Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 6
Bryndís Friðgeirs- dóttir og Berg/jót Halldórsdóttir, kenn- arar við Grunnskól- ann á ísafiröi í iéttu spjaiii um skóiamái á ísafirði svo og efni iokaritgerðar þeirra frá Kennaraháskói- anum í Reykjavík Þær Bergljót Halldórsdóttir og Bryndís Friðgeirsdóttir hafa undanfarin þrjú ár verið í námi við Kennáraháskóla Islands í Reykjavík. Þær voru að leggja síðustu hönd á lokaritgerð sína sem fjallar um, eins og segir í formálanum, „að kenna börnum að skoða og skilgreina þeirra nánasta umhverft er viðkemur menningu og listum og að þekkja þann menningarlega grunn sem við byggjum á.“ Verkefnið tengdu þær þeirra heimabæ, Isafirði, en Isafjörður hefur í mörg ár verið talinn mikill menningarbær. I inngangnum tala þær um mikilvægi þess að opna augu nemendanna fyrir því umhverfi sem þeir lifa í dags daglega. I þessu sambandi hefur Isafjörður upp á margt að bjóða, enda hafa bæjarbúar alltaf sýnt öllum menningarviðburðum mikinn áhuga. Undanfarin ár hafa þær stöllur hafa veriö að kenna við Grunnskólann á Isafirði, Bryndís í 15 ár og Bergljót í 9 ár. Það var svo árið 1993 sem að þær hófu fjarnám við Kennaraháskólann í Reykjavík ásamt því að kenna við Grunnskólann. Blaðamaður ákvað að spyrja þær svolítið út í hugmyndina bak við þetta verkefni, svo og þeirra skoðanir á skólamálum á Isafirði. Þjálfa krakkana í að upplifa listina Bergljót og Bryndis ákváðu að skrifa lokaritgerðina um menningu og listir þar sem þeim fannst þessi þáttur oftast verða útundan í list- og verkgreinakennslu í grunnskóla. „Okkur datt í hug að nýta umhverfið í tengslum við nám barnanna. I þeim listaverkefnum sem þau fá hér eru þau alltaf að skapa, þ.e. þau eru alltaf að búa til listaverk. Þau fá ekki nógu mikla þjálfun í að njóta og upplifa listina.“ Menning og listtengdar greinar eru ekki á stundaskrá grunnskólanna, og því er það á ábyrgð hvers skóla hvemig og hvort þetta sé kennt. „I raun og veru er skólinn eini opinberi aðilinn sem er skyldugur til að uppfræða börnin um þeirra menningarlegu arfleifð, en það hefur farið mestur tíminn í að kenna þeim að verða listamenn þ.e. að teikna, mála, og svo framvegis. Krakkar fara oft á tíðum í gegn um Grunnskólann án þess að líta á eitt einasta listaverk eftir aðra. Við viljum að krakkamir verði læsir á menninguna og menningararfleifðina. Þetta er svo geysivítt svið og erfitt að ákveða hvar á að byrja, svo að við ákváðum að taka Isafjörð." Hægt að nota verkefnið í öllum bekkjum Ritgerðin var hugsuð sem liður í almennri námskrá 7. bekkjar í umsjón bekkjarkennara, en ekki sem listakennsla. „Við miðuðum við 12 ára krakka, af því að þau eru farin að geta unnið aðeins sjálfstæðara, en það er auðvitað hægt að nota þetta í öllum bekkjum. Við miðuðum líka við að þetta yrði unnið af umsjónarkennara, svo að hægt væri að samþætta verkefnið við samfélagsfræði, íslensku og myndmennt. Með því að taka inn menningarlega hlutann þá er kennarinn að vinna í námsefninu, en hann er bara að nálgast þetta á annan hátt. Það er hægt að koma þessu allsstaðar inn, en það er bara öðruvísi áhugi vakinn á námsefninu.“ Sem dæmi um verkefni sem hægt væri að vinna hér á Isafirði nefndu þær Bergljót og Bryndís m.a. húsin í bænum, Byggðasafnið, Listasafn ísafjarðar, útilistaverk, ísfirska listamenn, svo og myndlist, tónlist og leiklist. Menningarlega læs á umhverfiö Bryndís og Bergljót sögðust vilja að krakkarnir læri að njóta og virða umhverfið í kringum þau, þ.e. að skilningur á okkar sameiginlega menningararfi geri okkur meðvitaðri um uppruna okkar. Einnig tala þær um að svokallað menningarlegt læsi hjálpi nemendum við námið. Krakkamir læra á því að gera sjálf og þar af leiðandi gæti sú æfing sem þau fá til að vega og meta umhverfið í kringum sig hjálpað þeim til þess að hugsa sjálfstæðara en ella. „Það sem krakkamir ættu að geta fengið út úr þessu er að sjá umhverfið í öðru ljósi. Einhvað sem er fyrir augum þeirra allan daginn, og þau taka ekki eftir dags daglega, gæti gefið þeim nýja þýðingu þ.e. opnað augu þeirra. Um leið og búið er að hjálpa þeim að opna augun þá líta þau öðruvísi á þessa hluti, t.d. gömul hús, útilistaverk, og svo framvegis. Hugmyndin er líka sú að foreldrar séu með, viti alltaf hvað er að gerast. Til dæmis ef verið er að skoða gömul hús þessa vikuna þá geta foreldramir aðstoðað heima sem oft á tíðum skapar umræður á heimilinu og allt heimilisfólkið gæti hrifist með. Við viljum líka sína fram á að menning og listir eru ekki bara fyrir fáa útvalda. Það eru ekki bara fáir útvaldir sem hafa akkúrat vit á t.d. myndlistarsýningum. Listamaðurinn á erindi við allan almenning, ekki bara einhverja menningartoppa." Unglingana vantar sjálfstraust Undanfarin ár hafa samræmdu prófin á ísafirði komið frekar illa út miðað við landsmælikvarða. Þrátt fyrir að nú sé kennaralið Grunnskólans orðið mjög stabílt og allir með kennararéttindi þá hefur árangur samræmdu prófanna ekki verið sem skyldi. Þær Bergljót og Bryndís kunna ekki neina skýringu á þessu frekar en aðrir, en bentu á að það eru mjög margir þættir sem gætu spilað þarna inn í. „Það var gerð úttekt á Grunnskólanum fyrir nokkrum árum, sem bæjarstjórnin stóð fyrir, en það hefur ekki verið unnið úr henni.“ Lítið sjálfstraust er það sem þær Bergljót og Bryndís 6 MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.