Víðförli - 15.12.1984, Qupperneq 10

Víðförli - 15.12.1984, Qupperneq 10
kirkju, þannig að einstaklingar eða samtök geta ekki hagnýtt sér slíkt í ágóðaskyni. Byggingar og staðir Skálholt á mikið bókasafn, sem geymt er í turni kirkjunnar og nýtist því ekki sem skyldi. Kirkjuþing samþykkti að hefjast handa um undirbúning byggingar bókhlöðu og yrði það þjóðarátak. Hvatt var til þess á Kirkjuþingi að umræður hefjist í tæka tíð milli kirkju og skipulagsaðila, svo að ekki geymist að ætla kirkju stað í nýjum byggðahverfum. Unnið verði að því að tryggja byggingu kirkjuhúsa þar, svo að kynslóðir vaxi ekki upp á þess að eiga sóknar- kirkju eins og nú þekkist hérlendis. Vígsla kirkju felur það í sér að hún er frátekin til helgrar þjónustu. Kirkjuna má þó nota til tónleika og samkomuhalds af því tagi er for- ráðamenn telja samrýmast vígslu hússins enda séu fyrirmæli um alla háttsemi virt í kirkjuhúsinu, segir í samþykkt Kirkjuþings um notkun kirkna. Marga merkisstaði tengda krist- inni sögu í landinu, skortir stórlega sómasamlegan aðbúnað. Kirkjuráði er falið að láta gera skrá yfir þessa staði, til þess að bætt verði um, væntanlega með aðstoð hins opin- bera. Margir helgidagar kirkjunnar hafa verið gerðir að sérstökum minningadögum. Kirkjuþing varar við að sú þróun gangi of langt enda sé tillit tekið til kirkjuársins sjálfs og aðstæðna í söfnuðum landsins. Ein mikilvægasta þjónusta kirkj- unnar er fræðsla og undirbúningur fermingarbarna. Tillaga um að gengist verði fyrir sérstakri umfjöll- un fermingar og fermingarundir- búnings þjóðkirkjunnar var sam- þykkt á Kirkjuþingi og mun Kirkju- fræðslunefnd og starfshópur henn- ar um fermingarstörf væntanlega fjalla um þau mál. Þá studdi Kirkjuþing ætlun Kirkjufræðslunefndar, að kölluð verði saman sem fyrst ráðstefna þeirra aðila sem vinna að fræðslu- málum á vegum kirkjunnar til sam- eiginlegrar stefnumörkunar og heildarskipulags. Skýrsla Kirkjuráðs fyrir síðasta starfsár. Að lokum samþykkti Kirkjuþing skýrslu Kirkjuráðs liðið starfsár. Er þar m.a. harmað hversu þau mál sem Kirkjuþing sendir frá sér til Al- þingis eiga örðugt uppdráttar. Aðeins eitt þeirra náði fram að ganga. Harmað er einnig að ekki hefur verið skipað í starf sjúkrahússprests og bent er á vaxandi þrýsting heil- brigðisstétta um lausn þessa máls. Bent er á það óhagræði að kirkjan getur ekki skipað sjálf sínum starfs- mönnum þegar verkefnaþungi þeirra er misjafn. Flutningsmaður tilögu um stuðn- ing Kirkjuþings við Bænaskrá Vest- firðinga til Ríkisstjórnar Islands, dró tillögu sína til baka við seinni umræðu málsins og var hún tekin af dagskrá. Af bakbekknum Allmargir stólar voru í fundarsal Kirkjuþings ætlaðir áheyrendum, enda þingið opið öilum. Þeir voru þó sjaldnast setnir, liðu stundum dagar án þess að áheyrandi léti sjá sig nema í mýflugumynd. Undantekning er þó blaðamaður Þjóðviljans, sem fylgdist vel með þinginu. Hér hefur orðið breyting á frá fyrr á árum er þingið vakti meiri athygli manna, ef dæma má eftir áheyrendafjölda. Að visu var fréttaflutningur þá miklu minni af þinginu. Hins vegar leiðir þetta hugann að þvi hvort ekki þurfi með einhverjum hætti að endurskipuleggja starfshætti Kirkjuþings. í ár voru lögð 41 mál fyrir þingið, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hér fyrr á árum var málafjöldinn 10—20 mál og þingið stóð í hálfan mánuð, nú er þingtíminn 10 dagar og málin á fimmta tug. Gefur það auga leið að ekki er hægt að vinna málin sem skyldi, þótt langur sé vinnudagur á Kirkjuþingi. Sé litið á mál Kirkjuþings, virðist mega skipta þeim í þrjá flokka. Mál sem afgreidd verða til löggjafans til umfjöllunar, mál sem vísað er til Kirkjuráðs til afgreiðslu eða jafnvel til frekari könnunar sem gæti leitt til þess að málið yrði tekið aftur fyrir á þinginu og loks tOlögur sem ætlað er að vekja athygli almennings eða ráðamanna á ákveðnum aðstæðum. Aug- ljóst er að þau mál sem skal afgreiða tU Alþingis þurfa mildu ítarlegri um- fjöllun en flest hinna. Því hefur komið fram sú hugmynd, að þau mál sem leggja á fyrir Kirkjuþing skuli hafa borist Biskupsstofu nokkru fyrir þingið, þannig að flokka megi þau og skipuleggja vinnubrögð þingsins með tilliti til þess. Var þá jafnvel haft í huga að forsetar þingsins sætu fram á næsta þing og önnuðust þetta starf. Þá hefur verið á það minnst að mál Kirkjuþings berist jafnvel svo snemma að kynna megi þau Héraðsfundum áður en þingið hefst. Umfjöll- un Héraðsfunda kynni að fækka málum. Geta má þess að tillaga hefur ver- ið samþykkt á Kirkjuþingi, að Héraðsfundir skuli haldnir á sama degi um landið, ef því verði við komið. ítrekað var að því spurt manna á milli á síðasta Kirkjuþingi, hvort öll málin sem fyrir það voru lögð hefðu átt þangað erindi, hvort þingið værí eðlilegur vettvangur til þess að fjalla um þau. Einhvers konar sía virðist nauðsynleg til þess að tryggja sem besta umfjöliun þeirra mála á Kirkju- þingi sem kirkjunni eru brýnust, og forða ótímabærum tillögum. 10 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.