Bæjarins besta - 08.03.2017, Page 16
16 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017
Miðtún 16
400 Ísafjörður
Eignin er skráð 265,3 fm. Húsið skiptist m.a. í stofu,
borðstofu, fimm rúmgóð herbergi og tvö baðherbergi.
Húsið er einstaklega vel staðsett. Stutt er í alla helstu
þjónustu s.s. verslanir, skóla og útivistarsvæði.
Verð 41 millj.
Andri Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
andri@eignamidlun.is
662 2705
Sverrir Kristinsson
Löggiltur fasteignasali
sverrir@eignamidlun.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA
Fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum
bílskúr við Miðtún á Ísafirði.
Sala fasteigna frá
588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík
OPIÐ HÚS
laugardaginn
11. mars milli
13:00-14:00
Fallegt
útsýni til austurs
út á fjörðinn
Borea Adventures er fyr-
irtæki sem einblínir á ævin-
týraferðamennsku á Ísafirði
og Hornströndum. Nanný
Arna Guðmundsdóttir er fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, sem
er í örum vexti og miklum metum
hjá ævintýraþyrstum ferðalöng-
um hvaðanæva af.
„Ævintýri Borea Adventures á
sér langa sögu og tengist fyrst og
fremst ástríðu okkar fyrir heima-
bænum Ísafirði og Hornströnd-
um, sem og útivistarævintýrum.
Ég hef svo auðvitað sérstaklega
sterkar taugar til Hornvíkur, en
ég á ættir að rekja þangað“, segir
Nanný og heldur áfram. „Amma
mín ólst þar upp og ég hafði heyrt
sögur þaðan alla tíð.“
Borea Adventures var stofnað
árið 2006 og Nanný talar um að
helsti hvatinn á bakvið stofnun
þess hafi verið sá að fyrstu
eigendur þess hafi lengi gengið
með þann draum í maganum að
geta komið á legg ævintýraferða-
mennsku fyrir vestan. „Við
vorum fullkomlega meðvituð
um hvaða möguleika þetta svæði
hefur upp á að bjóða, þegar
kemur að ævintýralegum áfanga-
stöðum. Fyrst og fremst þyrsti
okkur í að gefa fólki tækifæri á
að upplifa Vestfirði eins og við
heimamenn höfum gert alla tíð.
Vestfirðir hafa upp á svo margt
að bjóða, en við höfðum á þessum
tíma gert svo lítið í því.“ Nanný
bendir á að Vestfirðir séu ekki í
alfaraleið ferðamanna og að of
lítið hafi verið gert til að auka
ferðamannastrauminn hingað.
„Ég hef þekkt þetta stórbrotna
umhverfi frá blautu barnsbeini
og vissi að þarna væri tækifæri
sem væri ekki hægt að sleppa,“
segir Nanný og bætir við að
fyrirtækið hafi nú nýtt sér sér-
stöðu Vestfjarða, þ.e. að vera úr
alfaraleið. „Það er mikill kostur
í þeim mikla ferðamannaflaumi
sem hefur verið á Íslandi að
vera úr alfaraleið. Það er alltaf
ákveðinn hópur ferðamanna
sem er að leita að einhverju sem
er sérstæðara og ekki eins ásótt.
Við eigum að nota okkur það
til góðs.“
Nanný segir að við stofnun
fyrirtækisins, hafi aðal áherslan
verið á skútuferðir en fljótlega
bættust við styttri dagsferðir og
lengri ferðir þar sem gist var
í tjöldum, sem hentuðu fyrir
breiðan hóp fólks, sem og lengri
einkaleiðangrar til afskekktra
staða á norðurslóðum, eins og
til Hornvíkur, Grænlands og Jan
Mayen. „Í dag er fyrirtækið rekið
allan ársins hring, þó svo auðvit-
að séu ennþá ónýtt tækifæri yfir
vetrartímann og ásóknin mest á
sumrin,“ segir Nanný og heldur
áfram. „Fyrirtækið er alltaf að
auka umfang sitt og bíður nú upp
á fjölmargar ferðir í nágrenni Ísa-
fjarðar, sem og á Hornströndum.
Við tökum svo að okkur allskon-
ar sérferðir, sem teygja þá anga
sína víða um land og stundum út
fyrir landsteinana.“
Eitt af stærstu verkefnum
Borea Adventures hefur verið að
gera upp Kvíar, gamalt eyðibýli í
Jökulfjörðunum. Kvíar er hjartað
í mörgum ferða fyrirtækisins,
allan ársins hring. Yfir vetrartím-
ann eru vinsælustu ferðirnar refa-
ljósmyndaferðir og skíðaferðir.
Gönguferðir og kayakferðir hafa
átt vinninginn yfir sumartímann.
„Kvíar er verkefni sem okkur
þykir alveg ótrúlega vænt um
og við höfum lagt hjarta og sálu
okkar í,“ segir Nanný. „Þetta
hefur tekið langan tíma og ótrú-
lega vinnu, en nú sjáum við fyrir
endann á því og bjóðum upp á
dásamlegar ferðir í þetta ævin-
týralega hús á hjara veraldar.“
Hornvík hefur einnig verið
miðdepill í mörgum af vinsæl-
ustu ferðum Borea Adventures.
Aðdráttarafl Hornvíkur er
ólýsanlegt. „Þar komum við
upp grunnbúðum yfir sumar-
mánuðina, í góðu samstarfi
við landeigendur á svæðinu og
bjóðum fólki að koma í ferðir,“
segir Nanný, „þar er gist í fyrsta
flokks tjöldum, með beddum og
ýmsum þægindum, sem fólk á
kannski ekki endilega að venjast
í útilegum almennt.“
Bora Adventures leggur mikla
áherslu á umhverfið og allar
ferðirnar eru unnar með það að
markmiði að vera í fullu sam-
ræmi við náttúruna. „Við berum
mikla virðingu fyrir náttúrunni
og það skiptir okkur öllu máli
að skilja ekki eftir okkur nein
fótspor.“ Segir Nanný. „Megin-
markmið okkar er að ferðast
með litla hópa og skilja ekki eftir
okkur nein ummerki. Þetta er það
málefni sem brennur hvað mest
á mér, enda hef ég mikinn áhuga
á verndun náttúrunnar og sjálf-
bærni.“ Nanný bætir við að allt
nesti í ferðirnar sé útbúið á kaffi-
húsinu Bræðraborg, sem einmitt
er rekið af Borea Adventures.
„Við reynum að nota eins mikið
af hráefni frá svæðinu og hægt
er. Það hefur gefist mjög vel og
er ég mjög stolt af þeirri vinnu.“
„Rekstur Borea Adventures er
ómetanlegt ævintýri og ómæld
vinna,“ segir Nanný, „sem ekki
er unnin nema að baki búi ástríða
fyrir verkefninu. Eins og kjör-
orðin okkar lýsa kannski einna
best. Borea Adventures er ekki
bara fyrirtæki, heldur lífstíll.“
Ómetanlegt ævintýri
og ómæld vinna
Nanný Arna Guðmundsdóttir.