Víðförli - 15.12.1984, Side 9

Víðförli - 15.12.1984, Side 9
fjallað um málefni dagsins s.s. þjóðmál, bókmenntir, friðarmál, myndlist og hefur sú samræða auk- ið gagnkvæman skilning og haft já- kvæð áhrif. Kirkjuþing samþykkti að efla skyldi slíkt starf á vegum kirkjunnar, enda er hún meðal fárra aðila, sem getur boðið til mál- efnalegrar hlutlausrar umræðu um það sem efst er á baugi. Fjölmiðlun Árbók kirkjunnar verður fram- vegis gefin út skv. samþykkt Kirkjuþings. Skal hún fela í sér gerðir Kirkjuþings, greina frá helztu málum héraðsfunda, Presta- stefnu og annars fundastarfs kirkj- unnar og miðla öðrum kirkjulegum upplýsingum. Einnig skal undirbúa Handbók kirkjunnar, sem lýsir rétt- indum og skyldum starfsmanna hennar. Kirkjuþing þakkar Útvarpsráði að kristilegt efni var sett inn í barnastund sjónvarps sl. vetur, enn- fremur frumkvæði biskups um samkomulag við starfsmenn út- varps um birtingu dánartilkynninga í nýafstöðnu verkfalli. Þingið fagnar og þakkar aukinni útbreiðslu og kynningu á Biblíunni á Biblíuári, en um 20 þúsund eintök hennar og önnur 20 þúsund eintaka af Nýja testamentinu hafa farið í hendur almennings síðan nýja út- gáfan kom 1981, sérstaklega þó í ár. Hefur Almenna bókafélagið m.a. gert Biblíuna að bók mánaðarins í bókaklúbbi sínum í ár. Einn mikilvægasti áfangi í eining- arstarfi Alkirkjuráðs, er skýrsla sem byggir á áratugastarfi fremstu guðfræðinga um allan heim og kom út í fyrra. Hefur hún verið þýdd á islenzku, sem á flest önnur tungu- mál hins kristna heims. Heitir skýrslan í þýðingu dr. Einars Sigur- björnssonar „Skírn — Máltíð Drottins — Þjónusta.” Var skýrsl- an lögð fram á Kirkjuþingi og var samþykkt að dreifa henni til sem flestra kirkjulegra aðila til umfjöll- unar, en til þess er ætlast af Al- kirkjuráðinu áður en endanleg gerð skýrslunnar verður prentuð. Skráning, helgihald, fræðsla Við prestskosningar kemur oft í ljós að fólk er ekki skráð í það trú- félag sem það heldur að það til- heyri. Kirkjuráði er falið að taka til endurskoðunar þau lagaákvæði um trúfélög sem snerta skráningu skírðra, til þess að auðvelda fólki að fylgjast með í hvaða trúfélag það er skráð. Kirkjuráði var einnig falið að tölvuskrá allar prestsþjónustubæk- ur sem varðveittar eru, og Hagstof- an hefur ekki tölvuskráð. Það kom ítrekað fram á Kirkju- þingi, að helgin stendur höllum fæti í þjóðlífinu. Kirkjuþing 1984 minn- ir á helgi sunnudagsins og bendir á landslög, sem virða messutima þjóðkirkjunnar kl. 11—15 á helgi- dögum. Einnig kom fram í umræðu að skv. lögum hefst helgi stórhátíða kirkjunnar, páska og hvítasunnu, á laugardeginum kl. 18, eins og menn þekkja bezt af jólahátíðinni. Fjármál Margir fámennir söfnuðir hafa ekki bolmagn til þess að greiða raf- veitum upphitunarkostnað kirkna og því liggja sumar þeirra undir skemmdum. Var biskupi falið að hefja umræður við orkumálaráð- herra og leita eftir hagstæðari taxta. Einnig var Kirkjuráði falið að vinna að ódýrari innheimtu kirkju- garðsgjalda, en ríkissjóður fær nú 6% innheimtulaun i dreifbýli en en í Reykjavík tekur Gjaldheimtan 1%. Tvær tillögur voru samþykktar um skattamál. Fjallaði önnur um að láglaunafólk mætti nýta ónýttan persónuafslátt til greiðslu kirkjugjalda en hin að þau heimili þar sem aðeins annað hjóna vinnur utan heimilis, oft vegna umönnunar barna og sjúkra, beri ekki skarðan hlut frá borði í skattamálum eins og nú er. Samþykkt var á Kirkjuþingi að réttur til útgáfu á eftirmyndum af kirkjugripum eða öðru myndefni af kirkjuhúsum, skuli vera í höndum forráðamanna hverrar sóknar- Sr. Halldór Gunnarsson í Holti flutti tvö mál á Kirkjuþingi sem snertir aukin ítök leikmanna í kirkjustjórninni. — Ég flutti þessi mál á grundvelli álits Starfsháttanefndar kirkjunnar sem lagt var fram 1977 og kynnt hafa verið mjög víða á vettvangi kirkjunnar. Þar er stefnubreytingin að kalla leikmenn til meiri ábyrgðar og stjórnunar í kirkjulegu starfi. Starfsskiptingin í kirkjunni hefur löngum verið sú að leikmenn sjá um rekstur sóknarkirkjunnar fjárhagslega en hafa hins vegar engin tengsl við yfirstjórn fjármála kirkjunnar. Prestar hafa hins vegar annast um hin and- legu mál, og hafa því komið einir fram fyrir hönd hennar, þegar um þau er fjallað. Frumvarp mitt um leikmannastefnu er hugsað þannig að það muni veita leikmönnum tækifæri til þess að fjalla sameiginlega um miklu breiðara svið kirkjumála en hingað til og þannig styrkja stöðu leikmanna á Kirkju- þingi í umfjöllun um alla málaflokka þar. Frumvarpið sem ég flutti um ráðningu fjármálastjóra kirkjunnar stefnir líka að meiri ítökum og ábyrgð leikmanna í kirkjustjórninni. Hinni fornu tíund til kirkjunnar var skipt milli fátækra, kirkna, presta og yfirstjórnar. Nú greiðir ríkið laun presta, félagsmálastofnanir styðja fátæka, sóknir fá sóknargjöldin, en fjórði aðilinn, yfirstjórnin, er í fjársvelti. Ég vænti þess að fjármálastjórinn verði einstökum söfnuðum og kirkjustjórn til ráðgjaf- ar í fjármálum en veiti um leið söfnuðum yfirsýn yfir fjármál kirkjunnar í heild svo að fjárhaldsmenn safnaða skynji fjárskort við heildarstjórnun, og takist á við þann vanda með sameinuðum tökum. VÍÐFÖRLI — 9

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.