Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.03.2017, Page 28

Bæjarins besta - 08.03.2017, Page 28
28 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 Að baki Klæðakoti standa þær Anna Jakobína Hinriksdótt- ir Hnífsdælingur og Halldóra Björk Norðdahl Ísfirðingur. Anna Jakobína er klæðskeri að mennt en Dóra Björk framleiðir Dórukots vörurnar. Í Klæðakoti reka þær alhliða hannyrða- og barnafataverslun og eru með saumaverkstæði þar sem Anna Jakobína sinnir fatabreytingum og viðgerðum og Dóra Björk framleiðir vörur sínar sem hún selur um allt land gegnum eigin netverslun, sem og í nokkrum verslunum. Fyrir 5 árum ákvað Dóra Björk að kanna á Ísafjarðar markaðnum hvort einhver væri til í að opna með sér saumastofu þar sem Dórukot framleiðslan var farin að taka full stóran hluta heimilisins. Anna Jakobína var snögg að svara og þær hittust strax daginn Klæðakot Anna Jakobína Hinriksdóttir og Halldóra Björk Norðdahl. eftir og voru komnar með hús- næði við Aðalstræti 17 í gömlu málarablokkinni innan mánaðar. Þar opnuðu þær saumastofu og litla vefnaðarvöruverslun 23. mars 2012. Þær stöllur festu svo kaup á húsnæðinu við Aðalstræti 27 og opnuðu þar 14. september 2014 undir merkjum Klæðakots, en fram að því hafði Dóra saumað undir merkjum Dórukots og Anna Jakobína undir merkjum Klæðis. Þegar í nýju verslunina var komið jókst vöruúrvalið heil ósköp. Þær bættu við garni og lopa, útsaum og öllum möguleg- um aukahlutum og hefur úrvalið aukist jafnt og þétt síðan þá. Síðasta haust bættu þær svo við barnafötum frá Joha fyrir 0–12 ára og í síðustu viku bættu þær enn við er þær opnuðu netversl- un þar sem finna má allar vörur verslunarinnar undir slóðinni http://klaedakot.is. Dóra og Anna Bína segjast aldrei hafa skilgreint sig neitt sérstaklega sem konur í atvinnu- rekstri, aðspurðar um hvað þær legðu áherslu á sem slíkar, heldur bara sem tvær manneskjur að reyna að reka fyrirtæki, þó þær segi vöruúrvalið sannanlega frekar kvenlægt. „Áherslur okkar hafa alltaf verið að bæta vöru- úrvalið í bænum. Við höfum forðast að taka inn vörur sem fást annarstaðar í bænum og frekar einbeitt okkur að því sem vantar og að vera með fjölbreytt úrval, til að gera bæinn okkar betri.“ Svanni veitir ábyrgðartryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu. Gerð er krafa um að verkefnð leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Unnt er að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta: • Markaðskostnaðar • Vöruþróunar • Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu. Lán skal að jafnaði ekki fara yfir 10.milljónir króna. Með umsókn skal skila eftirfarandi gögnum: • Viðskiptaáætlun • Fjárhagsáætlun • Endurgreiðsluáætlun • Staðfestingu á eignarhaldi fyrirtækis Allar nánari upplýsingar auk umsóknareyðublaðs má finna á heimasíðu verkefnisins www.atvinnumalkvenna.is og er umsóknarfrestur til og með 3.apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður verkefnisins í síma 531-7080 eða í netfangið asdis.gudmundsdottir@vmst.is Svanni - lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um ábyrgðartryggingar

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.