Víðförli - 15.12.1984, Síða 2

Víðförli - 15.12.1984, Síða 2
Z7 o o Utgefandi: Útgáfan Skálholt simi 21386 Ritstjóri: Bernhardur Guðmundsson, simi 12640 Afgreiðsla: Klapparstígur 27, prentun: Dagsprent hf. Akureyri Ungur íslendingur í stjórnarnefnd LWF? Lúterska heimssambandið hefur ákveðið að skipa viðbótarfulltrúa úr röðum æskufólks í hinar ýmsu stjórnarnefndir sínar. Hefur þeim verið skipað eftir heimshlutum til þess að stuðla að bættu jafnvægi. Gert er ráð fyrir að Norður-Evrópa, sérílagi Norðurlönd fái fulltrúa í stjórnarnefnd um upplýsingar og útgáfumál (Commission on Comm- unication) Norðmenn og Finnar hafa lýst sig reiðubúna til þess að styðja framboð frá íslandi, en íslendingar eiga engan mann i stjórn eða stjórnarnefnd Lúterska heimssambandsins. Utanríkisnefnd þjóðkirkjunnar leitar hér með eftir ungu fólki, inn- an við þrítugt, sem hefði áhuga á að taka þátt í þessu starfi. Fréttafulltrúi gefur nánari upp- lýsingar og tekur við umsóknum, sem þurfa að hafa borist fyrir jól. Hjálparsending til Ghana Nýlega sendi Hjálparstofnun kirkjunnar 54 tonn af þurrkuðum saltfiski á neyðarsvæðin í Ghana. Um nokkurt skeið hefur Al- kirkjuráðið haft á hendi öflugt hjálparstarf á meðal fátækra í Ghana. Á síðasta ári sendi Hjálpar- stofnunin þangað 50 tonn af salt- fiski, sem komu að miklu gagni í hjálparstarfinu. I ljósi þeirrar reynslu barst Hjálparstofnuninni hjálparbeiðni um aðra sendingu til viðbótar á þessu ári, en ástandið í landinu er víða mjög alvarlegt. Með stuðningi frá íslenska ríkis- valdinu, velvilja fiskframleiðenda og skipafélaga, tókst Hjálparstofn- uninni í samvinnu við Alkirkjuráð- ið að senda fiskinn áleiðis til Ghana. Friðarljós á jólum Enn verðct tendruð friðarljós um þessi jól. Hin kirkjulega hreyfing ,,Friðarjól” fer víðar og víðar um lönd í öllum heimsdlfum. Er lagt til að við tendrum friðarljósið samtímis á aðfangadagskvöld kl. 21.00 — berum það að glugga eða göngum með það til dyra, þannig að friðarloginn lýsi til nœstu nágranna með ósk um gleðileg jól og bæn um frið á jörðu. Æ fleiri hafa tendrað friðarljós á jólum undanfarin ár, sérstaklega hafa börn glaðst yfir þessu tækifœri að bera Ijós út í myrkrið. Hefur verið mælt með því að nota svokölluð stormkerti, tendra þau utan dyra og láta þau lifa áfram á jólakvöldið þótt fólk hafi farið inn aftur. Margir kalla jólakveðju til nágrannans sem þeir annars eru ekki málkunnugir þar sem þeir tendra jólaljósið á sama tíma. Þetta á auðvitað við um þéttbýlið. Eldri hjón höfðu samband við Víðförla eftir síðustu jól, og sögðust hafafengið fleiri jólakveðjur meðan þau tendruðu Ijósð sitt á svölum sambýlishússins þar sem þau búa, heldur en um alla jóladagana. Alkirkjuráðið og ýmsar stofnanir Sameinuðuþjóðanna hafa veitt stuðn- ing til þess að ,,ljósakeðja friðarins umvefji heiminn” á aðfangadags- kvöld. íöllum heimsálfum verður friðarljósið tendrað á því kvöldi í ár — einföld athöfn, táknræn og öllum fær. Saman yfir öll landaskil skulum við fagna fæðingu Jesú Krists. Ný von hefur kviknað og ný veröld í fæðingu barnsins. Jól. Barn deyr úr hungri aðra hvora sekúndu. Myrkur örbirgðar, ofbeldis og einmanaleika leggst að mannkyni. Jól. í myrkrum Ijómar lífsins sól. Ljósið er sterkara en myrkrið. Lífið hefur sigrað dauðann. Jól. Stjarnan vísar til barnsins sem var að fæðast, Ijós heimsins Guð með oss. í myrkrum græðgi og örbirgðar, lyftum við loga réttlætisins. í myrkrum einmanaleika og uppgjafar, tendrum við loga vonarinnar. í myrkrum ofbeldis og grimmdar, kveikjum við friðarljós. Jólaljós Friður á jörðu 2 — VÍÐFÖRTJ

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.