Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 12
Garöáhöld i úrvali! Sl'mfc 456 5188 Feröavörur frábærtverö! ^iW Simi: 456 5188 Tveir menn fórust er kúfiskveiðiskipið Æsa ÍS-87 sökk f Arnarfirði Fjórir björguðust efflr hetjudáð eins beirra Tveir menn fórust er kúfisk- veiðiskipið Æsa ÍS-87 frá Flateyri sökk í Arnarfirði um hádegisbilið á fimmtudag í síðustu viku. Fjórir úr sex manna áhöfn skipsins komust um borð í gúmbjörgunarbát, eftir að einn þeirra, Jón Gunnar Kristinsson hafði drýgt mikla hetjudáð er hann kafaði undir Æsu þar sem hún maraði í kafi á hvolfi og leysti gúmbjörgun- arbátinn frá með handafli, og var þeim bjargað um borð í Vigdísi BA-377, sem var nær- stödd og sá neyðarljós frá Æsu. Kom Vigdís með mennina til Bíldudals kl. 14.30. Gott veður var þegar Æsa sökk og sléttur sjór og virðist sem Æsu hafði hvolft mjög snöggt. Tilkynning um að Æsa hefði sokkið á móts við Fífu- staði í Arnarfirði, barst björg- unarmiðstöð Slysavarnafélags Islands kl. 13.12 á fimmtudag og bað Slysavarnafélagið loft- skeytastöðvar í Reykjavík og á ísafirði að kalla alla nálæga báta á svæðinu til leitar sem og björgunarsveitir Slysavarna- félagsins á Tálknafirði, Bíldu- dal, Patreksfirði og Þingeyri. Allarsveitirnarfóru meðbátum til Ieitar en einnig gengu björgunarsveitarmenn frá Bíldudal fjörurí sunnanverðum Arnarfirði. Alls tóku 32 bátar og tveir togarar þátt í leitinni auk TF- Sif, þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Formlegri leit var hætt á miðnætti á fimmtudagskvöld en fjörur voru gengnar áfram auk þess sem farið var með neðansjávarmyndavél niður að Sverrir Haiidór Sigurðs- son. flaki Æsu, sem er á um 70-80 metra dýpi. Menn frá rann- sóknanefnd sjóslysa komu vestur á föstudag og hófu þegar rannsókn á orsökum slyssins. Sjópróf vegna slyssins fara væntanlega fram á Isafirði en á mánudag hafði engin beiðni borist um slíkt til Héraðsdóms Vestfjarða. Mennimir tveir sem fórust með Æsu ÍS-87 hétu Hörður Sævar Bjarnason skipstjóri, 48 ára til heimilis að Hnífsdals- vegi 8 á Isafirði, og Sverrir Halldór Sigurðsson, stýrimað- ur, 59 ára. Sverrir hefur verið búsettur á Olafsvík undanfarin ár en var að flytja til Flateyrar. Sverrir var tengdafaðir Harðar. Hörður Sævar var fæddur á ísafirði 21. febrúar 1948. Eftirlifandi kona hans er Kol- brún Sverrisdóttir. Þau eiga tvo syni og eina dóttur. Auk þess lætur Hörður eftir sig átta önnur börn auk fjögurra fósturbarna úr fyrra hjónabandi. Börn hans eru á aldrinum fimm mánaða Hörður Sævar Bjarna- son. til 31 árs. Sverrir Halldór Sig- urðsson var fæddur í Reykja- vík 6. september 1936. Hann lætur eftir sig átta börn sem hann átti með eiginkonu sinni Sigrúnu Sigurgeirsdóttur. Þau skildu. Skipverjarnir fjórir sem björguðust heita Önundur Pálsson, Jón Gunnar Kristins- son, Hjörtur RúnarGuðmunds- son og Kristján Torfi Einars- son. Æsa ÍS-87 var 145 rúmlesta stálskip, 22 metra langt og 7 metra breitt. Það var sérsmíðað í Gorindhem í Hollandi til skel- fiskveiða og var keypt til Suðureyrar. þar sem það var gert út undir nafninu Villi Magg. Eftir gjaldþrot Bylgj- unnar, útgerðarfélags skipsins á Suðureyri, eignaðist Byggða- stofnun skipið og seldi það til Bolungarvíkur árið 1989. Árið 1992 keypti síðan Hjálmur hf., á Flateyri skipið og hefur það verið gert þaðan út á kúfisk- veiðar. Skipverji á Sæborgu BA-77 litast um á haffietinum. Um borð í Sæborgu má sjá hyiki utan af gúmbjörgunarbát Æsu. Fjöidi smábáta tók þátt í ieitinni. Hér má sjá áhafnarmeðiimi eins þeirra við leitarstörf. Æsa ÍS-87 sem hét áður Viiii Magg var 145 rúmiesta stálskip.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.