinn hans pabba, hér er sjúkrabíllinn og þarna kemur bíllinn hans Jesú . ..“ Það glaðnaði yfir Samma, þegar hann hugsaði um, að einmitt nú gæti Jesús verið í stofunni þeirra. Að hugsa sér, ef það skyldi nú HUG- VEKJÆ Kristur sagði þessi orð í Fjallræðunni. Hann vill að við lærum af þeim lög- málum ogþeirrifegurð, semGuð hef- ur skapað lífi og jarðargróðri. Af grös- um og blómum má draga marga lær- dóma um andann. Guðmundur Friðjónsson skáld skrifaði: „Svo Guðs fegið getur ís- lenskt náttúrubarn orðið hvíta- sunnubata eða góðviðri þeirrar hátíð- ar, að það telur sér trú um, að heilag- ur andi sé kominn yfir landið. Þá taka eggjamæður á sig skrautklæði og verða gæddar söngröddum, sem eru hátíðlegar og ná hámarki sínu í þeim vormánuði, sem heitir harpa. Á næsta leyti fer fram Jónsmessa, þeg- ar sumarsólhvörf gerast fyrir tilstilli hulinnar handar, sem lyftir á víxl endum jarðar og gerir þá ýmist að- hverfa sól eða fráhverfa. Þessar frænkur hvítasunna og Jónsmessa geta látið börn gráta af gleði, ef þeim býður svo við að horfa.“ (Ritsafn VII.). Sá, sem gefur gaum að íslensku vori og sumri hlýtur fyrr eða síðar að lúta höfði í lotningu fyrir „föður ljós- anna" og „lífsins rósanna". í gegn- um dásemdir náttúrunnar skynjar maður anda Guðs og kemst í snert- ingu við almætti hans. „Sjáðu, þetta gerir mig trúaðan," sagði ferðalangur, sem ók um ís- lenska sveit í fegurð og sumar- skrúða. Hann var gripinn af þeirri tign og fegurð, sem Guð birtir mannsauganu í sköpunarverki sínu. Eitt sinn spurði landkönnuður og kristniboðinn David Livingstone kristinn blökkumann, hvernig hann vildi lýsa því, sem fælist í orðinu heil- agur andi. Eftir svolitla umhugsun sagði blökkumaðurinn: „Það rigndi vel í nótt. Engið, trén og búpeningur- inn fékk ærlegt bað. Sólin kemur upp. Á hverju grasstrái hangir regndropi. Loftið er hreint og tært. Þetta er það, sem orðið heilagur andi þýðir. “ Þú kemur, - fjallið klökknar, tárin renna, sjá klakatindinn roðna, glúpna, brenna. Kom Drottni lík, í makt og miklu veldi, með merkið sveipað guðdóms tign og eldi. (Úr 2. hefti Kristinna hugvekja, sem væntanlegt er á markaðinn innan tíðar).

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.