Bæjarins besta - 08.03.2017, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017
Ég og maðurinn minn, Ívar
Kristjánsson, vorum búin að vera
með þá hugmynd í nokkur ár að
opna okkar eigið gistiheimili.
Vorum búin að spyrjast fyrir
um einhver hús en lítið um svör.
Gerðar voru áætlanir en við
þorðum ekki að ganga alla leið.
Árið 2014 voru ákveðin tíma-
mót í lífi mínu er ég greindist
með krabbamein og gekkst
undir allar þær meðferðir sem
því fylgir. Eftir að að hafa klárað
það stóra verkefni með hjálp alls
þess frábæra fólks sem ég hef í
kringum mig var komið að því
að finna sér eitthvað að gera og
kannski ekki mikið um vinnu á
Flateyri á þeim tíma. Við hjónin
settumst niður við eldhúsborðið
heima hjá okkur í Litlabýli og
aftur kom þessi hugmynd um
að opna gistiheimili. Ég með
mínar brenndu og hálf vönkuðu
heilasellur gerði kostnaðaráætlun
og hóf leit að húsnæði, en til að
byrja með gekk það nú ekki vel.
En, að lokum fundum við hið
fullkomna hús en þá var ekki
hægt að fá leyfi fyrir að reka
gistiheimili í því. Ég get alveg
sagt að á þessum tímapunkti var
ég alveg við það að hætta við
þetta allt saman (enda var ferlið
farið taka lengri tíma en sjálf
krabbameinsmeðferðin). En þá
kom sú frábæra hugmynd að við
myndum gera Litlabýli (okkar
hús) að gistiheimili og bara flytja
okkur í annað hús. Ekki þurfti
að breyta miklu enda nýbúið að
taka mikið af Litlabýli í gegn,
heldur bara að koma okkur út
og gera klárt.
Litlabyli Guesthouse var svo
opnað í ágúst 2015 með fjórum
uppábúnum herbergjum með
morgunverði. Litlabyli er opið
allt árið og alla daga ársins.
Haustið var mjög rólegt og lítið
um bókanir, en svo gerðist eitt-
hvað þegar við vorum loksins
komin með meðaleinkunn á þeim
bókunarsíðum sem við erum á.
Við reyndum að nota tímann
meðan var rólegt og bæta við
herbergi með sérbaðherbergi fyr-
ir sumarið 2016. Sumarið 2016
gekk ótrúlega vel og við fengum
tæplega 700 skemmtilega gesti
sem skiluðu okkur frábærum
umsögnum, sem dæmi erum við
með einkunn uppá 9,3 á Booking,
5 af 5 á Tripadvisor og superhost
á Airbnb eftir árið 2016. Árið
2017 lítur út fyrir að vera enn
betra miðað við þær bókanir sem
nú þegar eru komnar.
Ásamt því að vera með gisti-
heimilið tókum við líka að okkur
tjaldsvæðið á Flateyri (bara
svona til að hafa eitthvað að gera)
og er það opið frá miðjum maí
og fram í endaðan september ef
veður leyfir.
Einnig erum við með gistingu
úti á Sæbóli á Ingjaldssandi undir
nafninu Sæból Farm þar sem
boðið er uppá gistingu yfir sumar
Að þora að
stíga skrefið
mánuðina í einstakri afskekktri
náttúru fjarri netsambandi og í
litlu farsímasambandi.
Ég er svo fegin að hafa loksins
þorað með hjálp mannsins míns
að taka þetta skref að láta gamlan
draum rætast. Starfið mitt er
ótrúlega fjölbreytt, gefandi og
ekki síður lærdómsríkt að heyra
frásagnir frá gestum um eitthvað
sem manni finnst hversdagslegt
en er þeim ómetanlegt og fallegt.
Þannig lærir maður að meta allt
það fallega sem við höfum í
kringum okkur hvort sem það er
landslag, veðrið eða fólkið.
Ég hvet allar þær konur sem
eru að veltast með eitthvað en
láta ekki verða að því, hvað er
það versta sem gæti gerst???
Jafnframt að búa sig undir að það
koma örugglega einhver nei og
gengur kannski ekki alveg eins
og í sögu að komast af stað, bara
ekki gefast upp.
Kristín Pétursdóttir
Litla byli Guesthouse
Snyrtistofan Mánagull í Bol-
ungarvík er rótgróið fyrirtæki
en það var stofnað 2. ágúst árið
2001. Eigandi og stofnandi er
Ragnhildur Helga Benedikts-
dóttir sem eftir stúdentspróf
frá Menntaskólanum á Ísafirði
árið 1993 fór suður í nám við
Förðunarskóla Íslands og í kjöl-
farið snyrtifræði við Fjölbraut-
arskólann í Breiðholti. Með
nýfædda dóttur og þriggja ára
son útskrifaðist svo Ragnhildur
með hæstu einkunn vorið 1999.
Eftir útskrift flutti fjölskyld-
an vestur og námssamningur
tekin í Snyrtihúsi Sóleyjar og
sveinsprófið í höfn í maí 2001
en meistaraprófið var komið í
hús ári síðar.
Rekstur Mánagulls hefur
gengið vel og státar af traust-
um og góðum viðskiptahópi
sem hefur farið ört stækkandi
með tilkomu Bolungarvíkur-
ganga. Ragnhildur segist ekki
hafa séð eftir því skrefi að
hefja eigin rekstur og vinnan sé
bæði skemmtileg og gefandi. Á
stofunni hafa starfað allmargir
snyrtifræðinemar og starfstúlkur
sem að mati forstjórans hafa allar
verið framúrskarandi starfsmenn.
Fyrir utan hefðbundna þjón-
ustu býður Mánagull upp á
hágæða snyrtivörur til sölu, til
dæmis Academie snyrtivörur
og var Mánagull söluhæsta
snyrtistofan í október í fyrra.
„Snyrtistofan Mánagull er
stór hluti í mínu lífi og vona ég
að svo megi vera lengi lengi í
viðbót. Ég hlakka til á hverjum
degi að koma í vinnuna og hitta
viðskiptavini mína“ segir Ragn-
hildur að lokum.
Snyrtistofan Mána-
gull í Bolungarvík
Kristín Pétursdóttir.
Ragnhildur Helga Benediktsdóttir.