Víðförli - 15.12.1988, Síða 8
Frá Hjálparstofmm
„Brauö handa hungruðum heimi“ er yfirskrift hinnar árlegu
landssöfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar. Að þessu sinni
hófst söfnunin 4. desember og stendur fram til jóla. í byrjun
desember var gíróseðlum, ásamt söfnunarbaukum dreift inn á öll
heimili í landinu. Vonum við að landsmenn taki þessari beiðni
okkar vel nú sem undanfarin ár. Á síðasta ári söfnuðust nær 17
miljónir króna.
Verkefni ársins.
Á árinu sem er að ljúka hefur
Hjálparstofnun kirjunnar haft starf-
semi í allnokkrum löndum í Afríku
og Asíu. Þessi verkefni eru margvís-
leg, stór og smá. Meðal annars
höfum við, í samvinnu við Kirkens
nödhjælp í Noregi, byggt barna-
heimili fyrir munaðarlaus börn í
Eþíópíu. Verkefnið er komið á loka-
stig og loksins fá þessi börn öruggt
heimili, en þau hafa í langan tíma
hafist við í tjöldum.
í öðru Afríkulandi, Mósambik,
höfum við ásamt systurstofnunum
hinna Norðurlandanna, séð um
dreifingu á matvælum og sáðkorni.
Það er alvarlegur matarskortur í
nokkrum héruðum landsins og er
ákaflega erfitt að koma vistum á
áfangastað. Nauðsynlegt hefur verið
að fljúga með varninginn, en síðustu
fréttir herma að Iandleiðin sé að
opnast. Þar með verður auðveldara
og kostnaðarminna að halda hjálp-
arstarfinu áfram.
í Víetnam tókum við á árinu þátt
í kostnaði við stíflugerð sem stuðlaði
að uppskeru þúsunda smábænda.
Þeir geta nú brauðfætt sig sjálfir og
er þessu verkefni lokið.
Hjálparstofnun kirkjunnar sinnir
ekki einungis hjálparbeiðnum er-
lendis frá. Við styrkjum einnig, eftir
því sem tök eru á, neyðarstarf á ís-
landi. Nýlega barst neyðaróp frá
Kvennaathvarfinu í Reykjavik, en
aðstandendur þess sáu fram á lokun
vegna fjárhagsörðugleika. Hjálpar-
stofnun kirkjunnar hljóp undir
bagga með dágóðum styrk. Starf-
semi Kvennaathvarfsins er því miður
nauðsynleg í okkar þjóðfélagi og var
styrkurinn veittur til að koma í veg
fyrir að 6 ára uppbyggingarstarf
þessarar stofnunar leggðist niður.
Hjálpin kemst til skila.
Öll starfsemi Hjálparstofnunar
kirkjunnar hefur það markmið að
8 — VÍÐFÖRLI