Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 7
telja vera ein af ástæðunum fyrir slökum árangri 10. bekkinga. „Það er stór þáttur í námi barna að auka sjálfstraustið hjá þeim og láta þau koma auga á þessar sterku hliðar sem þau hafa. Oft á tíðum eru nemendur í vinnu annarsstaðar á meðan samræmdu prófin standa yfir og geta þar af leiðandi ekki átt von á góðum árangri." Einnig tala þær um að þeim er gengur hvað best í skóla eru ekkert endilega þeir sem leiða hópinn. „Það sem er mjög skrítið og kannski sér ísfirskt, er að þau börn sem standa ilia námslega séð, þau eru oft á tíðum mjög féiagslega sterk. Oft á tíðum virðist það vera ríkjandi að ekki sé flott að læra og ganga vel í skóla. Ef krakkarnir trúa því að þeir geti gert hlutina þá hjálpar það ótrúlega mikið, en ef þau eru búin að ákveða að þau geti ekki t.d. náð samræmdu prófunum þá er ekki mikil von um að þau standi sig.“ Þarf að byggja upp jákvæðari anda „Það þurfa allir að sameinast um að byggja upp jákvæðari anda, bæði foreldrar og skólinn sjálfur. Fólk þarf að hugsa meira jákvætt um vinnu barna sinna. Það þarf að hugsa jákvætt um Grunnskólann og það þarf að vera meiri friður og sátt um skólann. Auðvitað er skólinn ekki hafinn yfir gagnrýni, en það eiga allir að láta sér annt um hann. Ef einhvað er að þá á fólk að koma og hjálpa til að laga hlutina, en ekki rífa niður. Flestir foreldrar eru fúsir til þess að leggja sitt af mörkum, það er bara eins og það hafi myndast einhver stífla og það tekur tíma að vinna það upp. Flestir foreldrar eru mjög metnaðarfullir gagnvart börnunum sínum og fólk hugsar vel um sín börn. Maður verður oft hissa á því hvað t'ólk kemst yfir mikið með þeirra vinnu. þar sem báðir foreldrar vinna oft á tíðum úti. Ætli foreldrar hugsi ekki bara of vel unt börnin sín. Islenskum krökkum virðist vanta að taka meiri ábyrgð á því sem þeir gera, við færum þeim allt of mikið upp í hendurnar. Þau einblína svo mikið á fljótlegar lausnir. Það eiga allir að láta sér líða vel strax, það á ekki að hafa fyrir neinu. Ef þau ætla að fá sér einhvað, þá er bara borgað fyrir það seinna. Við, foreldrarnir, erum búin að ala börnin upp í þessu. Börnin eru farin að hugsa eins og við, þ.e. ef þeim vantar einhvað þá er bara tekið lán fyrir því.“ Erfitt að fá krakkana til að lesa bækur Breyttir þjóðfélagshættir og allar þær breytingar sem við erum sífellt að fara í gegn um gerir það að verkum að við verðum að fylgjast með og vita hvað er að gerast í kringum okkur til að hellast ekki úr lestinni. Eins og segir í inngangi ritgerðarinnar þá þurfum við, vegna þessara stöðugu breytinga, að byggja grunninn að áframhaldandi námi sem væntanlega á að nýtast ævilangt. Það þarf því, eins og Bergljót og Bryndís leggja fram, að kenna börnum að nýta þá þekkingu sent er til staðar í heiminum. „Elestir eru sammála um það að nauðsynlegt sé og í raun frumforsenda alls náms að kunna að lesa og skrifa, á því byggir sá grunnur sem við notum til frekara náms, en það er ekki nóg,“ segir í inngangi ritgerðarinnar. Þær Bergljót og Bryndís minnast líka á að bara það að fá krakkana til að lesa bækur sé alltaf erfiðara og erfiðara. „Til dæmis hafa verið fjórar kjörbóka- ritgerðir í 8. bekk. Flestir unnu verkið vel, en það hefur verið mjög erfitt að fá þau til að lesa og skila þessum ritgerðum. Það var eins og það væri einhvar stefna að vera ekki að lesa og mikið á sig lagt í staðinn fyrir að lesa bara bækurnar." Þarf að beina unglingunum inn á iðnnámið Síðastliðin ár hefur orðið mikil aukning í framhaldsskólana á landinu og einnig hefur mikilvægi þess að mennta sig aukist vegna vaxandi atvinnuleysis. Eru grunnskólanemendur ekki famir að líta námið alvarlegri augum? „Krakkar hafa ekki verið að leggja meira á sig að læra, heldur hafa þeirfjölmennt í framhaldsskólana. Mikið af þessum krökkum hafa ekki grunn til þess. Bóknámsdeildirnar hafa gjörsamlega fyllst. Það hefur verið mikill feill að beina unglingunum ekki meira inn á iðnnámið, en það er alveg gífulega góð og þörf menntun. Það meira að segja heyrist meðal skólamanna að iðnnámið sé fyrir þá sem ekki hafa náð nægilega góðunt einkunnum og komast þá ekki í bóknámið og ætla sér ekki að verða stúdentar. Það er lögð of mikil áhersla á bóknámið. Það vantar að gera verkmenntunina hærra undir höfði. Það vantar þennan hugsunarhátt að vilja læra vegna þess að þetta er mín framtíð. Grunnskólamenntun sem slík er mikills virði, vegna þess að hún gefur frelsi til að velja um frekara nám, hvort sem það er fagnám eða bóknám.“ Mikil samvinna og góður starfsandi Bergljót og Bryndís eru sammála um að það sé mjög góður starfsandi í Grunnskólanum. „Hér áður fyrr þegar það voru tíð kennaraskipti og mikið af nýjum kennurum einungis með stúdentspróf, þá þurftu kennararnir sem fyrir voru hreinlega að taka þá undir sinn verndarvæng og leiðbeina þeim um allt í sambandi við kennsluna. Það hefur verið mjög mikið álag á þessum kennurum sem fyrir voru, en það er passað upp á mikla samvinnu og þessi mikla samvinna hér í Grunnskólanum er sennilega vegna þessa. Kennarar sem fara héðan eitthvað annað tala um þetta, þ.e. að þeir sakni þessarar góðu samvinnu og góða starfsanda.“ Þær Bergljót og Bryndís eru á leiðinni til Reykjavíkur í næsta mánuði til að taka við prófskírteinum sínum. Þær sögðust ætla að hvíla sig í smá tíma á öllunt námskeiðum og lestri, og í staðinn einbeita sér að kennslunni næsta vetur, en ýmiskonar námskeið eru tíð meðal kennara allt árið. Malbikun Skutulsfjarðarbrautar hefst um miðjan ágúst Framkvæmdum senkar um viku veuna skorts á asfalO Frá því á laugardag hefur fyrirtækið Borgarverk hf„ unnið að bikfestun burðarlags undir væntanlegt malbik á Skutulsfjarðarbraut. Til stóð að hefja malbiksframkvæmdir strax eftir verslunarmanna- helgi en fyrirsjáanlegt er að framkvæmdir seinki um viku vegna skorts á asfalti. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði er ráðgert að leggja malbik á Skutulsfjarðarbraut, frá Holtabraut að væntanlegum gatnamótum við Pollgötu, auk Pollgötunnar, niður að gatnamótum Aðalstrætis. Þá verður lagt malbik á Sólgötu og Hrannargötu og Fjarðarstræti, frá Hrannargötu að Hnífsdalsvegi. „Það efni sem búið er að setja á Skutulsfjarðar- brautina er bundið nreð biki og því er óhætt að aka á því og ekkert um grjótkast. Hugsanlega verður hluta Skutulsfjarðarbrautar lokað á nteðan á malbikun stendur og þá sérstaklega á kaflanum frá Seljalandi og út úr. Þá þurfa ökumenn væntanlega að aka um Seljalandsveg, en það verður væntanlega ekki um langan tíma þar sem við reiknum með að malbikun brautarinnar í heild taki ekki nema tvo til þrjá daga,” sagði Kristján Kristjánsson í samtali við blaðið. Fyrirtækið Borgarverk hf., hefur frá því á iaugardag unnið að bikfestun burðariags undir væntaniegt maibik á Skutuisfjarðarbraut. Ráðgert er að maibikun hefjist um miðjan ágúst. MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 7

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.