Víðförli - 15.12.1988, Qupperneq 7

Víðförli - 15.12.1988, Qupperneq 7
ið sé í þágu þessa brýna verkefnis sé ekki unnið fyrir gýg heldur fyrir Guð. Samstarf við kaþólska Það er og til marks um mikilvægi þessarar stefnumörkunar Alkirkju- ráðsins að leitað hefur verið eftir aðild Rómversk kaþólsku kirkjunn- ar að framkvæmd hennar. Kaþólska kirkjan stendur sem kunnugt er utan Alkirkjuráðsins. Borist hefur já- kvætt svar frá Róm, og tilnefndur fulltrú til að starfa með höfuðstöðv- um Alkirkjuráðsins í Genf í þessu til- tekna máli. Það í sjálfu sér ber vott um mikilvægi þess og raunverulega og táknræna merkingu þess, að kirkjan tali einum rómi sem frekast er unnt. Sundruð kirkja verður seint trúverðug, frammi fyrir Guði og mönnum. Skoða má allt þetta mál einnig sem mikilvæg tímamót í ein- ingarstarfi kirknanna um víða ver- öld. Trúarandsvar Mikið starf liggur nú þegar að baki í þágu þessa málefnis. Fjöl- mennir fundir miðnefndar Alkirkju- ráðsins, í janúar og ágúst á þessu ári, hafa fjallað um það. Þar var áréttað að líta bæri svo á, að með því væri snert á sjálfum grundvelli trúarinn- ar, það kallaði á „trúarandsvar", „a faith response“. Málið skyldi tekið þeim tökum, að um það færi fram guðfræðileg umræða í öllum aðild- arkirkjunum, þar sem byggt verði á kenningu Ritningarinnar, kristinni hefð og á nákvæmri athugun á að- stæðum heima fyrir. Bent er á inn- byrðis tengsl málefnanna þriggja, réttlætis, friðar og Guðs góðu sköp- unar. Og vísað er til nauðsynjar þess að auk samstarfs kirkna, kirkju- deilda og trúfélaga, verði leitað eftir samvinnu við samtök, er einnig bera fyrir brjósti sömu eða skyld málefni, þótt þau reki starfsemi sina á öðrum trúarlegum eða hugmyndafræðileg- um grunni. Þegar hefur verið boðað heims- þing um þetta málefni árið 1990, þar sem öllum kirkjum Alkirkjuráðsins er boðin þátttaka. Þess má einnig geta að á næsta heimsþingi Lútherska heimssambandsins árið 1990 í Brasilíu verður þetta kjörmál Alkirkjuráðsins í öndvegi. Og loks ári síðar, 1991, kemur Alkirkjuráðið saman á heimsþingi í Canberra í Ástralíu. Hvað um okkur En snertir þetta mál okkur, kirkj- una okkar, og okkur sem einstakl- inga? Þeirri spurningun er auðvelt að svara með einu stuttu jái. Þótt sérstaða okkar sé mikil borin saman við margar aðrar þjóðir og þjóða- brot, sem búa við margvíslegt félags- legt óréttlæti og ófrið, og þótt finna megi mun alvarlegri spjöll á gæðum náttúrunnar en við verðum sökuð um, þá væri það dæmalaus skamm- sýni og heimska að kannast ekki við, að auðvtað eigum við hér hlut að máli og berum ótvíræðar skyldur. Hinu er ekki jafn auðvelt að svara, hvernig kirkjan og við sem einstakl- ingar viljum bregðast við kallinu. Það kostar átak og vafalaust hugrekki að grannskoða trúaraf- stöðu sína með tilliti til þess ákalls, sem hér er borið fram. Reyna kann á rótgróin og hefðbundin viðhorf um afstöðu eða afstöðuleysi kirkjunnar til pólitískra mála bæði nær og fjær. Reyna kann og á opinbera stefnu kirkjunnar til alþjóðmála, því að hjá því verður ekki komist að taka af- stöðu, ætlum við að verða með ekki aðeins í orði heldur og á borði. Efling safnaðarstarfs Á hinn bóginn má líta á ákall Al- kirkjuráðsins og tilmæli um þátt- töku sem kjörið tilefni til að skerpa sjálfsvitund okkar sem kirkju og kristinna manna andspænis þeim háskalega vanda sem að steðjar. Til- efnið mætti nota til eflingar á safn- aðarlífi með því að taka þessi mál til umræðu í því augnamiði að láta rödd kirkjunnar heyrast. Málefnið er þess eðlis, að auk guðfræðilegra sjónarmiða ríður á að þekking, reynsla og viðhorf alls almennings komist til skila. Þess má vænta að Utanríkisnefnd kirkjunnar og Fræðsludeild kirkjunnar veiti mál- inu brautargengi inn í söfnuði lands- ins. Því að það skal áréttað að lok- um, að þar, á vettvangi safnaðar- starfsins, á baráttan fyrir réttlæti, friði og Guðs góðu sköpun ekki síst heima, — með Guðs hjálp. Dr. Björn Björnsson í fréttum Ný safnaðarheimili Lágafellssókn hefur tekið í notk- un fallegt safnaðarheimili, sem er í miðjum þjónustukjarna Mosfells- bæjar. Er heimilið, Kirkjuloftið, eins og það er gjarnan kallað, á efstu hæð apótekshússins. Aðalsalurinn getur rúmað um 120 manns auk þess er fundarherbergi í turni, skrifstofa prests og aðstaða fyrir annað félags- starf. Sérlega vel er hugað að þörfum fatlaðra í þessu smekklega og starf- hæfa safnaðarheimili. Á Reyðarfirði hefur verið opnað safnaðarheimili, um 120 fermetrar. Er það í leiguhúsnæði á efri hæð í nýlegu húsi við aðalgötu bæjarins. Búnaðarbankinn er á neðri hæðinni. I safnaðarheimilinu er salur sem rúmar 40 manns, aðstaða fyrir sókn- arprestinn sr. Davíð Baldursson og Helga Gíslason æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar á Austurlandi. Að sögn Hallfríðar Bjarnadóttur form. sóknarnefndar var megnið af máln- ingar og innréttingavinnu unnið í sjálfboðavinnu. Sótt hefur verið um lóð til byggingar safnaðarheimilis austan Reyðarfjarðarkirkju. Margs- konar starf er áformað í safnaðar- heimilinu rr;.a. tómstundastarf aldr- aðra á vegum Sunnuhópsins, sem er félag aldraðra á Reyðarfirði, sóknar- nefndar og hreppsins. Páfaheimsókn til Norðurlanda Jóhannes Páll páfi annar mun heimsækja Norðurlöndin fimm í byrjun á næsta ári. Heimsóknin hefst í Osló, en það- an fer páfi til Þrándheims og Tromso. Þaðan liggur leið til Reykja- víkur, Helsinki, Kaupmannahafnar og Ioks til Stokkhólms. Þetta er fyrsta páfaheimsókn til Norðurlandaþarsem 170.000 manns teljast kaþólskir en heildar fólks- fjöldi er 22 milljónir. Á öllum löndunum mun páfi syngja kaþólska messu, taka þátt í samkirkjulegum guðsþjónustum og ræða við þjóðarleiðtoga og forystu- menn kirkjunnar. VÍÐFÖRLI — 7

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.