Víðförli - 15.12.1984, Blaðsíða 5
Bein lína frá Æskulýðsstarfi kirkjunnar
Námskeið fyrir
reykvísk fermingarbörn
höfn
Það hefur staðið lengi til að
vísitera íslenska söfnuðinn í Kaup-
mannahöfn, og það gerði ég á heim-
leið frá Póllandi 1.-2. des. Þar var
guðsþjónusta í St. Pálskirkjunni, en
þar eru messur mánaðarlega. Vísi-
tasían fór fram með hefðþundnum
íslenskum hætti þótt í öðru landi
væri. Ég prédikaði og ávarpaði
söfnuðinn eftir messu, séra Ágúst
Sigurðsson sendiráðsprestur þjón-
aði fyrir altari en dóttir hans María
16 ára gömul var organleikari og
stýrði kirkjukórnum sem hún hafði
æft, meðhjálpari er Halldór Leifs-
son sem er við nám í Kaupmanna-
hafnarháskóla. Þarna var mikið
fjölmenni og sendiherrahjónin
meðal gesta. Á fundi með sóknar-
nefnd kom fram að prestshjónin,
séra Ágúst og frú Guðrún Lára
Ásgeirsdóttir vinna umfangsmikið
og mikilvægt starf í þágu íslendinga
í Kaupmannahöfn og víðar. Sér-
staklega varð ég var við þá miklu
ánægju sem ríkir yfir starfi þeirra
hjóna meðal aldraðra og einstæðra
í Höfn. En séra Ágúst annast einn-
ing kirkjulega þjónustu annars
staðar á Norðurlöndum, bæði
embættisverk og ýmsa aðstoð.
Sendiráðsprestur hefur verið í
Kaupmannahöfn í 20 ár, en söfnuð-
urinn var stofnaður formlega 1979.
í sóknarnefnd eru nú: Eiríkur Vals-
son, skrifstofumaður, Gísli Engil-
bertsson rafvirki og Ragnhildur
Ólafsdóttir rithöfundur.
Það var kirkjukaffi eftir messu í
Jónshúsi, en deginum áður voru ná-
kvæmlega 10 ár síðan safn Jóns Sig-
urðssonar var opnað. Ég minntist
Jóns Sigurðssonar og frelsishug-
sjónarinnar þar við samveruna.
Mér var frelsisbaráttan svo ofarlega
í huga eftir Póllandsferðina. Mjög
ánægjulegt var að kynnast hinu
blómlega starfi íslenska safnaðarins
í Kaupmannahöfn og finna þann
hlýja hug, sem bæði yngri og eldri
báru til kirkju sinnar og heima-
lands.
Undanfarin ár hefur farið fram
mikil umræða innan kirkjunnar um
fermingarstörfin, innihald þeirra og
markmið. Flestir eru sammála um
að fermingarstörfin feli ekki aðeins
í sér fræðslu varðandi kristna trú,
heldur einnig samfélag, tilbeiðslu
og þjónustu. Nokkuð hefur skort á
að aðstaða hafi verið fyrir hendi til
að rækja þessi viðfangsefni öll svo
þau verði börnunum styrkur og
hvatning til að öðlast trúna á Guð
og viðhalda henni.
Námskeið
Til að koma til móts við börnin
og fræðara þeirra hefur verið
ákveðið að bjóða upp á námskeið í
Skálholtsbúðum fyrir öll fermingar-
börn Reykjavíkurprófastsdæmis, í
byrjun næsta árs. Eru það ábyrgð-
araðilar Skálholtsbúða, æskulýðs-
fulltrúi þjóðkirkjunnar og Skál-
holtsbúðanefnd, sem standa fyrir
þessu.
Ráðskona verður á staðnum og
fastur starfsmaður, sem sjá mun
um að allt sé til reiðu, jafnframt því
að aðstoða við fræðslu barnanna.
Einnig er gert ráð fyrir því að prest-
ur fylgi sínum hópi, svo og tveir til
þrír sjálfboðaliðar úr söfnuðunum.
Ef erfitt reynist að fá sjálfboðaliða
úr söfnuðunum mun Æskulýðs-
starfið útvega fólk, en í því sam-
bandi hefur verið talað við forsvars-
menn Guðfræðideildar, Ungs fólks
með hlutverk og Kristilegra skóla-
samtaka.
Daglegar ferðir
Gert er ráð fyrir að fyrsti hópur-
inn fari frá Reykjavík mánudaginn
28. janúar 1985 kl. 17.00 og verði í
einn sólarhring, en þá komi næsti
hópur. Bílar frá Teiti Jónassyni
fara frá Reykjavík kl. 17.00 mánu-
dag til föstudags, þannig að fjórir
hópar komast að yfir vikuna. Síð-
asti hópurinn mun fara frá Reykja-
vík fimmtudaginn 21. mars.
Upplýsingar og innritun fer fram
á skrifstofu æskulýðsfulltrúa, s.
12445. Þegar hafa nokkrir prestar
skráð sig og sinn hóp til þátttöku.
— Árum saman var mér haldið föngnum í klefakytru. Einu
tengslin við annað fólk voru við þá sem beittu mig pyntingum.
Ég sá ekki mannsandlit, hvað þá grænt laufblað, í tæp 3 ár.
Eini félagsskapur minn var af músum og veggjalúsum. Efst á
einum veggja kytrunnar var lítið gat, innum það smaug eina
dagsbirtan sem ég sá árum saman. Ég var bundinn á höndum
og fótum í átta mánuði.
Á aðfangadagskvöld, voru klefadyrnar opnaðar og einn af
vörðunum kastaði til mín kryppluðum miða. Þrátt fyrir að
hendur mínar og fætur vœru bundin tókst mér að lesa miðann,
þar sem hann lá á gólfinu. Þar stóð einfaldlega: ,,Constan-
tino, gefstu ekki upp. Við vitum aðþú ert á lífi”, Undirskriftin
var ,,Monica” og merki Amnesty International var á miðan-
um.
Þessi orð björguðu lífi mínu og geðheilsu.
Átta mánuðum síðar var ég frjáls maður.
En hvað hrœrði fangavörðinn til þess að
rjúfa einangrun mína
þarna á aðfangadagskvöld — ?
__________ — Úr bréfi samviskufanga til Amnesty —
VÍÐFÖRLI — 5