Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.1996, Page 12

Bæjarins besta - 10.01.1996, Page 12
Búsáhöld og gjafavörur Verkfæri á frábæru veröi <$**■!!% ísafjörður Gleði á Hlíf Síðastliðinn sunnudagkl. 15, efndu Kiwanismenn á Isafirði til sinnar árlegu Þrettándagleði á Hlíf, dvalarheimili aldraðra á Isafirði. Skemmtunin, sem nú var haldin í 20. skipti, sóttu um eitt hundrað íbúar á Hlíf og var góður rómur gerður af þeim skemmtiatriðum sem boðið var upp á. Meðal annars sungu tvær ungar stúlkur nokkur lög, aðrar tvær léku saman á fiðlu auk þess sem boðið var upp á ljóða- lestur og fleira. Þrettándagleði íbúa á Hlíf lauk síðan með dansi um kl. 18.30. ísafjörður Orri á sjó í næstu viku Að undanfömu hafa staðið yfir aðalvélarskipti á tog- aranum Orra frá Isafirði, en vél skipsins skemmdist mikið er skipið var að veiðum fyrir áramótin. Að sögn Hans W. Haralds- sonar hjá Norðurtanganum, ganga aðalvélaskiptin vel og er ráðgert að skipið geti haldið til veiða í næstu viku. I gærdag voru tveir franskir sérfræð- ingar væntanlegir til bæjarins til að yfirfara vélina, stilla og prófa og reiknaði Hans með að þeirri vinnu lyki um næstu helgi. I næstu viku fer Guðbjartur í slipp í Reykjavík og verður hann þá afhentur nýjum eig- endum frá Noregi. Þingeyrí Sléttanesið í öðru sæti Aflahæstu íslensku skipin í Smugunni veiddu á árinu 1995 allt upp í sexfaldan þorskkvóta sinn á Islandsmiðum. Afla- hæsta skipið í Smugunni á síðasta ári var Akureyrin EA með 2.256 tonn, en þorskkvóti skipsins á Islandsmiðum er 873 tonn óslægt. I öðru sæti var frystitogarinn Sléttanes frá Þingeyri sem veiddi samtals 2.110 tonn í Smugunni, en þorskkvóti þess hér heima er 734 tonn miðað við óslægðan fisk. Alls sóttu 48 skip afla í Smuguna en frá upphafi Smuguveiða haustið 1993 hafa 82 skip tekið þátt í þessum veiðum og dregið rúm- lega 80 þúsund tonn úr sjó. S/éttanes ÍS. Áhöfn skipsins fékk nýiega viðurkenningu fyrir sérvinnsiu á afurðum á Evrópumarkað. Viðurkenning fyrir sérvinnsiu á Evrópumarkað Áhöfnin á Sléttanesinu heiðruð Nýlega fékk áhöfnin á árifráíslenskumsjávarafurðum. fyrir framangreinda sérvinnslu viðurkenningu að ræða fyrir Sléttanesi ÍS frá Þingeyri Viðurkenningin er bæði fyrir sem aftur hefur skilað sér í áhöfnskipsinssemskilarsérí viðurkenningu fyrir sérvinn- magn og gæði en áhöfnin hefur þessari viðurkenningu auk hærra áframhaldandi samningum. slu á Evrópumarkað ásíðasta lagt sérstaka áherslu á að vinna afurðaverðs. Hér er um mikla Brotist inn á sfmaiínuna hjá sveitarstjóranum Hringt oft og lengi í símatorg - „símareikningarnir heima hafa verið óeðlilega háir undanfarin tvö ár og því mun ég krefjast lækkunar á þeim,” segir Júnas Ólafsson, sveitarstjúri Sveitarstjórinn á Þingeyri, Jónas Olafsson, hefur lagt fram kvörtun til Pósts og síma vegna óeðlilega hás reiknings á einka- síma sínum 456-8150, en hann nam um 20 þúsundum króna á síðasta tímabili, á sama tíma og sveitarstjórinn var að mestu að heiman vegna sumarleyfa. Athugun Pósts og síma hefur leitt í ljós að „brotist hefur verið inn” á símalínu sveitar- stjórans í gegnum tengibox utan við heimili notandans og síðan hringt á hans kostnað í símatorg og talað oft og lengi. Yfirverkfræðingur Pósts og síma hefur látið hafa eftir sér að reikningur Jónasar fyrir um- rætt tímabil verði lækkaður og að málinu verði ekki vísað til lögreglurannsóknar þar sem ekki eru taldar lfkur á að sannað verði hver var að verki. „Að mínu áliti hefur þetta staðið yfir um tveggja ára skeið. Ég borga nú af 15 símum, heima og í vinnunni en heimareikningurinn hefur verið óeðlilega hár undanfarin ár. Ég er búinn vera að skamma konuna mína fyrir hvað hún talaði mikið en hún sagðist al- saklaus og nú þegar komið er í ljós að einhver draugur hefur verið á línunni, verð ég að sjálf- sögðu að biðja hana afsökunar á sköntmum mínum. Það tíma- bil sent síðasti reikningur nær yfir, vorum við hjónin að stórum hluta erlendis og því gat reikningurinn ekki staðist. Ég bað um skýringu á reikn- ingnunt og þegar hún kont, kom hið rétta í ljós. Ég mun að sjálfsögðu krefjast þess að reikningar síðustu tveggja ára verði teknir til skoðunar og lækkunar,” sagði Jónas Olafs- son í samtali við blaðið. Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri. Y firverkfræðingur Pósts og síma taldi nánast víst að sá sem hefði misnotað sím- ann í þessu tilviki væri annar notandi á Þing- eyri en Jónas taldi ó- varlegt að halda því fram án frekari rann- sóknar. „Ég hef ekki fengið neina leiðrétt- ingu ennþá en hún kemur vonandi. Þetta hefur haldið áfram fram á þennan dag en þeir hjá Pósti og síma eru vonandi búnir að loka fyrir þetta. Mér finnst varasamt að segja að þetta eigi sér stað hér heima en ef svo er verða þeir að upplýsa það. Þetta er leið- indamál sem stofnunin verður að finna lausn á,” sagði Jónas. ísafjörður Híu mill- júna Audi Fyrsti vinningur í áramóta- útdrætti Happdrættis Háskóla Islands sem dreginn var út á gamlársdag kom á seldan miða á Isafirði. Vinningurinn sem er bifreið að gerðinni Audi A8 að verð- mæti 9,4 milljónir króna verður afhentur í Reykjavík síðar í mánuðinum. Vinningshafinn vill ekki láta nafns síns getið. Fiateyri JEgir í veik- indaleyíi Ægir Hafberg sem gegnt hefur starfi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Önundarfjarðar hefur fengið leyfi frá störfum vegna veikinda og verður hann frá vinnu fram í maí nk. A meðan mun Steinar Guð- mundsson, stjórnarformaður sparisjóðsins gegna embættinu en við embætti stjórnarfor- manns tók Garðar Þorsteins- son. ísafjörður Breytingar hjá Póls Skipulagsbreytingar munu vera á döfinni hjá rafeinda- fyrirtækinu Póls-rafeinda- vörum hf., á Isafirði og munu þær taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins munu helstu breyt- ingarnar verða þær að nýr framkvæmdastjóri verður ráð- inn og hefur nafn Arnar Ingólfs verið nefnt í því sambandi. Guðmundur Marinósson, sem gegnt hefur stöðunni mun því vera á förum frá fyrirtækinu. ísafjörður Jafntefli Handknattsleikslið Boltafélags Isafjarðar tók á móti Armanni í 2. deildinni í handknattleik í íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardaginn. Leiknum sem var mjög jafn og spennandi iyktaði með jafn- tefli. 28-28. Markahæstir í liði BI voru þeir Jakob Jónsson með 11 mörk, Guðjón Rúnars- son með 5 mörk og Sveinn Guðjónsson með 4 mörk.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.