Víðförli - 15.05.1983, Page 1

Víðförli - 15.05.1983, Page 1
2. árgangur Maí 1983 Friðarráðstefna kirkjunnar: Ott kjamorkuvopn gerð óvirk á næstu Gimn árum Það var kirkjusögulegur viðburður þegar 150 kirkjuleiðtogar komu saman í Uppsölum við sumarkomu. Aldrei áður hafði náðst jafn breið þátttaka í kirkjulegu þingi. Þátttak- endur voru frá öllum helstu kirkju- deildum frá kaþólskum til kvekara og alls staðar að úr heiminum. Yfir- skrift ráðstefnunnar var Líf og Friður og höfuðbiskupar Norður- landa undir forystu erkibiskups Sví- þjóðar buðu til hennar. Fundarboðendur benda á að boð- skapurinn um frið og fyrigefningu sé burðarþáttur í kristinni trú. Þess- vegna hafi kristnir menn sem dreifð- ir eru um alla heimshluta sérstöku hlutverki að gegna að koma á um- ræðu og aðgerða í þágu friðar. Notkun kjarnorkuvopna er brot gegn vilja Guðs Miklar og ákafar umræður urðu á þinginu um kjarnorkuvopn. Einhug- ur var um kröfu til kjarnorkuveld- anna að öll kjarnorkuvopn yrðuð gerð óvirk á næstu fimm árum enda væri notkun slíkra vopna brot á sköpunarvilja Guðs. Ennfremur segir 1 ályktuninni: Fyrir marga okkar er það ósamræm- anlegt trú okkar á Guð að eiga kjarn- orkuvopn. Sumir okkar eru þó fúsir að umbera ógnarjafnvægi kjarnorku- vopnanna sem skammtímaástand og aðeins sem slík, meðan ekki finn- ast aðrir valkostir afvopnunar. Póstreitur. Fundarmenn voru frá flestum kirkjum. Réttlæti er hið nýja nafn friðarins Meðal meginatriðanna í ályktun þingsins, er krafan um nýja fjár- hagsskipan heimsins, sem byggi á réttlæti og samstöðu þjóðanna. Arns kardínáli frá Brasilíu lagði þunga áherslu á þessi mál eins og reyndar fulltrúar frá þriðja heimin- um. í einni ræðu sinni sagði kardínál- inn: Það verður ekki friður á jörðu meðan fólk líður af sulti og sjúkdóm- um og ríku þjóðirnar útvega einræð- isherrum fátæku þjóðanna vopn. Olof Pame forsætisráðherra Svía lagðist á sömu sveif og vitnaði í þau orð Páls páfa sjötta sem oft var síð- an vitnað til á þinginu: „Réttlæti er hið nýja nafn friðarins." Kröfur til kirkjunnar Þingið hvatti kirkjur heimsins til þess að taka miklu virkari þaft í bar- áttunni fyrir friði, ekki síst með auknu uppeldi til friðar og hverskon- ar fræðslu um friðarmál. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup sat fundinn fyrir hönd íslensku kirkj- unnar, enda var hann einn fundar- boðenda. Biskup kvað ráðstefnuna hafa verið til mikillar örvunar og ver- ið ógleymanleg reynsla. „Þarna kom fram skýr og ákveðin rödd kirkjunn- ar sem hefur hlotið góðan hlóm- grunn hjá friðarhreyfingum. Kristnir menn eru um allan heiminn og sam- einaðir fela þeir í sér mikið afl, þeir fela í sér einingaraflið sem er Kristur. “

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.