Víðförli - 15.05.1983, Qupperneq 15
Fastír styrktarmenn
leggja grundvöU að
starfí Hjálparstofnunar
kirkjunnar
Vilt þú bætast í hópinn?
Um 750 einstaklingar styðja hjálparstarf Hjálparstofnunarinnar með föstum
en frjálsum framlögum ársfjórðungslega og sóknarprestar leggja 1 % af laun-
um sínum til starfsins. Fastir styrktarmenn gegna grundvallarhlutverki í
hjálparstarfinu. Því er mikilvægt að nýir styrktarmenn bætist í hópinn því
um leið eflist og styrkist hjálparstarfið.
Komast peningarnir til skila?
Hjálparstofnunin hefur á hendi langtímahjálp er miðar að hjálp til sjálfs-
bjargar, og skyndihjálp í neyðartilfellum t.d. við slys og náttúruhamfarir,
bæði innanlands og utan. Hjálparstofnunin stendur nú að stóru þróunar-
verkefni í S.-Súdan, en þar starfa tveir íslendingar á vegum stofnunarinnar.
Á sviði neyðarhjálpar hefur Hjálparstofnunin sent t.d. um 700 tonn af mat-
vælum til Póllands sl. ár, hjálpað flóttamönnum frá Afghanistan og tekið
þátt í samstarfsverkum alþjóðlegra kirkjusamtaka víða um heim. Hjálpar-
stofnunin hefur leitast við í samstarfi við sóknarpresta að hjálpa einstakling-
um, sem eiga í miklum vanda, stutt mannfélagshreyfingar, sem vinna að
mannúðarmálum. Á síðasta ári stóð Hjálparstofnunin að söfnun til stuðn-
ings slysavarna- og björgunarsveitum landsins.
Styrktarmenn - vakandi samviska
Styrktarmenn fylgjast náið með hjálparstarfinu og veita stofnuninni nauð-
synlegt aðhald og traust. Þeir fá sent fréttabréf ársfjórðungslega þar sem
greint er frá hjálparstarfinu. Styrktarmenn eru virkir þátttakendur.
Ef þú vilt vera með
Þá getur þú sent meðfylgjandi úrklippu eða hringt í síma Hjálparstofnunar-
innar 91-26440 eða 91-25290.
Ég óska eftir að gerast fastur styrktarmaður Hjálparstofnunarinnar með
föstu framlagi ársfjórðungslega kr.
Nafn ....................................................
Heimilisfang ............................................
Aðalfúndur Hjálparstofh-
unarinnar á Akureyri
2 Hver er sú rödd, er býr i brjosti mer
og bergmálar írá öllum lifsins her,
sú föðurrödd, sem metur oll vor mál,
sú moðurrödd, er vermir lif og sál,
sú rödd, sem eln er elliflega stillt,
þó allar heimsins raddlr syngl vlllt,
sú rödd, sem breytir daufri nótt i dag
og dauðans ópi snýr i vonarlag?
Guð er sú rödd.
3 Hver er sú hönd, er heldur þessum reyr
um hæstan vetur, svo hann ekkl deyr,
sú hönd, sem fann, hvar fruinkorn lifs
mins svaf,
sem fokstrá tók það upp og lif því gaf,
sú hönd, er skin á hellagt sólarhvel
og hverrar skuggi kallast feikn og hel,
sú hönd, er skrlfar lifslns lagamál
á llljublað sem ódauðlega sál?
Guð er sú hönd.
Sb. 1945 - M. Joch.
Lagið „Hvað er það ljós?“ eftir
Baldur Andrésson hefur tvisvar áður
birst í Viðbæti Sálmasöngbókar
okkar, sem gefinn var út árið 1946 og
1976. í báðum útgáfunum er að
mestu farið eftir frumgerð lagsins,
sem samið var í mars 1946. Síðar
gerði höfundurinn nokkrar breyt-
ingar á laginu: í níunda takti breytir
hann einum tóni í laglínunni, enn-
fremur eru níundi og tíundi taktur
fjórraddaðir en voru áður einraddað-
ir.
í bréfi sem Baldur skrifaði Sigurði
Björnssyni verkfræðingi (13. októ-
ber 1967) gerir hann grein fyrir breyt-
ingunum og endar bréf sitt á þessum
orðum: „Þessar breytingar hygg ég,
að séu til bóta og þannig vil ég hafa
lagið".
Nýlega barst mér í hendur annað
handrit af laginu, skrifað af höfundi.
Er það handrit að öllu leyti eins hvað
nóturnar snertir, en höfundur gefur
að auki upp hraða og nokkrar
styrkleikabreytingar svo og dráttar-
boga á tveim stöðum. Með þeirri
viðbót birtist lagið hér.
Sigurður Björnsson verkfræðingur
skrifaði lagið upp og söng það með
kirkjukór Garðakirkju þar sem hann
er kórfélagi. Síðara handritið átti
Haraldur Adolfsson, en hann kom
með það til mín tveimur vikum áður
en hann lést. Haraldur var kórfélagi
í Garðakirkju um árabil. Við útför
hans kvaddi kórinn ásamt sóknar-
presti og undirrituðum tryggan vin
með laginu og orðum síra Matthías-
ar: „Hvað er það ljós?“
Systursonur Baldurs Andrés-
sonar, Andrés Reynir Kristjánsson,
gaf leyfi sitt til að birta lagið hér. Eru
honum færðar þakkir fyrir.
Haukur Guðlaugsson
Árlegur aðalfundur Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar verður á Akureyri 3.-4.
júní. Stjórnarmenn eru 25. Kjósa hin
15 prófastsdæmi landsins hvert sinn
fulltrúa. Kirkjuráð 9 menn og auk
þess er biskup sjálfkjörinn og er
hann varaformaður stjórnar. Aðal-
fundur kýs þriggja manna fram-
kvæmdanefnd úr hópi stjórnar-
manna og ber hún ábyrgð á dagleg-
um rekstri stofnunarinnar. Aðal-
fundur markar stefnu til framtíðar
og metur unnin störf.
Jan Erichsen framkvæmdastjóri
Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar
— Kirkens Nödhjælp — verður gestur
fundarins og fjallar m.a. um sam-
starf norsku og íslensku kirkjunnar
að þróunarverkefninu í Suður Súdan
sem og stöðu kirkjulegs hjálpar-
starfs í heiminum. Otto A. Michael-
sen er nú formaður aðalstjórnar
Hjálparstofnunar kirkjunnar en sr.
Bragi Friðriksson er formaður fram-
kvæmdarnefndar.
VÍÐFÖRLI -15