Bæjarins besta - 08.03.2017, Qupperneq 29
MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017 29
Sætt og salt er súkkulaðifram-
leiðsla í Súðavík sem framleiðir
dýrindis súkkulaði sem hefur
skotist upp á stjörnuhimininn og
þykir hin mesta munaðarvara.
Stofnandi og eigandi fyrirtæk-
isins er Elsa Borgarsdóttir, hún
kemur frá Ísafirði, þar sem hún
fæddist árið 1966. Hún hefur
komið víða við á lífsleiðinni,
til dæmis getið sér gott orð sem
hönnuður undir merkjum Ískeldu
og hefur hún einnig mikla og víð-
tæka reynslu úr matvælaiðnaði
og kom að bakarísrekstri í tæp
20 ár á, en hefur síðustu ár rekið
verslun og mötuneyti svo ýmis-
legt sé nefnt. Hún er nú búsett
í Súðavík ásamt eiginmanni og
börnum
Vorið 2015 hóf hún fram-
leiðslu á súkkulaði í Súðavík sem
byggði á uppskriftum frá fyrri tíð,
en þá bættust við saltflögur frá
Saltverki í Reykjanesi sem einnig
er í Súðavíkurhreppi. Fram-
leiðslan fékk vinnuheitið Sætt
& salt og hefur það verið skráð
hjá Einkaleyfastofu og stefnt er
að því að reksturinn verði gerður
að einkahlutafélagi á vordögum.
Verkefnið hefur verið á borði Ný-
sköpunarmiðstöð á annað ár og
segir Elsa að sá stuðningur hafi
verið henni ómetanlegur - ásamt
öllu því góða fólki sem hefur
Sætt og salt
komið að Sætt & Salt.
Sætt & Salt er handunnið
gæðasúkkulaði framleitt er af
alúð og vandvirkni í Súðavík og
er hjá fyrirtækinu lögð áhersla á
sjálfbærni og virðingu við samfé-
lagið og umhverfið. Súkkulaðið
er tilvalinn matarminjagripur,
en sú tegund minjagripa hefur
mikið sótt í sig veðrið síðustu
ár, jafnframt því sem það er
góð gjöf fyrir öll tækifæri. Í
dag framleiðir Sætt og salt þrjár
tegundir af dökku súkkulaði með
viðbættum fræjum, berjum og
saltflögum frá Saltverki. Síðan er
sérframleiðsla á hvítu súkkulaði
í tengslum við jól, páska og
haustið þar sem notuð eru fersk
aðalbláber í framleiðsluna og eru
nú á teikniborðinu fleiri tegundir
af Sætt & Salt súkkulaði.
Hugmyndin að súkkulaði-
framleiðslu vaknaði fyrst árið
2003 þegar ég byrjaði í Bak-
aríinu, heillaðist ég strax af
fjölbreytileika súkkulaðisins og
möguleikaum þess við fram-
leiðslu, ég drakk í mig allan
fróðleik og nýtti mér aðstöðu
mína. Blandan af Sætt & Salt
súkkulaði varð til á þessum árum
og leyndist hún í huga mér í
áratugi þar til hún vaknaði á ný
Reksturinn hefur vaxið og
vaxið að sögn Elsu. Í dag eru
sölustaðir orðnir hátt í 20 víða um
land og fer þeim fjölgandi. Elsa
segir markmiðið vera að skapa
Sætt & Salt sérstöðu sem gæða
matarminjagripur á vel völdum
söluaðilum, þar sem áhersla er
lögð á persónuleg tengsl við
hvern og einn, þar sem vörunni
er fylgt eftir.
„Í dag stend ég frammi fyrir því
að vera búin að sprengja utan af
mér húsnæðið og er næsta skref
að finna stærra. Draumurinn er
að geta sameinað framleiðsluna
og gæða kaffíhús þar sem boðið
verður uppá konfekt, súkkulaði
og aðrar vörur úr héraði.“ Segir
Elsa um næstu skref.
Aðspurð um hvað hún leggur
áherslu á við reksturinn segir Elsa
það vera vandvirkni, sjálfbærni
og að bjóða upp á fyrsta flokks
vöru, þar sem unnið er í samstarfi
og af virðingu við náungann:
„Oft er nú sagt að við konurnar
séu ekki nógu frakkar eða kaldar
að stökkva varðandi áhættur í
rekstri, hefur það verið okkur
stundum fjötur um fót. Ég hef
haft það að leiðarljósi að halda í
lestina en passa mig á að missa
ekki af henni. Að vera með skýra
mynd og áætlun varðandi hvert
skal stefna, stíga skrefin varfærn-
islega og leita ráða hjá þeim sem
vita betur.“
Elsa Borgarsdóttir.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
hefur rekið starfsstöð á Ísafirði
frá árinu 2007. Á starfsstöðinni
hafa Sigríður Ó. Kristjánsdóttir
og Arna Lára Jónsdóttir starfað
saman frá upphafi en Þórarinn
Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson
verkefnisstjóri Fab Lab hefur
starfað hjá Nýsköpunarmiðstöð
frá árinu 2014.
Þar sem blaðið nú er tileinkað
konum mun áhersla vera lögð
á þau verkefni Nýsköpunar-
miðstöðvar sem einkum henta
þeim. Sú þjónusta sem ávallt er
í boði hér á Ísafirði er leiðsögn
eða handleiðsla. Leiðsögn er
einstaklingsmiðuð þjónusta sem
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
veitir frumkvöðlum endurgjalds-
laust meðal annars við þróun
viðskipta- og vöruhugmynda,
stofnun og rekstur fyrirtækis,
gerð viðskiptaáætlana, leit að
samstarfsaðilum og styrki og
fjármögnun. Leiðsögn er veitt
á staðnum, gegnum síma og í
auknum mæli um netið með
aðstoð fundabúnaðar.
Um langt skeið hefur Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands boðið
upp á sérstök námskeið ætluð
konum sem eru með viðskipta-
hugmynd og vilja hrinda henni
í framkvæmd, Brautargengi.
Brautargengi er námskeið sem
er sniðið sérstaklega að þörfum
kvenna sem vilja hrinda við-
skiptahugmynd í framkvæmd
og hefja eigin rekstur og kvenna
sem eru þegar í atvinnurekstri og
vilja auka rekstrarþekkingu sína.
Námskeiðin hafa verið haldin í
Reykjavík frá árinu 1997 og frá
2003 einnig á landsbyggðunum.
Ríflega 1200 konur hafa sótt
þessi námskeið frá upphafi.
Markmiðið með Brautargengi
er að styðja konur til framgangs
í rekstri fyrirtækja. Meginskil-
yrði eru að þátttakandi hafi
viðskiptahugmynd til að vinna
með, sé að hefja rekstur eða sé nú
þegar í rekstri og að þátttakandi
skuldbindi sig til þess að vinna
að gerð viðskiptaáætlunar sinnar.
Á námskeiðinu ljúka þátt-
takendur við vinnu að eigin
viðskiptaáætlun og öðlast þekk-
ingu á grundvallaratriðum við
stofnun fyrirtækis og fái hagnýta
þekkingu á þáttum sem lúta að
fyrirtækjarekstri s.s. markaðs-
málum, fjármálum og stjórnun.
Kennslufyrirkomulagið er í
formi fyrirlestra, verkefnavinnu
og heimavinnu. Þátttakendur fá
einnig leiðsögn hjá starfsmönn-
um Impru á Nýsköpunarmiðstöð.
Brautargengi er 90 kennslu-
stunda námskeið sem kennt er
einu sinni í viku í 4 klst. í senn,
samtals í 15 vikur.
Námskeiðið er haldið tvisvar
á ári í Reykjavík, á haust og vor-
önn. Eitt námskeið á ári er haldið
á Akureyri og svo erum við á
öðrum stöðum á landsbyggðinni
á vorin. Síðasta vor var haldið
námskeið á Egilsstöðum og
hófst námskeið á Sauðárkróki
1. febrúar sl. Á Vestfjörðum hafa
verið haldin Brautargengisnám-
skeið á Ísafirði, Patreksfirði og
Hólmavík.
Frá árinu 2013 hefur Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands í samstarfi
við Menntaskólann á Ísafirði
og sveitarfélögin á norðan-
verðum Vestfjörðum rekið Fab
Lab smiðju sem er til húsa í
Menntaskólanum á Ísafirði.
Fab Lab smiðjan er stafræn
smiðja með tækjum og tólum til
að búa til nánast hvað sem er.
Fab Lab smiðjan gefur ungum
sem öldnum, einstaklingum og
fyrirtækjum, konum og körlum
tækifæri til að þjálfa sköpunar-
gáfuna og hrinda hugmyndum
Konur í nýsköpun
sínum í framkvæmd með því að
hanna, móta og framleiða hluti
með aðstoð stafrænnar tækni.
Starfsmenn Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands á Ísafirði og
um allt land eru ávallt tilbúnir
að aðstoða við framgang við-
skiptahugmynda. Við bjóðum
Vestfirska frumkvöðla velkomna
á skrifstofuna okkar í Vestra-
húsinu og Fab Lab smiðjuna í
Menntaskólanum.
Arna, Sirrý og Þórarinn
Verkefnastjórar hjá Impru á
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Fab Lab smiðjan er í Menntaskólanum á Ísafirði.