Víðförli - 15.05.1983, Page 6
Þetta er trúlega upprisan, en engillinn virdist
vera svipaður marsbúa - er þar hin edlilega
skynjun bama af englum nú?
Allir vildu sýninguna sjá. Líka smá-
fólkið sem ég var svo heppinn að
rekast sérstaklega á yfir sýningar-
dagana. Mitt hlutverk var nefnilega
að leiða börnin um sýninguna.
Hringirnir urðu margir því áhugi
smáfólksins var ekki minni en þeirra
stóru sem þurftu síðan að borga sig
inn á sýninguna. Eftir að við unga
fólkið höfðum séð það helsta sem at-
hygli okkar vakti settumst við niður
í eitt af hornum Kjarvalsstaða og
fengum að skapa okkar eigin verk
með criolalitum og pappa. Kom í ljós
að unga fólkið hafði margt og mikið
að segja um málefni dagsins: Trúar-
leg list. En málið var sýnilega mjög
víðtækt, eins og öll sýningin vitnaði
Jesús er krossfestur, kona er hjá krossi og
velvopnaður hermaður, en hver kemur af
himni?
um. Það reyndist erfitt að skilgreina
hvað trúarleg list fæli í sér. Það er
svo margt sem gæti talist trúarleg
list, allavega það sem kemur hinum
jákvæða skapandi degi við. í þessu
voru flestir sammála, bæði ungi
listamannahópurinn sem og þeir
sem sýndu verk sín í sölum Kjarvals-
staða. Sum okkar teiknuðu regn-
boga, Marsbúa, ömmu og afa Jesú
og kisu. „Þeir stóru" voru líka með
myndir í sama dúr.
Skrítnir krossar og Kristar
Sýningin er stór og því margt að sjá.
í raun og veru margra daga verk
fyrir byrjendur eins og okkur. En
heildaráhrifin voru mjög jákvæð. Á
sýningunni skynjuðum við óteljandi
liti og benti það til þess að á nýjan
leik ætlar kirkjan að nota glaða liti
og fjölbreytta í starfi sínu. Við
kynntumst margbreytilegum efnum
sem nota má til þess að skapa hin
ýmsu form og áhrif. Við tókum eftir
stórum glerkrossi og öðrum kopar-
krossi sem leit samt ekki út eins og
neinn venjulegur kross. Líka sást of-
inn kross.
Við kynntumst hinum ýmsu gerð-
um af Kristum, einn var stærstur
allra, gerður úr vír og gifsi, en hann
var opinn að framan. Einn af krökk-
unum kom strax með skýringu. Nú
er föstudagurinn langi og því er
hann svona tómur, hann er svo ein-
mana, Guð fór úr honum.
Ekkert virtist vera ómögulegt í
þessari list. Og það sem kom flest-
um á óvart var að allt þetta var leyfi-
legt. Biskup íslands hafði lagt bless-
un sína yfir sýninguna. Frelsi ein-
kenndi þessa sýningu sem var
reyndar tilkomin vegna þess að
frelsarinn var jú staðreynd, á Pásk-
um '83. Um 50 Jesúar voru á sýning-
unni (niðurstaða hópverkefnis
okkar). Persónuleikar allra þessara
Jesúa voru mjög misjafnir. Oft kom
það okkur á óvart hvernig sumir
listamannanna höfðu upplifað Jesú.
Hann var ýmist staddur mitt í póli-
tískri umræðu í Suður-Ameríku eða
á hinum ýmsu stöðum á íslandi. Er
þá listamaðurinn að glíma við sama
vandamál og allir prestar og predik-
arar. Að svara spurningunni: Hvern-
ig mundi Kristur bregðast við í okkar
málum og þeirra málum; eða: Að
flytja Krist inn í samtímann, inn í
nútíma aðstæður.
Ný ímynd Jesú
Þessi túlkun getur verið erfið. En á
sýningunni var að finna vel-
heppnaðar myndir sem tókst það
vel. Ég minntist hve auðvelt krökk-
unum þótti að túlka mynd Gísla Sig-
urðssonar af Kristi og sölumönnun-
um í musterinu. Þeim þótti mjög
eðlilegt að Jesú væri reiður. „Hann er
að reka út þá sem selja vopn og vilja
vera í stríði. Jesú er að mótmæla
stríðinu og kúguninni sem fólk býr
við í dag“. Það kom mér á óvart hve
eðlilega þau tóku þessari nýju Jesú-
ímynd. Flest hafa þau líklegast alist
upp við „ljósgeisla-Jesúinn" sem
sjaldan er túlkaður sem sá pólitiski
Kristur sem skiptir sér af stjórnmála-
umræðu samtímans.
Þá erum við komin að altaristöflu
sem einu sinni var í Grímstungu-
kirkju. Þar þykist einn úr hópnum
þekkja Júdas úr lærisveinahópnum.
Það reyndist rétt að Júdas var sá
sem hann benti á (sá með pyngj-
una). En það sem drengnum fannst
aðallega benda á hver hann þessi
vondi Júdas væri, var illa greitt hár
Harpa er 5 ára og þetta er hennar kirkjulist.
CPddur Æibertssan:
Med smáfótki
á Kjarvalsstöðum
6 - VÍÐFÖRLI