Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 31.07.1996, Blaðsíða 5
Kristján Þór Jútíusson, bæjarstjóri í ísafjarðarbæ og Páii Pétursson, féiagsmáiaráðherra undirrita samninginn vegna móttöku fióttafóiksins frá fyrrum Júgósiavíu ísafjarðarbær og félagsmálaráðherra undir- ríta samning vegna komu flóttamannanna Sorpbrennsia í Funa verður vonandi komin aftur á fuiit skrið í október. Sorpbrennslustöðin Funi Tekur tsl starfa í oHttöbermðnuði Heildarkostnaður áætlað- ur 22,8 milljónir krona Á miðvikudag í síðustu viku var undirritaður samningur milli félagsmálaráðuneytisins og Isafjarðarbæjar vegna komu flóttamannanna frá fyrrum Júgóslavíu. I samningnum, sem er sá fyrsti sem gerður er milli ríkis og sveitarfélags um slík framkvæmdaatriði við móttöku ákveðins hóps flótta- manna, er gengið út frá því að flóttamennirnir njóti sarns- konar félags- og heilbrigðis- þjónustu og aðrir íbúar sveitar- félagsins. Isafjarðarbær mun um eins árs skeið leggja fólkinu til íbúðarhúsnæði og rekstrar- kostnað þess, stofnkostnað og fastagjald síma og framfærslu- eyri í samræmi við reglur bæjarins. Þá mun Isafjarðarbær hlutast til um atvinnumiðlun, skólagöngu barna, íslensku- kennslu, félagsráðgjöf og aðra félagslega þjónustu. I fjárhagsáætlun Isafjarðar- bæjar vegna móttöku flótta- mannanna er gert ráð fyrir að rúmar 5,2 milljónir króna fari til reksturs húsnæðisins við Pollgötu, 8,2 milljónir fari í framfærslu fyrsta árið. 7,5 milljónir í kostnað vegna grunn- og leikskóla, barna- gæslu og íslenskukennslu. Ríkissjóður mun greiða kostn- aðinn vegna komu flóttamann- anna fyrsta árið en heildar- kostnaður ísafjarðarbæjar vegna móttöku flóttafólksins er áætlaður kr. 22.847.700. Það var félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, sem undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri fyrir hönd ísafjarð- arbæjar. Að undirritun lokinni skoðaði félagsmálaráðherra íbúðir þær sem flóttafólkið hefur fengið til umráða og leist vel á enda hefur verið unnið vel að undirbúningi komu þeirra. Féiagsmáiaráðherra, Páii Pétursson skoðar héreina afþeim íbúðum sem fióttafóikið hefur fengið tii umráða. Endurbygging er hafin á Sorpbrennslustöðinni Funa á Isafirði, en stöðin skemmdist í snjóflóði þann 25. október á síðasta ári. Búið er að semja við Ágúst og Flosa hf. um endurbyggingu hússins, og einnig við Póllinn hf. sem hefur tekið að sér að endurnýja hluta af rafbúnaði vélbúnaðar. Að sögn Þorláks Kjartanssonar, stöðvarstjóra Funa, þá verður endurbyggingu lokið í október og þá ætti stöðin að geta tekið til starfa aftur af fullum krafti. Ekki hefur verið gengið frá snjóflóðavörnum umhverfis Funa og er það mál enn í skoðun. „Það er ekki hægt að segja neitt til um hvað verður gert. Þetta er meira mál en maður getur hugsað sér. Það þarf að reikna út fjallið sjálft og hugsanlegan hraða og magn af snjó og annað slíkt, áður en varnirnar sjálfar eru hannaðar,“ sagði Þorlákur. Áætlaðar skemmdir á Funa í snjóflóðinu fyrir áramótin eru metnar á um 60 milljónir króna, en óvíst er hver endanlegur heildarkostnaður vetður við endurbygginguna. „I dag er allt heimilissorp frá Isafirði brennt á Skarfaskeri ásamt heimilissorpi frá Bolungarvík, Súðavík og Flateyri. Á Þingeyri er sorpið brennt í þar til gerðri gryfju, en sorpið frá Mosfellahreppi og Mýrarhreppi er urðað á Flateyri ásamt öllu óbrennanlegu sotpi frá Isafjarðarbæ. Þessi mál eru nú öll í endurskoðun, en þegar Funi tekur aftur til starfa verður öllu sorpi Isafjarðarbæjar og nágrennis keyrt þangað," sagði Þorlákur. Fjórir menn ásamt Þorláki störfuðu við Funa og verið var að vinna í því að ráða fimmta manninn er snjóflóðið féll. Að sögn Þorláks verða þessar stöður auglýstar fljótlega. Sjúslys á Amarfirði Þær hörmulegu fréttir bárust á fimmtudaginn í síðustu viku að skelfiskveiðiskipið Æsa frá Flateyri hefði sokkið undan Fífustöðum í Ketildölum í Arnarfirði. Af sex rnanna áhöfn kornust fjórir ungir menn lífs af, en tveggja manna, skipstjóra og stýrimanns var saknað og munu þeir taldir af. Golt verður var, reyndar blíðuveður, þegar slysið henti. Fyrir tveimur vikum var á þessum vettvangi vikið að tíðum sjóslysum við Vestfirði í sumar. Jafnframt var sett fram sú fróma ósk að síðsumarið yrði óhappalaust. Athygli vekur að áminnst sjóslys hafa öll orðið í blíðskaparveðri, þegar síst skyldi. Manntjón hefur ekki hent fyrr en í síðustu viku. Það ber að harrna. Nógar raunir hafa gengið yfir Vestfirði síðustu árin. Enn skulu þeir reyndir Vestfirðingar. Æsan var gerð út frá Flateyri. Enn er ekki liðið heilt ár frá hinu hörmulega og mannskæða snjóflóði á Flateyri, hinn 26.október 1995. Nú tapast skip Vestfirsks Skelfisks hf., sem leitað hefur fyrir sér með nýjungar og nýsköpun í atvinnulífi á Flateyri. Fá orð geta lýst hvað Vestfirðingar hugsa nú. í þessu Ijósi ber að leggja allt kapp á að lyfta skipinu ef unnt reynist. Brýnt er að komast að því hvað slysinu olli. Skipið var hið eina sinnar tegundar við strendur Islands. Ekkert megnar þó að sefa harm og sorg þeirra sem misst hafa föður, mann og fyrirvinnu. Mannlíf hér vestra er fátækara en fyrr. Syrgjendum eru færðar dýpstu samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja þau öll í lífsbaráttunni. Öllum aðstandendum þeirra Harðar S. Bjarnasonar og Sverris H. Sigurðssonar er vottuð samúð. Nýir þegnar boðnir velkomnir Aðfararnótt síðasta sunnudags komu 29 flóttamenn til ísafjarðar. Þegnar fyrrum Júgóslavíu söðla nú um og gerast ísfirðingar. Fagna ber þeim sérstaklega og óska langrar og farsællar dvalar hér. Skin og skúrir hafa skipst á í lífi Vestfirðinga síðustu ár. Nú skín sólin glatt, bæði í lífi nýju þegnanna og Vestfirðinga í tilefni komu þeirra vestur. Einn skugga ber þó á. Ein þriggja manna fjölskylda heltist úr lestinni og er ekki vitað hverju sætir. Fyrir viku var sett fram sú ósk, að við heimamenn gætum lært af þessu stríðshrjáða fólki, sem nú hefur gengið til liðs við okkur, sem byggjum norðanverða Vestfirði. Þess vegna var sérstakt ánægjuefni að finna þann vilja, sem einn flóttamannanna setti fram í sjónvarpsviðtali þegar þau komu til Keflavíkur, að þau gætu engurgoldið samfélaginu þann góða hug sem þeim væri sýndur. Ekki þarf að efast að svo verði. Fólkið ber með sér að vera vænsta fólk í besta skilningi orðsins. Leggist allir á eitt er ekki vafi á, að hinir nýju þegnar muni auðga samfélag sitt. CTAIflfllD Ýmis úrlausnarefni koma upp. Þau munu leysast með sameiginlegum vilja og átaki. Því ber einnig að fagna að félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, og ríkisstjórnin öll hafa tekið myndarlega á verkefninu og styðja Isafjarðarbæ veglega til þessa verkefnis. Nú reynir á heimamenn að láta ekki sitt eftir liggja. Verslunarmannahelgin framunðan Mesta umferðarhelgi ársins er innan seilingar, ef að líkunt lætur. Untferðin á Islandi hefur tekið sinn toll árlega. Að meðaltali hafa 24 látið lífið í umferðarslysum ár hvert undanfarna áratugi. Tvöfalt fleiri hafa hlotið varanlega alvarleg örkuml og tífalt fleiri eða nálægt 500 manns meiðsl sem kostað hafa tíma og aðhlynningu svo fólk yrði nokkurn veginn jafn gott á ný. Vinnustundir tapast, fjármunir í ónýtum bílum og sjúkrahúskostnaði, og fæstir gleyma þeirri reynslu að lenda í umferðarslysi. Að þessu sögðu má hverjum lesanda vera ljóst, að tíminn sent vinnst með hraðakstri er dýru verði goldinn. Tillitssemi er nauðsyn. Akið varlega og alls ekki undir áhrifum áfengis! Gleðilega verslunarmannahelgi. -Stakkur. MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.