Víðförli - 15.12.1988, Blaðsíða 15
jólasálmana sem góðir menn ortu
okkur í sakleysi augnabliksins og
grunaði víst ekki eilífðina í söngvun-
um þeim. Þó að við streitumst í móti,
sogumst við með í hringiðu nútíma
eftirvæntingar, fjöldagleðina og
kalla nú enn og aftur gleðileg jól til
annara, halda enn og aftur gleðileg
jól hvað sem þau kosta. Auðlegð
virðist vera næg í allri fátæktinni.
Löngu liðin sú tíð er nægja þótti að
gefa börnum landsins kerti til að
kveikja loga eftirvæntingar og friðar
og hvitta myrkrið sem bjó í hverju
horni og í löngum göngum húsa. Ef
vel lá á guði kveikti hann himneskt
kertaljós og setti í stjörnuglugga sina
og útiljósið á bæ hans lifði í formi
tungls og birtan dansaði á kristal-
hjarni svo að menn komust leiðar
sinnar í fjárhúsin án þess að villast út
í auðnina. Enn lifir eftirvænting í
fénu sem kveikir augnljós í myrku
fjárhúsi eins og þessi ókyrri hópur sé
að biða eftir einhverju stórkostlegu.
Það sem hefur gerst getur hæglega
gerst aftur.
Þegar búið var að gefa á garðann,
jólin liðin burtu og grár hversdags-
leikinn tekinn við, byrjuðu menn að
bíða enn og aftur. Bíða frelsarans þó
hann sé löngu kominn og hafi ekkert
farið.
Við eyðum oft tíma aðventu í
kvartanir um hjóm í undirbúningi
jólanna, menn renna fótskriðu á
dögum sem deyja hver af öðrum og
eru mismikið til minnis. Á sjálfu
aðfangadagskvöldi enda menn
þreyttir og leiðir, búnir að týna gleð-
inni í einhverri stórverslun, jóla-
gleðin situr kannski aðeins eftir á
jólakortum sem svo hafna í ruslinu
þegar dagur vaknar í austri grár og
orðinn venjulegur.
Augnabliki jólanna verður
aldrei eytt.
En okkur mun aldrei takast að
eyða augnabliki jólanna, augnabliki
aðfangadagskvöldsins, þegar klukk-
ur heimsins kalla alla menn til að
nema staðar í erlinum og finna að
það er heilagt. Já, takið bara eftir
því, þegar klukkan segir okkur að
aðfangadagur sé að breytast í kvöld,
þá verður eitt ólýsanlegt augnablik,
rétt einsog allur heimur standi á önd-
inni og bíði í þegjandi eftirvæntingu.
Hjarta okkar slær örar, ljós kvikna
og eru lifandi en jafnvel loginn er
kyrr. Fuglar hætta að tina í heims-
búrinu, leggja höfuð á fönn til að
brjóta af sér storminn og fuglar í
búri húsa stillast og klemma klær
um rimla, þrýsta nefi og augum milli
þeirra og horfa til einhvers sem er
væntanlegt. Allt svo kyrrt og agn-
dofa, og við, sem eigum öll þessi ár
á baki, við byrjum að breytast í börn
aftur og byrjum að elska upp á nýtt.
Þegar vígamenn urðu
jólabörn.
Ég átti vin sem nú er látinn. í
síðari heimsstyrjöldinni var hann
óvelkominn túristi á vegum ferða-
skrifstofu þýska stríðsins. Ein jól
dvaldi hann í skotgröfum. Samt
komu jólin þangað. Hann sagði mér
hvernig eftirvæntingin byrjaði að ná
tökum á þeim öllum og lifði á milli
skothvellanna og þegar var orðið
heilagt um heimsbyggðina, hættu
menn einfaldlega, einn af öðrum, að
þrýsta á gikki, augu að leita óvina,
heldur leitaði hugur heim gegnum
lokuð augu, því allir áttu sér ein:
hversstaðar heima, annarsstaðar.
Snöggvast ríkti algjör þögr, í báðum
skotgröfum, menn héldu niðrí sér
andanum í ólýsanlegri eftirvænt-
ingu. Svo byrjaði einhver að syngja
Heims um ból. Fleiri raddir tóku
undir og loks var sungið um allan
vígvöllinn á tveimur tungum og helgi
stundarinnar þrýsti sér í eyru vina og
óvina og út um varir í voldugum tón-
um þessa einfalda lags. Vinur minn
fékk enn tár í augun þegar hann
minntist þessarar jólanætur og
aldrei hafði hann heyrt svo magnað-
an söng. Vinur minn lagði byssuna á
frosna jörðina og tárin runnu og
byrjuðu að þíða frera jarðar og frera
hjartans meðan hann þrýsti óhreinu
enni sínu á jörðina. Sálmur jólanna
fyllti tómið milli skotgrafa, síðan allt
tómið milli himins og jarðar og
herskari engla sveif yfir og kallaði
þessum hirðingjum vopna: Verið
óhræddir, yður er í dag frelsari
fæddur, ef þið voruð kannski búnir
að gleyma því. Elskið hann, elskið
óvini yðar, réttið fram hina kinnina,
sá ykkar sem syndlaus er skjóti
fyrstu kúlunni.
Ekkinn bjó í brjósti hvers her-
manns, varir mæltu orð og bænir til
mæðra. Svo byrjuðu hermennirnir
að kallast á, gleðileg jól, gleðileg jól!
Það heyrðist meira að segja hlátur.
Menn kveiktu óhræddir í vindling-
um. Allir urðu þessir vígamenn jóla-
börn þessa heilögu nótt. Einhvers-
staðar þarna úti, í fjárhúsi langt frá
gististöðum manna, lá frelsarinn í
jötu sinni og vitringarnir lutu hon-
um í auðmýkt.
Þegar dagur lyfti sól nýfæddri
upp á austurhimin, voru vígamenn
enn búnir að gleyma honum, sem
fæddist um nóttina þarna rétt hjá
þeim. Sálmur jólanna hafði dáið út,
þögnin lifði á nástráum. Svo byrjuðu
þeir aftur að skjóta.
Frelsarinn fór ekkert.
Meðan lífsklukkan tifar okkur
tímann, er ljúf huggun að vita að
frelsarinn fór ekkert. Hann stendur á
meðal okkar. Hann mun strjúka
unga vanga og rjóða, renna mjúkum
fingrum um hrukkur ellinnar, slá
strengi hvers hjarta, blása burt tárum
einmanaleikans, strjúka gullin hár
og grásprengd og sinfónía lífsins
verður flutt á hverjum degi og heyrist
um víða veröld og allir munu þekkja
hana því hún er samin á himnum,
æfð á jörðinni og flutt í hugum fólks
og ber nafnið Gleðiboðskapur.
í nafni Hans byrjum við að halda
aðventuna á dimmustu dögum árs-
ins. Þetta er tími eftirvæntingar og
gleði, tími gjafa í nafni elsku og vin-
áttu. Sum okkar kvíða árlega fargi
þessara daga og kvarta sáran og segj-
ast ekki hafa vilja til að halda jól,
hafi ekki efni á því að halda jól.
En jú, öll getum við gefið hvert
öðru dýrmætar gjafir: Við getum
gefið hlýtt handtak, fallegt bros, orð
búin til úr varma, vináttu gjörða úr
hjartablóði.
Jesúbarnið í jötunni frægu, er lif-
andi tákn um gæsku Guðs, von um
framtíð án enda. Hvað er að óttast?
Með trú og von og kærleik í hjarta:
Hvað er að óttast?
Eftirvæntingin deyr aldrei.
Guð veri með okkur öllum. Gang-
ið héðan í gleði, fylgið stjörnunni,
þá finnið þið Hann, fyrr eða síðar,
Immanuel.
Jónas Jónsson útvarpsmadur
flutti þessa hugleiðingu á aðventu-
kvöldi Dómkirkjunnar 27. nóvem-
ber.
VÍÐFÖRLI — 15