Víðförli - 15.05.1983, Qupperneq 16
Á Lúthersári
Lúthersársnefnd hefur nú unnið að
verki sínu um nokkurt skeið og vil
ég nú greina frá nokkru sem á döf-
inn er varðandi Lútherskynningu á
þessu ári.
Fróðleg ráðstefna í vændum
Það er nú afráðið að efna til ráð-
stefnu um Martein Lúther og siðbót
hans dagana fjórða og fimmta nóv-
ember næstkomandi. Er í ráði að þar
verði flutt og rædd tíu erindi, er
síðar verðir gefin út af Skálholti.
Ráðstefna þessi verður að sjálf-
sögðu öllum opin, enda við því búist
að innihald erindanna verði við al-
þýðuskap. Að ráðstefnu þessari
munu standa Lúthersársnefnd,
Sagnfræðingafélagið, Félag ís-
lenskra fræða og Réttarsögufélagið,
og leggur hver fram tvo til þrjá fyrir-
lesara. Af þessari upptalningu má
ljóst vera, að reynt verður að
skyggnast ofaní og útskýra sem
flestar hliðar á kenningu og starfi
siðbótarinnar og huga að áhrifum
hennar á íslenskt samfélag frá sext-
ándu öld og fram á okkar dag. Sú er
von okkar í Lútersársnefnd að ráð-
stefna þessi, þar sem saman koma
menn úr ólíkum en þó ekki óskildum
fræðasviðum, verði til þess að glæða
almennan áhuga og umræðu um
þessi efni. Það hefur lengi borið við
hér á landi að það sem oftlega hefur
verið nefnt trúmál, kirkjumál eða
andleg mál sé skoðað sem einhvers
konar einkamál presta og guðfræð-
inga og eigi því lítið erindi við um-
ræðu um önnur fyrirbæri samfélag-
ins, til að mynda menningarmál,
sögu og stjórnmál, svo eitthvað sé
nefnt; er þetta ástand mála hér
öldungis furðulegt. Ef við tökum sið-
bótina sem dæmi þá er ólíklegt að
nokkur sá er vill íhuga þann þátt ís-
lenskrar sögu og samfélags af sann-
girni geti neitað því að siðbótin lút-
herska hefur haft gríðarleg áhrif á
allt samfélag manna hér á landi og
hafa þau náð langt út fyrir svonefnd
innri mál íslensku kirkjunnar. Það er
svo önnur saga hvert mat menn
leggja á áhrif og siðbótar kirkju, en
víst eru umræða og upplýsing þar
um forsendur að sanngjömum
ályktunum.
Fræðsluefni
á Lútherskvöldum
Þá má nefna að Lúthersársnefndin
er nú að afla margvíslegs fræðslu-
efnis sem verður hægt að nota á
svonefndum Lútherskvöldum, er
vonandi verða haldin í sem flestum
söfnuðum og prestaköllum landsins
aðra vikuna í nóvember. Fræðsluefni
þetta er til að mynda filmræmur og
stuttar kvikmyndir, ýmist fræðslu-
myndir eða leiknar myndir, um Lút-
her og siðbót hans. Verður efni
þetta kynnt prestum á prestastefnu
í júm' næstkomandi. Þ.H.Á.
Þorbjörn
Hlynur Árnason.
Safnaðarheimili í sveit
Sóknarfólk Hrepphólakirkju í Hmna-
mannahreppi, 95 gjaldendur hafa
byggt myndarlegt safnaðarheimili
við hlið kirkjunnar og var það vígt á
sumardaginn fyrsta af sr. Sigurði
Pálssyni vígslubiskupi.
Heimili hjónanna að Hrepphólum
Elísabetar og Jóns Sigurðssonar
hefur um áratugi þjónað sem safn-
aðarheimili eins og algengt er um
heimili á kirkjustöðum hérlendis.
Börn þeirra hafa nú tekið við bú-
skapnum og byggt sér íbúðarhús
nokkuð frá kirkjunni en gamla íbúð-
arhúsið hefur verið rifið.
Var þá að ráði að reisa safnaðar-
heimili til að skapa þá starfsaðstöðu
við kirkjuna sem menn höfðu áður
notið og mun það verða fyrsta safn-
aðarheimilið í sveit hérlendis.
Safnaðarheimilið er timburhús á
steyptum grunni um 60 fermetrar.
Sóknarmenn lögðu fram mikla sjálf-
boðavinnu og öfluðu fjár á margvís-
legan hátt, t.d. höfðu konur úr söfn-
uðinum blóma- og kökusölu á Lækj-
artorgi í Reykjavík.
Brottfluttir sóknarmenn hafa gef-
ið hljóðburðartæki til safnaðarheim-
ihsins, svo að nú geta menn notið
athafna í kirkjunni, þótt menn fái
þar ekki sæti, enda rúmar hún að-
eins um 100 manns.
Nú höfum við talað um syndina og hina eilífu Mjög slæmur get óg nú ekki verið því á hverju
glötun. Nú komum við að því alvarlega, nefni- nýbyrjuðu ári lofa ég sjálfum mér að byrja að
lega kirkjubaukunum. fara í kirkju á sunnudögum.
Nú eru komin út 7 tölublöð af Víðförla og má því segja að hann sé
búinn að slíta barnsskónum. Reynslan hefur sýnt að hann er víðast
auðfúsugestur og vonum við að svo verði áfram þó ekki verði lengur
komist hjá að innheimta fyrir hann smágjald, svona rétt til þess að
greiða póstburðargjöldin! Við vonum því að þú takir vel gíróseðli
sem sendur verður út í júní. Það er eins með Víðförla og önnur blöð að
það þarf fjármagn til að gefa hann út. Það er ósk okkar og von að
Víðförli komist inn á sem flest heimili á landinu og hann eignist sem
stærstan lesendahóp. Gjaldi er stillt mjög í hóf, eða kr. 11 í áskrift en
kr. 8 til safnaða sem kaupa stórt upplag.
Bestu kveðjur,
Gunnlaugur Snævarr.