Víðförli - 15.12.1984, Blaðsíða 15
Sókn er besta vörnin
VIÐ ERUM í SOKN
Hjálparstofnunin fundar með
safnaðarfólki
Hjálparstofnuninni er það mikið
áhugaefni að efla tengsl hjálpar-
starfs og safnaðanna. Söfnuðir
landsins leggja starfsgrundvöll
Hjálparstofnunarinnar. Héraðs-
fundir prófastsdæmanna kjósa
stjórnarmenn stofnunarinnar auk
Kirkjuráðs. Söfnuðirnir hafa jafn-
an sýnt hjálparstarfinu mikinn
áhuga og veitt ómetanlega aðstoð í
starfinu.
Hjálparstofnunin vill leitast við
að koma samskiptunum við söfnuð-
ina á fastari grundvöll. Hefur því
verið efnt til landshlutaráðstefna
með safnaðarfólki til að efla tengsl
og kynna störf Hjálparstofnunar-
innar.
Nú hafa fjórar slíkar landshluta-
ráðstefnur verið haldnar, þ.e. fyrir
Austurland, Norðurland, Vestur-
land og Kjalarnesprófastsdæmi.
Ráðstefnurnar hafa tekist mjög vel.
Fjöldi nýrra hugmynda hefur kom-
ið fram og umræður snarpar og
frjóar.
Áætlað er að haldnar verði ráð-
stefnur fyrir Suðurland, Reykjavík
og Vestfirði fljótlega eftir áramót.
Nýr prófastur Eyfirðinga
Eyfirskir prestar hafa kosið sér
prófast og samkvæmt því hefur
sera Bjartmar Kristjánsson verið
skipaður prófastur Eyfirðinga, en
sr. Stefán Snævarr fyrrum prófast-
ur hefur fengið lausn frá embætti.
Séra Bjartmar er fæddur 14. apríl
1915. Hann vígðist 14. júlí 1946 til
Mælifellsprestakalls en hefur þjón-
að Laugalandsprestakalli í Eyjafirði
síðan 1968. Kona hans er Hrefna
Magnúsdóttir og eiga þau sex börn.
Dr. Per Erik Person kynnir
BEM skýrsluna.
Hinn kunni sænski guðfræðingur
Per Erik Person verður í heimsókn
hjá Guðfræðideild Háskólans síðari
hluta febrúarmánaðar í boði stjórn-
ar Elliheimilisins Grundar.
Per Erik Person kennir við há-
skólann í Lundi og er meðal þekkt-
ustu guðfræðinga Svía. Hann hefur
m.a. verið helsti talsmaður frá
Norðurlöndum i guðfræðinefnd Al-
kirkjuráðsins sem vann að gerð eins
merkasta plaggs í einingarstarfi
kirkjunnar, BEM skýrslunnar svo-
nefndu. Hún hefur verið þýdd á
íslensku og var lögð fyrir síðasta
Kirkjuþing sem ákvað að leggja
skuli mikla áherslu á kynningu
hennar hérlendis. Dr. Einar Sigur-
björnsson prófessor þýddi
skýrsluna, sem ber nafnið Skírn -
Máltíð Drottins - Þjónusta.
Dr. Per Erik mun flytja fyrir-
lestra við guðfræðideild háskólans
og ræða við áhugamenn um títt-
nefnda BEM skýrslu.
Nefnd vegna dagvistunar
vandans
Kirkjuráð hefur skipað nefnd til
þess að kanna á þéttbýlissvæðum
áhuga og þátttöku safnaða, þar sem
húsnæði er fyrir hendi, til að leysa
dagvistunarvanda barna. Sr. Jón
Bjarman flutti tillögu um þetta á
Kirkjuþingi og hefur hann verið
skipaður í nefndina ásamt Unni
Halldórsdóttur og Málfríði Finn-
bogadóttur.
Staða óvígðra starfsmanna
kirkjunnar könnuð
Þeir Hermann Þorsteinsson, sr.
Jón Bjarman og Otto A. Michelsen
hafa tekið sæti í nefnd sem Kirkju-
ráð hefur skipað til þess að kanna
stöðu þeirra starfsmanna kirkjunn-
ar sem ekki hafa tekið vígslu. Snert-
ir þessi könnun m.a. launakjör, líf-
eyrissjóðsrétt o.fl. Sr. Jón Bjarman
flutti mál þetta á Kirkjuþingi og
fékk það hraða og góða afgreiðslu.
Fjármenn hrepptu fögnuð þann,
þeir fundu bæði Guð og mann,
í lágan stall var lagður hann,
þó lausnarinn heimsins væri.
Með vísnasöng ég vögguna þína hræri.
vfrYcrSm T