Bæjarins besta - 03.03.1999, Side 9
Stúlkurnar seitt skipuðu danshópinn Octopus.
Besti árangur Vestfirð-
inga í frjáisum dansi
Octopus frá
Bolungarvik
í fjúrða sæti
Danshópurinn Octopus í
Bolungarvík varð í fjórða sæti
á íslandsmótinu í frjálsum
dansi (,,freestyle“) sem haldið
var syðra fyrir skömmu. Þetta
er besti árangur sent vestfirsk-
ur hópur hefur náð í þessari
grein.
Stelpurnar fjórar í Octopus-
hópnum heita Dagný Ólöf
Jónsdóttir, Guðmunda Sjöfn
Magnúsdóttir, Guðrún Hall-
dóra Halldórsdóttir og Krist-
rún Guðmundsdóttir. „Við
æfðurn þennan dans í heilan
mánuð til að búa okkur undir
keppnina. Við fórurn suður á
þriðjudegi þó að keppnin væri
á föstudegi því að við vildum
ekki missa af henni. Okkur
langar til að þakka Valrúnu
Valgeirsdóttur félagsmið-
stöðvarstjóra fyrir að fara með
okkur. Dagana sem við vorum
í Reykjavík keyptum við peys-
ur og létum setja nafnið Octo-
pus framan á þær og fyrir-
tækjamerki aftan á þær. Við
viljurn þakka fyrirtækjunum
sem styrktu okkur til ferðar-
innar, en það eru Bakki, Bol-
ungarvík, bæjarsjóður Bol-
ungarvíkur, Hjá Fjólu, HP
Hárstofan, Gná, Sandfell,
Vöruval, Rafverk, Verslun
Bjarna Eiríkssonar og Laufið.
Og líkaTópas, félagsmiðstöð-
inni okkar, fyrir að leyfa okkur
að æfa þar“, segja þær Dagný,
Guðmunda, Gunna Dóra og
Kristrún, mjög ánægðar með
árangurinn eins og vænta má.
Súgfirðingar blóta þorra
Súgfirðingar fjölmenntu á
Góublót sem haldið var á
Suðureyri sl. laugardags-
kvöld. Árið 1936 héldu súg-
firskar konur fyrst þorrablót
og ári seinna þökkuðu karl-
arnir fyrir sig og héldu þeim
Góublót. Þannig skapaðist sú
hefð að halda til skiptis Þorra-
og Góublót og er ekki laust
við dálítillar samkeppni gæti
milli kynjanna. Ekki er hægt
að segja annað en að körlun-
um hafi tekist vel upp að þessu
sinni og skemmti fólk sér hið
besta, einkum þó yfir vel
heppnuðum leikþætti sem
sýndi þorpslífið í hnotskurn á
spaugsaman hátt.
Þegar skemmtidagskrá
lauk, tók Hjónabandið við og
lék fyrir dansi fram eftir nóttu
með dyggri aðstoð heima-
manna. Meðfylgjandi myndir
voru teknar á blótinu.
eru
tölvunámskeiðin
Tölvunámskeið fyrir byrjendur
Undanfarin ár hafa orðið ótrúlegar framfarir í tölvuiðnaði. bæði
hvað varðar vélbúnað og forritun. Af þeim sökum hafa tölvur
orðið mun algengari en áður og í raun svo algengar að varla er
hægt að ímynda sér fyrirtæki og jafnvel heimili sem ekki hafa
tölvuvæðst. Um leið hefur þörfin fyrir hæft tölvufólk aukist mjög
óháð starfsvettvangi hvers og eins. Það er ljóst að ætli fyrirtæki og
einstaklingar að halda í við keppinauta sína verða þau að búa yfir
þekkingu á tölvum og möguleikum þeirra.
Til aö búa töivunotendur undir átökin við tæknina höfum við
hjá Snerpu ákveðið aö bjóða upp á grunnnámskeið í helstu
tölvuvinnslu. Námskeiðin eru þessi:
Grunnur fyrir „tölvufælna“ - Byrjendanámskeió þar sem farið verður skref fyrir skref
í uppbyggingu og notkun helstu forrita sem nú eru í notkun eins og Windows, Word-
ritvinnslu, Excel-töflureikni og Internetnotkun. Þetta er tilvalið fyrir þá sem aldrei hafa
snert á tölvu eða mjög lítið og eru óöruggir í aðgerðum sínum. Námskeiðstími:
- tvö þriðjudagskvöld kl. 19:30 - 22:30
- tvö fimmtudagskvöld kl. 19:30 - 22:30
Windows- stýrikerfið, notendaumhverfi flestra tölva á almennum markaði. Tilvalið
fyrir algera byrjendur og þá semhafa verið að vinna svolítið í tölvum en eru ekk
fullkomlega vissir um hvað þeir eru að gera. Námskeióstími:
- tvö mánudagskvöld kl. 19:30 - 22:30
- tvö miðvikudagskvöld kl. 19:30 - 22:30
Excel, töflureiknirinn, en þar er um alhliða forrit að ræða sem nýtist jafnt í texta-
og reiknivinnu. Sýndar verða helstu aðgerðir Excel, uppsetning reiknijafna allt frá
einföldum samlagningarmöguleikum til flóknari uppsetninga. Nýtist öllum sem vinna
með texta og tölur. Námskeiðstími:
- tvö þriójudagskvöld kl. 19:30-22:30
- tvö fimmtudagskvöld kl. 19:30 - 22:30
Internetnotkun, fariö verður í möguleika Internetsins bæði sem tómstundatækis
og til notkunar við upplýsingaleit fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Námskeiðstími:
- tvö mánudagskvöld kl. 19:30 - 22:30
- tvö mióvikudagskvöld kl. 19:30 - 22:30
Námskeiðin eru öll 12 klst. í heild,og kosta kr. 12.900,- á mann. Lágmarksfjöldi er
6 manns til að viðkomandi námskeiö verði haldið. Nánari upplýsingar gefa Auður í
síma 456-5470 kl. 9-12 og 13-18 virka daga eða SvavarÞór í 862-6064 til kl. 22 alla
virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið namskeid@snerpa.is
StaðfestingargjalcL við skráningu er kr. 3.000,- sem dregst af námskeiðsgjaldi
en er ekki endurkræft ef viðkomandi hættir við. Skráning er gild þegar
staðfestingargjald hefur verið greitt.
Ath: Nýjar tölvur í tölvuverinu!
Athugið!
IMOKIA
— «1 m JNk
5110
Frávært verð á GSM-aukahlutum:
Taska + bílhleðslutæki f. GSM ... kr. 1.790,-
Headsett fyrir 5110/6110..........kr. 1.990,-
Segulfesting í bíl............... kr. 790,-
Víbrararafhlaða f. 5110/6110 .... kr. 5.990,-
MÁNACATA B - ÍSAFJÖRÐUR - 45B-54VO
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 9
Snerpa ehf. - Auglýsing