Víðförli - 15.12.1988, Blaðsíða 13
Af þér vildi ég okið brjóta,
allar slár til höfða og fóta,
opna hurðu heljarljóta,
höggva niður svartan stafn.
Láta iðu Ijóssins fljóta,
lokka þinna geisla safn.
Þeir hjuggu eina stíflu í öðrum
áfanga Laxárvirkjunar. Og stóðu
svo þétt saman að enginn einn varð
kærður. Þá var ég hrifin. Þá fyrst var
tekið mark á náttúruverndarmönn-
um.“
Eins og fyrr er getið kom út bókin
„Leyndar ástir í Njálu“ út fyrir síð-
ustujól. Égspyr frú Rósu hverjarséu
helstu niðurstöður, sem hún setur
fram í bókinni.
„Þú spyrð um niðurstöður mínar
af athugunum á innviðum Njálu.
Bókin svarar því.
í stuttu máli get ég sagt þér þetta.
Njáll átti þrjár dætur, ein var gift
Katli í Mörk, þau bjuggu þar. Tvær
dætur Njáls voru ógiftar heima, þeg-
ar Njáll tók þungt á því að Gunnar
hefði fest sér konu. Njáll sagði að af
Hallgerði mundi allt hið illa standa.
Njáll varð fyrir vonbrigðum að fá
ekki Gunnar fyrir tengdason.
Ég segi, Njáll vissi fyrir, að Berg-
þóra og dætur þeirra mundu grípa til
óhæfu gagnvart Hallgerði, þegar
þær sæju þessa fögru konu, sem
Gunnar tók fram yfir dóttur besta
vinar síns. Ég segi að þessa ástæður
séu eina skýringin á vinslitaveislunni
sem Bergþóra hélt. Menn slíta ekki
langa vináttu að ástæðulausu. Berg-
þóra gekk þannig frá, að boð fóru
aldrei milli Bergþórshvols og Hlíðar-
enda. Njáll undurbjó Gunnar á
þingi, og taldi honum trú um, að
sökin væri Hallgerðar, ef boð legð-
ust af milli þessara vinabæja. Aug-
ljóst er einnig að Gunnar snýst strax
í veislunni á móti konu sinni. Allt hið
gamla heimilisfólk á Hliðarenda
virðist frá byrjún vera á móti Hall-
gerði.“
Hvað hét svo þriðja dóttir Njáls?
Frú Rósa Ieiðir að því sterk rök í bók
sinni, að Þorgerður Njálsdóttir, sem
gekk úr brennunni á Bergþórshvoli,
hafi ekki verið kona Ketils í Mörk,
sem var einn af forystumönnum
brennumanna, heldur alnafna henn-
ar og systir. Þriðja dóttir Njáls er
hvergi nefnd með nafni, nema ef vera
skyldi í þessu tilfelli. Leiðir hún að
RÓSA B. BLÖNDALS:
Leyndar ástir
í NJÁLU
íslendingasaga skoðuð í nýju ljósi
þessu allflókin en sannfærandi rök í
bókinni. Ef til vill var hún sú, sem
ætluð var Gunnari en hún kemur
hvergi við atburði.
„Höfundur sögunnar sveipar
dætur Njáls einkennilegri hulu,
einkum þó þessa, sem ég álít að hafi
verið alnafna systur sinnar í Mörk.
Jafnvel helstu söguskoðendur Njálu
létu sér ekki til hugar koma, að þær
hafi átt neinn þátt í vinslitaveislunni
og óförum Hallgerðar í Rangár-
þingí. “
Ég hef heyrt því haldið fram, að
umfjöllun þessarar bókar sé dæmi
um hvernig koma megi fornsögun-
um á framfæri við ungt fólk, sem
ekki hikar við að lesa sögurnar eins
og þær liggja fyrir. Frú Rósa hefur
mikla reynslu af að kenna íslensku
og ég spyr hvernig hún telji unnt að
glæða sögurnar lífi í hugum unga
fólksins.
„Ég hygg best til þess að vekja
áhuga á íslendingasögunum að
stofna leshópa áhugafólks á öllum
aldri, til þess að lesa sögurnar og
spjalla um þær.
Ég álít að það ætti að Iesa
skemmtilega kafla fyrir yngri börnin
úr íslendingasögunum og tala við
þau um það. Ég lét börn í Barnaskól-
anum á Laugarvatni lesa eina íslend-
ingasögu á vetri. Þegar ég kenndi á
Drangsnesi einn vetur, kenndi ég níu
og tíu ára börnum saman. Ég sagði
við þau í sögutíma að hérna úti fyrir
Húnaflóa hefði hinn frægi Flóa-
bardagi átt sér stað, og las Flóabar-
daga úr Sturlungu. Þau hlustuðu all-
an tímann mjög vel, hvert einasta
barn. Dr. Þórir Kr. Þórðarson skrif-
aði athyglisverða grein um bókina
mína. Hann vonaðist til að hún gæti
vakið umræðu.“
Frú Rósa telur að slík bók hefði
valdið miklu meiri umræðu fyrir
þrjátíu árum. Þá átti Hallgerður sér
enn óvini og formælendur meðal
alþýðu manna. Þeir, sem nefna sig
fræðimenn, láta sér fátt um finnast í
skjóli þess að höfundurinn hefur
ekkert háskólapróf. Hún telur þó að
vanræksla þess að kenna fólki um
sögu sína og trú svifti einstaklingana
möguleikum þeirra til viðsýni og lífs-
nautnar.
„Kristinfræði og kvæðanám og
saga, eru þau fög sem ég er þakklát-
ust fyrir að hafa lært í barnaskóla.
Það er mitt álit að kenna ætti kristin-
fræði í þrjá tíma í viku í barnaskóla.
Kristinfræði kennir öllum börnum
að hugsa. Hún bendir til himins og
út um allan heim. Ég hefði haft lítið
gagn af því að koma til Jerúsalem, ef
ég hefði ekki lært kristinfræði sem
barn. Barnabiblían, sem ég lærði, er
besta kristinfræðibók sem ég hef les-
ið.
Biblíutextinn er auðskilinn af því
að hann er svo vel unninn. Það sama
er að segja íslendingasögurnar.
Ég var einu sinni að lesa úr Heims-
kringlu fyrir 5 ára barn. Og þar kom
fyrir „í lýsingu“. Ég hugsaði, þetta
orð skilur barnið ekki. En það gerir
ekkert til. Þá gerði barnið um leið
broslega athugasemd, sem sýndi að
það skildi þetta orð af sambandinu,
eins og við yfirleitt skiljum málið af
samböndum.
Það er þetta sem ég vil undir-
strika. Það á ekki að halda börnum
við orðfæðarbækur. Ég var mjög
ung, þegar ég fylgdist með fornsögu,
sem lesin var. Efnið hafði slík áhrif
á mig, að ég lét brúðurnar mínar
heita eftir sögupersónum.“
Hér verður nú staðar númið. Frú
Rósa B. Blöndals hefur ekki sagt sitt
síðasta orð. Að eiga með henni stund
er að sitja við fræðabrunn.
Arndís Jónsdóttir
VÍÐFÖRLI — 13