Víðförli - 15.12.1988, Side 9
kirkjunnar
stuðla að bættum kjörum þeirra sem
líða skort. Nær daglega berast okkur
hjálparbeiðnir víðsvegar að úr
heiminum. Ástæðurnar eru mis-
munandi, náttúrhamfarir, stríð og
átök, uppskerubrestur, félagsleg
neyð og annars konar harðindi.
Okkar litla stofnun getur ekki sinnt
öllum þeim neyðarköllum sem ber-
ast. En við vitum að sú hjálp sem við
leggjum af mörkum er lóð á vogar-
skálar mannúðar og réttlætis. Það er
stefna okkar að veita aðstoð, bæði i
neyðartilfellum, þ.e.a.s. á hungur- og
hörmungasvæðum — og í fyrir-
byggjandi starf, sem hjálpar fólki til
sjálfshjálpar.
Val á verkefnum er ákaflega erfitt
og er þar að mörgu að hyggja. Við
þurfum í hverju tilviki að fullvissa
okkur um að hjálpin berist þeim sem
þarfnast hennar og sérhver króna
nýtist eins vel og auðið er. Þar höfum
við ávallt haft mikið gagn af góðu
samstarfi við systurstofnanir á
Norðurlöndunum og við alþjóðlegar
hjálparstofnanir, ásamt ýmsum
stofnunum og einstaklingum á
hjálparsvæðunum. Þannig getum
við tryggt að hjálpin komist ævin-
lega til skila.
Hvað er framundan?
Framundan blasa við mörg hjálp-
arverkefni. Ein af þeim hjálpar-
beiðnum sem eru afar aðkallandi, er
uppbyggingarstarf vegna stórfelldra
flóða i Bangladesh sem urðu á síð-
astliðnu hausti. Þessi flóð hafa gert
25 miljónir manna heimilislausa og
er mikil hætta á að sjúkdómar breið-
ist út. Þetta er annað árið í röð, þar
sem gifurleg flóð hafa skollið á í
þessu fátæka Asíulandi. Ástandið er
því mjög alvarlegt.
Matvælaaðstoðinni í Mosambik
verður haldið áfram í samvinnu við
systurstofnanir á Norðurlöndunum,
svo lengi sem þörf og aðstæður
krefjast þess. Af öðrum væntanleg-
um verkefnum má nefna skólabygg-
ingu fyrir fátæk börn á Indlandi og
heimili fyrir vangefin börn í sama
landi.
Hjálparstarfið er þó vissulega
undir okkur öllum komið. Án stuðn-
ings þjóðarinnar er Hjálparstofnun
kirkjunnar einskis megnug. Megin
fjáröflun okkar er á jólaföstu. Við
stöndum og föllum með söfnuninni
„Brauð handa hungruðum heimi“.
Það er okkar einlægasta von að sem
flestir leggi okkur lið eftir efnum og
aðstæðum. Hver króna sem fer í
hjálparstarf, margfaldast að gildi í
hinum fátæku löndum heimsins.
Með ósk um gleðileg jól
Mataruppskriftir eru ekki beinlín-
is það sem fólk tengir við Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. Ef til vill þykir
sumum það beinlínis óviðeigandi af
Hjálparstofnuninni að birta matar-
uppskriftir frá 3ja heiminum, þar
sem miljónir manna svelta. En við
hjá Hjálparstofnun kirkjunnar telj-
um það mikilvægt að þjóðir 3ja
heimsins séu ekki einungis nefndar í
tengslum við hungur og eymd. Veru-
leiki þessara þjóða er vissulega
margbreytilegri en svo og það er svo
sannarlega þess virði að kynnast
menningu þeirra. Matur er menning
og víða í 3ja heiminum er matar-
menningin ótrúlega fjölbreytileg og
spennandi. Við teljum það vera spor
í rétta átt til að auka skilning okkar
á þjóðum 3ja heimsins að kynnast
þeirri hlið á menningu þeirra. Aukin
kynni af menningu þessara þjóða
ættu jafnframt að kynna vilja okkar
til að hjálpa og styðja þær í barátt- j
unni fyrir réttlátari skiptingu hinna
efnislegu gæða heimsins.
Eftirfarandi uppskriftir eru frá
Indlandi og Pakistan.
Lambakarrý með jógúrt.
(fyrir 4-6 persónur).
Vi kíló lambakjöt
2 stk. grænn chilipipar (má sleppa)
2-3 stk. laukur
olía eða smjörlíki
1 stk. ferskt engifer (má sleppa)
1 lauf hvítlaukur
1 stk. koriander
Zi stk. gurkemeje
1 stór tómatur, skorinn í báta
'/2 Iíter jógúrt
1 stk. garam masala
svolítið af kardemommu (malaðri),
negul og kanel
1 tsk. malað kúmen
1 tsk. salt
Skerið lambakjötið í lítil stykki.
Hakkið chilipipar og lauk. Hitið
olíu/smjörliki á stórri pönnu eða í
potti. Steikið chili og lauk og hrærið
vel í á meðan. Bætið engiferi og
pressuðum hvítlauk útí. Setjið kjötið
þarnæst útí og steikið í um 10 mínút-
ur. Koriander, gurkemeje, negull og
tómatur bætast við og skal þetta
sjóða þar til vökvinn af tómatinum
hefur blandast vel við. Bætið þá við
jógúrt, salti og afganginum af
kryddinu. Rétturinn á að malla þar
til kjötið er orðið meyrt og jógúrt og
grænmeti orðin að þykkri sósu (um
40 mínútur). Athugið að chilipipar
og engifer gera réttinn sterkari.
Chapatti
(8-10 stykki)
200 gr. hveiti
200 gr. heilhveiti
Vi tsk. salt
um 2 Vi dl. vatn
Blandið saman mjöli, salti og
volgu vatni. Hnoðið deigið vel.
Geymið það hlýjum stað í um það bil
hálftíma. Hnoðið deigið tvisvar
sinnum á meðan það hvílir. Skiptið
deiginu í 8-10 jafnstóra hluta. Form-
ið hvern hluta í litla bollu og þrýstið
þær síðan flatar og rúllið út í þunnar
kökur fyrir steikingu. Steikið á þurri
pönnu við millihita. Ef það myndast
loftbólur, pressið þær þá úr með t.d.
viskustykki. Snúið brauðunum eftur
um 5 mínútur. Leggið brauðin hvert
ofan á annað eftir steikingu og hald-
ið þeim heitum með að setja klæði
utan um þau. Berið fram heit.
Chapatti passar vel með lamba-
karrý.
Starfsmenn Hjálparstofnunar
kirkjunnar.
VÍÐFÖRLI — 9