Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.2017, Síða 8

Bæjarins besta - 08.03.2017, Síða 8
8 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 Þegar þetta er ritað þá er 1. mars árið 2017 en það er einmitt afmælisdagur verslunarinnar Jón og Gunnu og er verslunin 28 ára í dag. Það voru konur sem stofnuðu verslunina í upphafi og hefur hún alltaf verið rekin af konum. Hér verður farið yfir sögu verslunarinnar í nokkrum orðum. Verslunin Jón og Gunna var stofnuð 1. mars 1989 á Ísafirði af fjórum konum, frumkvöðlunum Svanlaugu Guðnadóttur og Ólöfu (Lóu) Veturliðadóttur sem þá áttu snyrtivöruverslunina Krismu og þeim Svanhildi Þórðardóttur og Herdísi Viggósdóttur sem ráku barnafataverslunina Legg og Skel. Ásta Svana Ingadóttir og Anna Guðrún Sigurðardóttir keyptu hlut frumkvöðlanna í versluninni árið 1998. Sigríður Jóna Sigurjónsdóttir keypti síð- an helmingshlut í versluninni þann 2. febrúar árið 2000 af Ástu Svönu og rak hana með Önnu Guðrúnu Sigurðardóttur til ársins 2007 þegar Sigríður Jóna festi kaup á öllum rekstrinum og rak verslunina ein frá þeim tíma til ársloka 2015, þegar eigendaskipti urðu og núverandi eigendur sem eru mæðgurnar Gyða Björg Jónsdóttir og Dagný Finnbjörnsdóttir. Fyrstu árin var verslunin stað- Á vordögum ætlar Guðrún Hanna Óskarsdóttir að opna lítið kaffihús að heimili sínu í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði, að hennar sögn einum fallegasta firði landsins. Á Kaffi Sól verður boðið upp á þjóðlegar veitingar eins og til dæmis hveitikökur með hangikjöti, rúgbrauð með reyktum rauðmaga, rjómapönnu- kökur og ýmislegt fleira. Kaffi Sól verður opið alla daga frá kl. 11:00 – 18:00 frá 15. maí til 1. október en eftir þann tíma verður tekið á móti hópum eftir pöntunum. Neðri-Breiðadalur er vel í sveit sett, stendur hátt undir Breiða- dalsstiga, einu svipmesta fjalli fjarðarins og með gríðarfallegt útsýni yfir Önundarfjörð, eins er bærinn nokkuð nálægt þjóð- veginum og því ekki úrleiðis að kíkja í kaffi og með‘í hjá Gunnu. Jón og Gunna verslun sett í útjaðri bæjarins, inni í Ljóni (þar sem Betra bak er nú) en hefur verið starfrækt í miðbæ Ísafjarðar frá desember 2003. Jón og Gunna verslun hefur haft gott orðspor enda hafa tryggir og ánægðir viðskiptavinir í gegnum tíðina getað verslað í heimabyggð vandaðan og vin- sælan fatnað fyrir bæði dömur og herra. Viðskiptavinir eru þó ekki eingöngu af heimasvæði heldur koma þeir frá öllum hornum landsins auk þess sem erlendir gestir sem dvalið hafa á svæðinu hafa notið þess að versla vandaða vöru og njóta góðrar þjónustu. Einnig hefur fyrirtækið unnið sér gott orðspor meðal birgja bæði innanlands og erlendis. Það má vel segja að Jón og Gunna verslun sé rótgróið kvennafyrirtæki í miðbæ Ísa- fjarðar með góða viðskiptavild, trygga viðskiptavini og tækifæri til vaxtar m.a. með tilkomu aukinnar vakningar fyrir versl- un í heimabyggð og aukinnar verslunar ferðamanna á svæðinu. Gyða Björg Jónsdóttir og Dagný Finnbjörnsdóttir. Kaffi Sól Guðrún Hanna Óskarsdóttir.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.