Bæjarins besta - 08.03.2017, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUdagUr 8. MARS 2017
Haldið hefur verið upp á
alþjóðlegan baráttudag kvenna
8. mars í 106 ár. Ef eitthvað er,
hefur mikilvægi þessa dags auk-
ist undanfarin ár ekki síst vegna
þess hve sótt er að réttindum
kvenna víða um heim. Vax-
andi bókstafstrú, hægriöfgar,
stríðsátök o.fl. beinist m.a. gegn
réttindum kvenna. Því er mikil-
vægt að sýna samstöðu, skerpa á
baráttumálunum og styðja mann-
réttindabaráttu um allan heim.
Ísland hefur verið í efsta sæti
jafnréttislista World Economic
Forum undanfarin átta ár. Það
þýðir að bilið milli kvenna og
karla er minnst hér á landi miðað
við þær mælingar sem listinn
byggist á. Það þýðir ekki að hér
sé jafnréttinu náð og að óhætt sé
að halla sér aftur á bak í stólnum
og dæsa. Síður en svo. Það hefur
verið afar athyglisvert að fylgjast
með umræðum um launamisrétti
kynjanna að undanförnu. Allt í
einu kemur fram hópur fólks sem
neitar því að hér sé launamisrétti .
Fjöldamargar kannanir sýna
fram á launamisrétti þó að búið
sé að reikna inn menntun, vinnu-
tíma, starfsreynslu o.fl. Launa-
munurinn mælist allt frá 5% upp í
17% eftir því hvernig reiknað er.
Það er líka hægt að skoða launa-
muninn á annan hátt, með því
að skoða heildarlaun. Hvernig
stendur á því að konur hafa um
70% af heildarlaunum karla?
Hvaða sögu segir það okkur um
mat á störfum, hlutastörf, ólaun-
aða vinnu á heimilum, ábyrgð á
börnum og ættingjum, lífsgæði
karla og kvenna? Af hverju eru
konur enn í þessari stöðu? Vilja
karlar endilega vinna yfirvinnu?
Vilja karlar ekki hafa tíma fyrir
fjölskyldu sína og hugsa vel um
heilsuna? Þurfum við ekki að
breyta umræðunni og horfa á
heildarmyndina?
Málefnin eru ótal fleiri. Jafn-
réttisfræðslu á öllum skólastigum
þarf að efla og beina sjónum að
jafnréttisuppeldi laust við bláu og
bleiku staðalmyndirnar. Forystan
í atvinnulífinu er enn ótrúlega
karllæg þrátt fyrir kynjakvóta
í stóru fyrirtækjunum. Þar er
svo sannarlega verk að vinna.
Menningin og listirnar eru líka
mjög karllægar, sbr. kvikmynda-
iðnaðinn okkar. Við þurfum að
beina sjónum að stöðu ýmissa
hópa eins og fatlaðra og fólks
af erlendum uppruna sem er því
miður mismunað á margvíslegan
hátt. Að ekki sé minnst á kyn-
bundið ofbeldi, hatursorðræðu
og hrelliklám (og annað klám)
þar sem er svo sannarlega verk
að vinna.
Það er eftir svo miklu að slægj-
ast fyrir samfélagið að koma á
kynjajafnrétti og jafnrétti fyrir
alla. Betri líðan, meiri lífsgæði,
betri nýting á mannauðnum,
meiri samkeppnishæfni, meira
réttlæti og vonandi meiri jöfn-
uður. Þetta á ekki síst við um
landsbyggðirnar. Víða á norð-
urhveli jarðar er þróunin sú
að konurnar fara í burtu til að
mennta sig og snúa ekki til baka
vegna karlrembu og einhæfni í
atvinnulífinu. Nokkuð sem við
þurfum að gefa gaum. Takið þátt í
baráttu dagsins, beitið ykkur hvar
sem hægt er. Stöndum vörð um
kynjajafnréttið.
Kristín Ástgeirsdóttir
Horfum á heildarmyndina
Kristín Ástgeirsdóttir.