Víðförli - 15.12.1984, Blaðsíða 14

Víðförli - 15.12.1984, Blaðsíða 14
sama prestakalli. Þá er Staðarhóls- kirkja sem fauk af grunni sínum komin á sinn stað og hefur fengið gagngera endurbót. Einnig Skarðs- kirkja og Hvammskirkja sem varð 100 ára fyrir skemmstu. Byrjað er á endurbyggingu elstu kirkjunnar í prófastsdæminu, Búðakirkju. Kirkjan í Bjarnarhöfn hefur fengið endurbót og hornsteinn var lagður að nýju kirkjunni í Stykkishólmi í sumar. í innra starfi kirkjunnar er sama þróun og áður. Messum fjölgar, en skírnum og hjónavíglsum fækkar, enda fækkar fólki hér í dreifbýlinu. En áhugi fólks eykst á starfi kirkj- unnar, það er meiri þátttaka og skilningur fyrir hendi, og miklu þægilegra að ræða við fólk um trú- mál nú heldur en þegar ég byrjaði prestsstarfið fyrir aldarfjórðungi. Þá var það nánast feimnismál, svip- að og áfengismál, en sú opnun sem hefur átt sér stað í áfengisumræð- unni, hefur kannske opnað fyrir aukin skoðanaskipti um andleg mál. Nú þorir fólk miklu fremur að viðurkenna áhuga sinn á kirkjumál- um. Ég sé þetta mjög vel á Staðarfelli, meðferðarstofnun SÁÁ, sem er í mínu prestakalli. Þar er kirkja á staðnum alltaf opin og þangað leita allir vistmenn daglega eða oftar. Þeir undirbúa guðsþjónusturnar og þátttakan er almenn. Þetta hefur verið mér mikil örvun og ábending um hversu skipuleggja megi kirkju- starfið. Ég var við svipaðar messu- gerðir í New York undanfarnar vik- ur og hreifst af, ég vona að við get- um innleitt þessa miklu þátttöku og gleði inn í venjulegar safnaðarguðs- þjónustur hérlendis. Nýja handbók- in styður okkur til þess”. „Þjónustuverkefnin sjálfsagt mál” Á Héraðsfundi Reykjavíkurpróf- astsdæmis sem haldinn var í Áskirkju 11. nóv. vakti það athygli að konur voru framsögumenn nær allra starfsnefndanna sem gáfu skýrslu um víðtækt og kraftmikið starf, sem fer mjög vaxandi. Sigríð- ur Jóhannsdóttir formaður Elli- málaráðs benti á það neyðarástand sem ríkir í málefnum aldraðra í höfuðborginni og greindi frá starfi safnaðanna. Fimm söfnuðir hafa vikulegar samverur með öldruðum, og í undirbúningi er dagvistun aldr- aðra í safnaðarheimilum. Fram- haldsnámskeið eru í verklegri aldr- aðra þjónustu í Langholtskirkju í vetur. „Vegna þess að samfélagsleg ábyrgð hefur brostið í þjóðfélaginu verður kirkjan að taka á vandanum t.d. í sambandi við ellihjúkrun” sagði séra Sólveig Lára Guðmunds- dóttir í umræðum um hin fjöl- breyttu fræðslustörf á vegum próf- astsdæmisins, en á annað hundrað manns tók þátt í sexvikna nám- skeiðum á s.l. vetri. En það er líka hugað að þeim yngri. Prófastsdæmið rak sumar- búðir fyrir börn vestur á Snæfells- nesi í sumar við mikla aðsókn og ánægju. ,,Hinum hagsýnu hús- mæðrum sem önnuðust reksturinn tókst í þokkabót að skila 100 króna hagnaði,” sagði formaður sumar- búðanefndar Unnur Halldórsdóttir. í skýrslu dómprófasts, sr. Ólafs Skúlasonar, kom fram að guðs- þjónustum og altarisgestum fjölgar ár frá ári. Á starfsárinu voru 2709 guðsþjónustur og 16147 altarisgest- ir í prófastsdæminu en samsvarandi tölur frá 1976 eru 1937 og 10293. Hinsvegar fækkar hjónavígslum. Fjöldi skírðra og fermdra barna er misjafn milli ára eftir árgöngum, en á síðasta ári voru 1635 börn skírð en 1526 árið 1976. Fjölmennustu söfnuðurnir eru: Fella og Hólasöfnuður: 10263, Digranessöfnuður 9514 og Seljasöfnuður 7859. Fámennastir eru Ássöfnuður 3679, Grensássöfn- uður 3849 og Laugarnessöfnuður 3883. Við tilkomu kirkjugarðsins í Gufunesi hefur fjölgað jarðarför- um frá sóknarkirkjum en fækkað að sama skapi frá Fossvogskirkju. ,,Það gladdi mig mest á þessum héraðsfundi, sagði Dómprófastur aðspurður „hversu fólki fannst það sjálfsagt mál að ýmis verkefni væru í gangi og hillti undir önnur. Almenn þjónusta safnaðanna hefur tekið algjörum stakkaskiptum á síð- ustu árum, sérstaklega í öldrunar- starfi. Húsvitjunarþjónusta fer vax- andi, t.d. í minni sókn eru þegar 8 sjálfboðaliðar sem taka að sér ákveðin heimili og einstaklinga sem heimsótt eru reglulega. Afstaða til kirkjunnar verður æ jákvæðari, ekki síst er fólki varð ljóst hversu mikið starf hún vinnur á margvís- legan máta. Mér finnst reyndar að ákveðin þróun hafi átt sér stað frá velviljuðu afskiptaleysi til þess að taka afstöðu til kirkjunnar. Sumir verða þá náttúrlega á móti en hinir miklu fleiri sem virða það sem vel er gert og vilja leggja hönd á plóginn. Afskiptaleysið er verst.— Sr. Ólafur hefur verið Dómpróf- astur í 8 ár. Um 100 þús. manns er í prófastsdæminu, 19 sóknarprestar starfa þar auk presta í sérþjónustu sem tengjast ákveðnum söfnuðum. —Það var stórbreyting þegar próf- astsdæmið fékk skrifstofu og starfsmann í hálfu starfi. Skrifstof- an annast tengsl við fjölmiðla fyrir alla söfnuðina, annast ljósritun og vélritun og sendir út fæðingartil- kynningar til viðkomandi sóknar- presta. Það voru mörg kvöldin sem ég sat við að sortéra fæðingartil- kynningar áður fyrr. En nú er að verða brýnt að ráða starfsmann til prófastsdæmisins, sennilega prest sem gæti leyst prest- ana af eina og eina helgi, svo að þeir ættu einhverntíma fríhelgi og einnig til þess að vinna með starfshópum að öldrunar- og æskulýðsmálum. Fólk hefur æ meiri væntingar til prófastsdæmisins sem slíks. Það hefur uppgötvað að hægt er að ráð- ast í stærri verkefni, eins og sumar- búðir eða fræðslunámskeið, ef söfnuðirnir standa saman undir hatti prófastsdæmisins.— td___ví]r>i?ApT t

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.