Víðförli - 15.12.1988, Page 14
að er eftirvænting í lofti. Finnið
þið? Eftirvænting sem hefur verið í
farteski mannsins líklega frá byrjun.
Maðurinn er sífellt að þróast og í
leiðinni að leita að guði, guði til að
trúa á og treysta, falla í faðm þess
guðs að úthella angist sinni og þrá.
Aðventan er byrjuð. Einkenni
hennar nú er vitundin um komu
frelsarans og vitundin um endur-
komu Krists á efsta degi. Eftirvænt-
ing ríkir sumsstaðar ein, þar sem
felldar eru niður skemmtanir og trú-
aðar sálir skynja að Guð er með oss.
Við þessa eftirvæntingu miðar allt í
helgihaldinu, eftirvænting sem horf-
ir fram til þess mikla dags þegar al-
veldi Guðs birtist með komu sonar
hans í mætti og dýrð.
Við látum okkur oft nægja að-
ventukrans með fjórum kertum sem
tendruð eru sem táknmál eftirvænt-
ingar um ljós heimsins- frelsarann.
Höldum í vonina.
Á tímum hins gamla sáttmála,
tímum gamla testamentisins, voru
fyrirheit gefin lýði Guðs um frelsara.
Jesaja spámaður spáði þegar hann
sagði: Sjá, yngismær verður þunguð
og fæðir son og lætur hann heita
Immanuel, sem þýðir: Guð er með
oss.
Enginn veit fæðingardag frelsar-
ans en menn völdu dag til minningar
dag, sem hafði táknræna merkingu:
Sólhvarfadagur í Róm eftir tímatali
þeirra og vegna tengsla hans við gang
sólar. Frelsarinn var hin raunveru-
lega sólarupprás fyrir heiminn —
Ljós heimsins. Þá jókst birta sólar æ
meir. Myrkrið gat ekki sigrað sólina.
Drottinn sigraði dauðann.
Við eigum eftirvæntinguna inn-
réttaða í hjarta. Vonina. Maðurinn
veslast upp ef hann hættir að vona
og vænta. Þá visnar lífsþráður hans,
sem bindur í fléttu sál og líkama.
Augun hætta að gleðjast, byrja að
grána með hversdagsleikanum. Við
verðum að halda í vonina, hún er
andleg móðurmjólk. Flún er tengd
kristni.
Menn biðu frelsarans lengi og við
höldum áfram að bíða þótt hann fari
ekkert, sé alltaf nálægur. Immanuel.
Við erum alltaf börn í hjarta þótt
búkur Iáti á sjá. Fátt er það sem gleð-
ur okkur og vekur barnslega eftir-
Jónas Jónasson
Eftir-
væntingin
deyr
aldrei
Á aðventu
1988
væntingu, meir en aðventan. Þrá eft-
ir kærleika og fúsa þrá eftir að geta
sýnt öðrum kærleik.
Kertin kasta birtu lifandi ljóss á
glampandi augu í andlitum sem eru
snöggvast með yfirbragði barns.
Ljósin öll munu höggva rauf i rökkr-
ið, dökkur hugur lýsast, bros fæðast
og fylgja fólki, sem í þessari til-
hlökkun gengur götur borga og
bæja, stikar snjóveg í fjárhúsin þar
sem kannski þjóðtrúin býr best í bás-
um og menn leggja við eyru á jóla-
nótt eða nýárs - eða er það á þrett-
ándanum sem kýr mæla?
Það voru dýr sem vottuðu fæð-
ingu frelsarans. Vitringarnir þurftu
langveg til að finna barnið í jötu og
votta því lotningu. Síðan fóru þeir
laumulegan krók úr vegi Herodesar
svo þetta barn mætti lifa. Já, allir
biðu hans, sumir óttuðust hann,
þennan son Guðs sem fæddist á fæð-
ingarstofu dýranna án þess að frétta-
menn biðu við glugga. Kannski
þögðu dýrin þessa heilögu nótt,
kannski heyrðist ekkert hljóð nema
hönd vindsins sem strauk þakið og
stunur verðandi móður sem heyrðust
og svo fegursti grátur sem heyrst hef-
ur í heimi.
Engir komu útvarpsmenn.
f þögn nætur og kulda sem kemur
á þessum slóðum, þegar enn ein sólin
er dáin, stóðu hirðingjar óttaslegnir
þegar þeirra tíma fréttaþulur talaði
þeim tíðindin mjúklega: Þeim var
frelsari fæddur. Og þeir fóru að sjá
barnið í jötunni. Enginn útvarps-
maður tók viðtal við guðsmpður,
enginn yfirheyrði vitni, samt fóru
þessi tíðindi um heimsbyggðina með
hraða ljóssins.
Við minnumst þessa á hverjum
jólum, munum frelsrann á páskum,
stundum á sunnudögum, sjaldnar á
hvítasunnu ef við höfum eitthvað
annað að muna, til dæmis hvert við
erum að skreppa, hvar sé útihátið
með nógu miklu fjöri. Æjá, við höf-
um öll verið ung og gleymin. Dags-
önnin er orðin svo óskapleg, allt
þetta sem þarf að muna, allt sem
þarf að gleyma. Svo byrjum við að
muna Hann á stund hörmunga og
harma. Því nafn Hans er stimplað í
hjörtu okkar með ósýnilegu bleki og
verður aldrei afmáð.
Á jólanótt lifum við aftur merki-
legustu fæðingu barns sem ekkert
átti af jarðnesku, en hlaut í vöggu-
gjöf neista Guðs sem varð að jarðar-
báli og logar enn.
Barnið innra með okkur.
Hverja jólaföstu byrjum við að
blandast barninu sem í okkur býr,
jafnvel þó við reynum að vera áhuga-
laus og kennum um kaupgleðinni og
skrautinu, jólalögum dægurlanda.
Syngjum þó sjálf hina heilögu nótt,
14 — VÍÐFÖRLI