Bæjarins besta - 08.03.2017, Page 2
2 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017
Ritstjórnargrein
Þær eru svo litlar
og heimskar
Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740
Afgreiðsla og ritstjórn: Mánagötu 2, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is
Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir.
Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll
heimili á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
„Konur eru svo litlar og heimskar, auðvitað eiga þær ekki að fá
sömu laun og karlmenn“ sagði þingmaður í bandaríska þinginu, bara
í síðustu viku, ekki í byrjun síðustu aldar. Konur geta ekki trommað
og fá tónlistarverðlaun bara af því þær eru konur sagði ungur maður í
íslenska útvarpinu í vikunni. „Það er ekkert launamisrétti milli kynja“
segir dómsmálaráðherra og stöku þingmenn klappa í kórnum, gætu
rétt eins verið að staðfesta skoðun ráðherrans á að jörðin væri flöt.
Við getum ferðast bæði í tíma og rúmi og hvarvetna fengið staðfest
að jafnrétti hefur ekki náðst og áfram þarf að berjast. Það er launa-
misrétti, það eru færri konur í stjórnmálum, það eru eiginlega engar
konur að stjórna stórfyrirtækjum og enn bera konur mesta ábyrgð
á rekstri heimilis, um þetta þarf ekki að þræta.
Það eru núna hundrað ár síðan konur í Pétursborg fóru í verkfall 8.
mars til að krefjast betri kjara og friðar og þrátt fyrir mikla mótspyrnu
pólitískra afla héldu konurnar sínu striki. Fjórum dögum síðar sagði
keisarinn af sér og bráðabirgðastjórn veitti konum kosningarétt. Fjór-
um árum síðar eða árið 1921 ákvað Alþjóðasamband kommúnista að
samþykkja tillögu Clöru Zetkin að 8. mars yrði baráttudagur kvenna,
að Hitler skyldi síðan breyta þeim degi í alþjóðlegan mæðradag er
ákaflega táknrænt en upphafning móðurhlutverksins er áhrifaríkt
kúgunarverkfæri.
Taktu pláss, til tilbreytingar eru slagorð alþjóðabaráttudags kvenna
árið 2017 en dagurinn er haldinn hátíðlegur 8. mars ár hvert. Og hér
á Bæjarins besta var þetta tekið bókstaflega því í stað lítilfjörlegs
áttblöðungs kemur nú spikfeitt blað og það er fullt af konum, af
konum í atvinnurekstri. Og við komumst bara í tæri við lítinn hluta
þeirra kjarnakvenna sem reka sín eigin fyrirtæki hér á svæðinu.
Blaðið er stútfullt af fyrirmyndum, af sögum af konum sem þora
og það er ekki bara í íþróttum sem þörf er á fyrirmyndum. Framlag
kvenna til atvinnulífs er oft falið, fyrirtæki þeirra eru oft lítil, eins
og reyndar langstærstur hluti íslensks atvinnulífs en þeim gengur
almennt vel. Kærar þakkir konur fyrir að bregðast vel við óskum
okkar um greinar.
Við þurfum að ganga saman, upphefja bæði móður- og föðurhlut-
verk og taka sameiginlega ábyrgð á að fæða og klæða. Auðlindir
okkar felst ekki bara í jarðhita og fallvötnum, hún felst í okkur
sjálfum, orkunni í hverjum einstaklingi.
BS
Á dögunum opnaði Fjóla
Bjarnadóttir í Bolungarvík
heimasíðuna www.adstandandi.
is. Það verkefni þróaðist út frá
framhaldsnámi hennar í hjúkr-
unarfræði. Fjóla hafði lokið
diplomanámi í stjórnun innan
heilbrigðisþjónustu en það snýst
mikið um peningahliðina á kerf-
inu. Það var svo í meistaranámi
við Heilbrigðisvísindasvið HA í
öldrunarfræðum sem Fjóla fékk
mikinn áhuga á aðstandendum
og samskiptum þeirra við heil-
brigðisstarfsfólk, einnig sam-
skiptum á milli aðstandanda og
ástvina þeirra sem eru að missa
heilsuna, þurfa aukna aðstoð,
heimahjúkrun, leggjast inn á
hjúkrunarheimili o.s frv.
Því varð úr að gera heimasíðu
sem yrði miðlæg fyrir aðstand-
endur aldraðra, en síðan er styrkt
af Uppbyggingasjóði Vestfjarða.
Síðan geymir upplýsingar
tengdar því er nákominn einstakl-
ingur þarf á aðstoð að halda, það
getur reynst erfitt að vita hvert á
að hafa samband. Þetta geta verið
fyrirspurnir um allskyns kvilla,
til dæmis að nálgast göngugrind,
hjólastól, heimahjúkrun, lyfjatil-
tekt og margar upplýsingar sem
er erfitt að leita eftir þegar þú
veist ekki hvert á að leita.
Þessi þjónusta er í boði fyrir
aldraða á Íslandi, en upplýs-
ingarnar eru í dag á tugum eða
hundruðum staða víðsvegar um
netið, það getur reynst mikið torf
að komast í gegnum þann frum-
skóg. Samkvæmt niðurstöðu úr
þarfagreiningu sem Fjóla vann
í meistaranáminu er mikil þörf
meðal aðstandenda á upplýsinga-
gjöf sem þessari.
Fjöldi aldraðra og aðstand-
endur þeirra hefur fjölgað mikið
undanfarin ár og áratug og fyrir-
séð að þessi hópur muni stækka
mikið á næstu árum í takt við
breytta aldursdreifingu þjóðar-
innar. Mikil tækifæri liggja því
í að bjóða upp á slíka upplýs-
ingagjöf og sterk fyrirtæki eru
að bjóða þjónustu á þessum
markaði.
Nú hefur hið endanlega mark-
mið náðst, þ.e að opna fullbúinn
upplýsingavef fyrir aðstandendur
aldraða Íslendinga.
Aðstandandi, verkefni
sem hefur það markmið
að auka lífsgæði aldraðra
Einarhúsið í Bolungarvík
Þær Fjóla Bjarna og Anna
Björg Petersen eiga og reka
ásamt mönnum sínum, þeim
Benedikt Sigurðssyni og Magn-
úsi Pálma Örnólfssyni Einars-
húsið í Bolungarvík og Litla
Gistihúsið á Ísafirði. „Mikil
aukning er í ferðamannaiðnaðin-
um og í raun er hann rétt að byrja
hérna hjá okkur“ segir Fjóla og
henni finnst þetta skemmtilegt
verkefni og krefjandi.
Einarshúsið á sér mikla sögu,
þar er rekinn matsölustaður þar
sem lagt er upp úr fersku fiskmeti
beint úr faðmi hafsins og gisting
sem hefur mikið aðdráttarafl á
ferðamenn. Sögusýning er í hús-
inu ásamt merkilegum munum
sem gaman er að skoða.
Húsið á sér langa sögu harma
og hamingju. Eftir að hafa nánast
grotnað niður í svaðið hefur það
verið endurgert og er í dag rekið
sem gisti- og veitingahús, sem
stendur við smábátabryggjuna á
besta stað í bænum, þetta er stór-
merkilegt hús með mikla sögu.
Það var byggt 1904 af miklum
athafnamanni, Pétri Oddssyni
og konu hans, Guðnýju.
Pétur átti, vægast sagt, öm-
urlega ævi í húsinu vegna þess
að hann missti nánast alla fjöl-
skyldu sína úr berklum. Á 23 ára
tímabili fylgdi hann fjórtán líkum
frá þessu húsi. En það hefur tví-
skipta sögu harma og hamingju,
því eftir lát Péturs, flytur Einar
Guðfinnsson, sem flestum er af
góðu kunnur í húsið með sína
fjölskyldu, býr þar í um þrjátíu ár
og á þar góða ævi. Ferðamönnum
er sögð þessi saga, og þykir þeim
mikið til koma.
Yfir sumartímann er maður við
mann í Einarshúsi og er mark-
miðið að auka gegnumstreymið
yfir vetrartímann.
„Bolungarvík er svo falleg og
mikið að sjá og skoða. Við höfum
svo margt hérna upp á að bjóða.
Mér finnst við ekki eiga að vera
spéhrædd við að sýna það. Þegar
ég fer erlendis finnst mér ekkert
skemmtilegra en að sjá menningu
hvers staðar fyrir sig. Því sé ég
til dæmis laxeldið sem tækifæri
í ferðaþjónustu. Þar væri jafnvel
hægt að leyfa ferðamanninum
að taka þátt, fóðra eldið, borða
laxinn svo í Einarshúsi til dæmis“
segir Fjóla að lokum.
Fjóla Bjarnadóttir.
8. mars
Alþjóðlegur
baráttudagur
kvenna