Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 2
A/agningarskrár sveitarféiagaí Vestfjaröaumdæmi Hver verður viðbúnaður lögreglu um verslunar- manna- helgina? Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn. „Gæslan verður með hefðbundnu sniði líkt og um fyrri verslunar- mannahelgar. Það er yfirleitt ekki mikið að gera um þessa helgi. Það eru engar skipulagðar úti- hátíðir í ísafjarðarbæ en það verða sendir bílar með áhöfn út á þjóð- vegina dagana fyrir og eftirhelgina." 1/erslunarmannahelgin, aðalferðahelgi sumars- ins, erá næstu grösum. Að venju er búist við mikiiii umferð á þjóð- vegum iandsins, enda mikið um hátíðahöid og skemmtanirum landallt. Vestfírðingariáta ekkisitt eftir iiggja, en ýmisiegt verðurí boði tiiskemmt- unar og dægradvaiar víða á Vestfjörðum. Hvað ætlar þú aö gera um helgina? Hrafn Snorrason, starfsmaóur Bóka- verslunar Jónasar Tómassonar. ,, Ég ætla að hjóla (Amar- firði, fara út í Flatey í Breiðafirði og svo var í athugun að fara á skíði á Snæfellsjökli. Það fer bara eftir veðri og vind- um hvernig þettaverður alltsaman. Bíllinnverður a.m.k. skrautlegur, en það verða hjól aftan á honum og gönguskíði og svigskíði á toppnum." Sparisftðar Botangarmur graðir hæstu heildargikl Ifigaðila priija árH I rðð - Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjúri á ísafirði ber hæstu álagningu einstaklinga Álagningarskrár sveitarfél- • aga í Vestfjarðaumdæmi árið 1996, vegna tekna og eigna . ársins 1995, voru lagðar fram í ■ gær, þriðjudag. Samkvæmt • álagningarskránum nema heildargjöld einstaklinga 1 , umdæminu kr. 2.055.085. þús., • sem er lækkun upp á rúntar 2,3 milljónir króna frá fyrra ári. . Álagningin hvílir á 6.619 • einstaklingum sem er fækkun ' um 307 einstaklinga frá fyrra ári, en þá hvíldi álagningin á . 6.926 einstaklingum. Árið þar • á undan hvíldi álagningin á ' 7.070 einstaklingum og hefur . því gjaldendum 1 umdæminu • fækkað um 451 á síðustu • þremurárum. Hæstugjaldaliðir einstaklinga eru tekjuskattur, . kr. 1.125.514. þús. og útsvar • kr. 808.243. þús. Barnabóta- auki nemur samtals kr. 62.075 . þús., og vaxtabætur nema alls • kr. 55.061. þús. Hæstu heildargjöld einstakl- . inga bera að þessu sinni eftir- • taldir einstaklingar: I fyrsta • sæti er Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri á Isafirði, . með kr. 4.817.708. í öðru sæti • er Friðgeir Höskuldsson, skip- stjóri á Drangsnesi með kr. . 4.633.905. 1 þriðja sæti er Örn . Stefánsson, skipstjóri á Isafirði ' meðkr. 4.360.683. ífjórðasæti er Jón Björgvin G. Jónsson. , læknir á Patreksfirði með kr. • 3.876.315., og í fimmta sæti er Ásbjörn Sveinsson, lyfsali á . ísafirði með kr. 3.799.565. í • sjötta sæti er Guðbjartur Ás- ’ geirsson, skipstjóri á ísafirði . með kr. 3.371.752. f sjöunda . sæti er Tryggvi Guðmundsson, • sjómaður á Isafirði með kr. 3.097.070. í áttunda sæti er . Þorsteinn Jóhannesson, yfir- • læknir á ísafirði með kr. • 3.016.278. í níunda sæti er Þor- . steinn Jónsson, skipstjóri á Pat- • reksfirði með kr. 2.902.559., • og í tíunda sæti er Kristján Haraldsson, orkubússtjóri á . ísafirði með kr. 2.773.754. Þeir • Friðgeir Höskuldsson, Örn Stefánsson, Tryggvi Guð- mundsson, Þorsteinn Jónsson • og Kristján Haraldsson voru ’ ekki á lista yfir hæstu greið- endur einstaklinga á síðasta ári. Skipstjúrinn greiðir hæstan tekjuskatt Örn Stefánsson, skipstjóri á . rækjuskipinu Skutli ÍS-180 . greiðir hæstan tekjuskatt ein- • staklinga að þessu sinni, kr. 2.954.596., 1 öðru sæti er Friðgeir Höskuldsson með kr. 2.845.799., og 1 þriðja sæti er Jón Björgvin G. Jónsson á Pat- reksfirði rneð kr. 2.704.388. Tryggvi Tryggvason á ísafirði greiðir fjórða hæsta tekjuskatt einstaklinga, kr. 2.561.457., Guðbjartur Ásgeirsson, ísafirði kemur næstur með kr. 2.318.504., þá Þorsteinn Jó- hannesson á Isafirði með kr. 2.081.850., og Tryggvi Guð- mundsson, ísafirði, er í sjöunda sæti með kr. 2.054.904. Átt- unda hæsta tekjuskatt einstakl- inga greiðir Þorsteinn Jónsson, Patreksfirði, kr. 2.028.234., ní- unda hæsta, Kristján Haralds- son, ísafirði, kr. 2.007.822., og Ásbjörn Sveinsson, Isafirði er í tíunda sæti nteð kr. 1.808.402. Örn Stefánsson greiðir einn- ig hæstu álagningu útsvars, kr. 958.378., næstur kemur Frið- geir Höskuldsson með kr. 940.810., og þá Jón Björgvin G. Jónsson nteð kr. 866.791. Fjórðu hæstu álagningu útsvars greiðir Guðbjartur Ásgeirsson, kr. 823.683., þá kemur Tryggvi Tryggvason með kr. 783.831., og Þorsteinn Jónsson með kr. 710.106. Sjöundu hæstu álagn- ingu útsvars greiðir Tryggvi Guðntundsson, kr. 691.539., áttundu hæstu Þorsteinn Jó- hannesson, kr. 664.390., ní- undu hæstu, Kristján Haralds- son, kr. 648.286., og tíundu hæstu álagningu útsvars greiðir Ásbjörn Sveinsson.kr. 577.110. Kristinn ber hæsta eignaskattinn Kristinn Friðþjófsson, for- stjóri á Patreksfirði ber hæstu álagningu eignarskatts ein- staklinga samkvæmt álagning- arskránum og veltir hann Ruth Tryggvason, framkvæmda- stjóra á Isafirði úr fyrsta sætinu. Eignarskattur Kristins er kr. 512.057 en Ruth Tryggvason kemur næst með kr. 298.520. Þá kemur Hansína Einarsdóttir, ísafirði með kr. 178.993. þá Guðmundur Halldórsson, Kaldrananeshreppi með kr. 170.405 og fimmta hæsta eignarskattinn greiðir Aðal- björn Jóakintsson, Hnífsdai, kr. 149.034. Hæstu álagningu tryggingar- gjalds einstaklinga ber Tryggvi Tryggvason, ísafirði, kr. 1.260.838. í öðru sæti er Ás- björn Sveinsson, ísafirði með kr. 1.096.994. þá kemur Haf- steinn Vilhjálmsson, ísafirði með kr. 669.100, þá Gunnar Jónsson, Isafirði með kr. 593.715 og Steinþór Friðriks- son, veitingamaður á Isafirði greiðir fimmta hæsta trygg- ingargjald einstaklinga, kr. 589.467. Hæstu álagningu markaðs- gjalds einstaklinga ber Haf- steinn Vilhjálmsson, Isafirði, kr. 21.077, Einar Guðmunds- son, Bolungarvík er í öðru sæti nteð kr. 13.724, þá kemur Ásbjörn Sveinsson. Isafirði með kr. 1 1.714, þá Leit Hall- dórsson, Patreksfirði með kr. 10.166 og T ry ggv i T rygg vason, ísafirði greiðir fimmtu hæstu álagningu markaðsgjalds ein- staklinga, kr. 9.646. Sparisjóður Bolungarvíkur hæsti gjaldandi lögaðila Heildargjöld lögaðila (fél- aga) nema samtals kr. 423.533 þús., á nióti kr. 393.611 þús. árið áður. Hæsta gjaldategund lögaðila er tryggingargjald. staðgreiðsluskylt, kr. 277.510 þús., en sú fjárhæð nam á árinu á undan kr. 255.692 þús. Hæstu álagningu lögaðila ber sem fyrr Sparisjóður Bol- ungarvíkur, kr. 20.632.996. Þá kemur ísafjarðarkaupstaður meðkr. 15.426.049, þáörkubú Vestfjarða með kr. 12.309.814, þá Hrönn hf„ á ísafirði, kr. 10.325.899 og fimmtu hæstu gjöld lögaðila greiðir Fjórð- ungssjúkrahúsið á Isafirði, kr. 9.147.506. íshúsfélag ísfirð- inga hf„ greiðir sjöttu hæstu gjöldin, kr. 8.939.873, þá kemur Bakki hf„ Hnífsdal með kr. 8.310.288, þá Gunnvör hf„ á ísafirði ineð kr. 8.132.732. þá Hraðfrystihúsið Norður- tangi hf„ á Isafirði með kr. 7.745.670 og tíundu hæstu álagninau lögaðila ber Sandfell hf„ á ísafirðk kr. 7.139.999. Sparisjóður Bolungarvíkur er eina félagið sem enn er á lista yfir fimm hæstu gjald- endur lögaðila frá síðasta ári. Sandfell hf„ sent er í tíunda sæti í ár, var í öðru sæti á síðasta ári en út af listanum eru farin, ísfang hf„ á Isafirði, Miðfell hf., 1 Hnífsdal og Búðanes hf„ á Isafirði. Líkt og síðustu tvö ár, ber Sparisjóður Bolungarvíkur hæstu álagningu tekjuskatts lögaðila, kr. 14.361.444. í öðru sæti er Þrymur hf„ vélsmiðja á ísafirði með kr. 5.268.459, 1 þriðja sæti er Hraðfrystihús Tálknafjarðar ineð kr. 4.865.424, í fjórða sæti er Sandfell hf„ á Isafirði með kr. 4.632.685 og Nökkvi sf„ á Isafirði greiðir fimmtu hæstu álagningu tekjuskatts að þessu sinni, kr. 2.357.500. Fiskverk- unin Leiti hf„ í Hnífsdal er 1 sjötta sæti með kr. 2.291.832, þá kemur Búðanes ehf„ á ísafirði með kr. 2.138.724, þá Kjöt og Fiskur ehf„ á Patreks- firði með kr. 2.036.736, þá Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík með kr. 1.945.658 og í tíunda sæti er Ebeneser Þórarinsson hf„ á ísafirði nteð kr. 1.562.986. ísafjarðarkaupstaður greiðir hæstu tryggingargjnldin Isafjarðarkaupstaður ber hæstu álagningu tryggingar- gjalds lögaðila kr. 15.413.703. I öðru sæti er Orkubú Vest- fjarða með kr. 12.309.814, þá kemur Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði með kr. 9.147.506, þá íshúsfélag ísfirðinga hf„ með kr. 8.728.632 og Hraðfrysti- húsið Norðurtangi hf„ á ísa- firði, sem greiðir kr. 7.542.942. Sparisjóður Bolungarvíkur ber hæsta álagningu eignar- skatts lögaðila, kr. 3.850.991. í öðru sæti er Hraðfrystihúsið hf„ í Hnífsdal með kr. Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri á ísafirði greiðir hæstu áiagningu einstakiinga í ár. 2.889.765. þá Hrönn hf„ á ísafirði með kr. 2.709.819, þá Gunnvör hf„ á Isafirði með kr. 1.820.161 og Vestri hf„ á ísafirði ber fimmtu hæstu álagningu eignarskatts lögað- ila, kr. 1.014.912. Bakki hf„ 1 Hnífsdal ber hæstu álagningu markaðsgjalds lögaðila, kr. 432.014. í öðru sæti er Frosti hf„ í Súðavík með kr. 273.433, þá kemur Fáfnir hf„ á Þingeyri með kr. 232.328. þá íshúsfélag ísfirð- inga hf„ með kr. 211.241 og Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf„ á ísafirði er í fimmta sæti með kr. 202.728. Sparisjóður Boiungarvíkur ber hæstu áiagningu iögaðiia á Vestfjörðum í ár iíkt og st. tvö ár. Vestfjarðagöng Opnuð í kvöld Jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiðar verða opin fyrir almenna umferð frá og með kl. 20:00 í kvöld. miðvikudagskvöld til þriðjudagsins 6. ágúst. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar, þar sent vegsvæðið er ekki frágengið. Hámarkshraði ígöngunumer50km/klst.ogmun lögreglan hafa sérstakt eftirlit vegna þess. 2 MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.