Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.2017, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 08.03.2017, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 Kristín Þórunn Helgadóttir er konan á bak við Fjöruperlur, skart sem unnið er úr klóþangi sem víða má finna í íslenskum fjörum en sennilega fáum hugkvæmst að úr þeim mætti gera skartgripi. Kristín Þórunn, sem iðulega er kölluð Giddý af vinum og vandamönnum, er Dýrfirðingur í húð og hár. Dóttir hjónanna Helga og Jónu í Alviðru þar sem hún fæddist og ólst upp í fimm systkina hópi. Hún flutti sig svo yfir til Þingeyrar þar sem hún býr með manni sínum Brynjari Kristín Þórunn og Fjöruperlurnar Gunnarssyni. Kristín segir að hún hafi varið miklum tíma í fjörunni í uppvextinum, hún hafi alltaf verið mikið náttúrubarn og farið eigin leiðir. Aðdragandann að fæðingu Fjöruperlnanna er að rekja til upphafs tíunda áratugarins eftir að Kristín, sem er mikil hand- verkskona, tók til við að höggva út í rekavið. Þá var hún oft í fjörunni við efniviðaröflun og þar var klóþangið: „Mér fannst það svo fallegt og langaði að búa til skart úr því. Í framhaldinu gerði ég mér hálsmen með einni kúlu, sem ég skartaði gjarnan. Fyrir tilviljun var mér svo nokkru síðar boðið að koma og skoða vinnu- stofu Georgs Hollanders heitins, sem þá var með Stubbasmiðjuna í Eyjafirði. Í heimsókninni var ég með klóþangshálsmenið góða og hann fór að spyrja úr hverju menið væri og þegar ég svaraði því að það væri úr klóþangi sagði hann að þetta væri verðlaunahug- mynd. Í framhaldinu réðst ég í að framleiða. Ég sótti um að fá að sýna á Handverki og hönnun árið 2010 og ég vissi að ef ég kæmist þar inn væri hugmyndin góð. Ég komst inn og hef verið þar á hverju ári síðan. Eins hef ég verið að handverkssýningunni á Hrafnagili síðan að ég byrjaði að framleiða.“ Fjöruperlurnar og handverk Kristínar hafa víða vakið eftirtekt fyrir gott handbragð og frumlega hugmynd og var hún til að mynda valin handverksmaður ársins árið 2014 á handverkssýningunni að Hrafnagili og sama ár var hún sæmd frumkvöðlaverðlaunum Ísafjarðarbæjar. „Náttúran er besti hönnuður- inn. Kúlurnar voru til staðar í fallegum litum. Ég þurfti bara að finna leið til að ná kúlunum úr þanginu. Það tók mig nokkur ár að þróa verkið áfram að því sem það er í dag og svo er nafnið Fjöruperlur fengið af því hvernig þangið er unnið í kúlur sem eru þá perlur úr fjörunni.“ Neyðin kennir naktri konu að spinna segir gamall íslenskur málsháttur sem enn heyrist reglulega. Sérstaklega þá ef aðstæður í lífinu knýja okkur stundum til að gera eitthvað sem við hefðum ekki annars gert. Kristín var í vinnu við Lands- bankann á Þingeyri og stundaði handverkið í hjáverkum, en svo lokaði Landsbankinn útibúinu og þá vantaði hana vinnu og tók hún Kristín Þórunn Helgadóttir. þá ákvörðun að setja enn meira púður í Fjöruperlurnar. Kristín segist fyrst og fremst líta á sig sem einstakling í rekstri og hafa þá bjargföstu trú að jafnt skuli fram komið við alla og hún vilji sjá launajafnrétti bundið í lög. Kristín fjárfesti í litlu húsi í Húsasmiðjunni, færanlegri hand- verkssölubúð, sem hún setti niður á Ísafjarðarhöfn síðasta sumar: „Ég ákvað að prófa að selja farþegum skemmtiferðaskipanna vörurnar og það gekk betur en ég hafði þorað að vona. Svo nú er ég bæði að höggva út í rekavið, sem og að vinna skartgripi úr klóþangi og ég stefni ótrauð á að mæta á bryggjuna aftur í vor.“

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.