Víðförli - 15.12.1988, Blaðsíða 16

Víðförli - 15.12.1988, Blaðsíða 16
Frá œskulýðsstarfi kirkjunnar: Bráðum koma blessuð jólin börnin fara að hlakka til Jólin nálgast og eftirvæntingin vex. Allir þekkja úr eigin lífi eða barnanna hversu biðin eftir jólunum getur orðið löng. Það er fjarska margt sem þarf að gera fyrir jólin. Fullorðna fólkið er á spani, það þarf að þrífa, baka o.s.frv. En mitt í öllu amstrinu megum við ekki gleyma því að jólin eiga að vera hátíð barnanna og allrar fjölskyldunnar. Við þurfum að taka okkur tíma til að undirbúa með börnunum komu jólanna. Margt er hægt að gera en hér verður bent á tvö atriði. Aðventukrans. Tíminn fyrir jólin er kallaður að- venta. Orðið merkir koma. Á jólun- um fögnum við því að Jesús Kristur kom í heiminn. Sunnudagarnir í að- ventu eru fjórir. Á mörgum heimil- um er það siður að hafa aðventu- kransa. Aðventukransinn byggir á norður evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar Iífið sem er í Kristi. Log- andi kertin benda til komu Jesú Krists, hins lifanda ljóss. Þegar fjögur kerti eru á kransi er kveikt á einu kerti á viku. Það er næsta auð- velt að gera þessa litlu athöfn þegar kveikt er á kertunum að lítilli nota- Iegri helgistund með börnunum. Segið börnunum frá aðventukrans- inum, hvað kertin heita. Látið svo börnin kveikja á kertunum. Einnig er hægt að lesa texta úr Biblíunni sem passar við hvert kerti. Þá er ekki heldur úr vegi að syngja með börn- unum. Flest okkar ættu t.d. að kunna sálmana „Bjart er yfir Betle- hem“ og „Nóttin var sú ágæt ein“. Þessir sálmar eru númer 80 og 72 í Sálmabókinni. Einnig er hægt að syngja aðra söngva, sem sem „Jóla- klukkur klingja“ en texti hans er eftir Ómar Ragnarsson. En hvað heita nú kertin? Fyrsta kertið heitir spádómskertið. Það minnir á fyrirheiti spámanna Gamla testamentisins sem höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Hér kemur til greina að Iesa fleiri en einn texta úr Biblíunni. En við stingum upp á Jesaja 9. kafla, versin 1-7, og Jesaja 42. kafla, versin 1-9. Annað kertið heitir Betlehems- kertið. Athyglinni er hér beint að borginni Betlehem, þar sem Jesús fæddist og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Hér mætti til að mynda lesa Míka 5. kafla, versin 1-3, eða þá Matteusarguðspjall 2. kafla, versin 1-12. Þriðja kertið nefnist hirðakertið. En fátækir og ómenntaðir fjárhirðar fengu fyrstir tíðindin góðu um fæð- ingu Jesú. Hér viljum við benda á tvo texta, Lúkasarguðspjall 2. kafli, versin 8-20, og Fyrsta Jóhannesar- bréf 3. kafli, versin 1-3. Loks er fjórða kertið sem nefnist englakertið. Það minnir okkur á þá sem fluttu hirðunum á Betlehems- völlum gleðifregnina um fæðingu frelsarans. Tveir textar úr Lúkasar- guðspjalli koma hér upp í hugann; versin 26-38 í 1. kafla og versin 1-14 í 2. kafla. Aðventukarfa. Þó svo að margir kaupi sér tilbúna aðventukransa getur oft verið mun skemmtilegra að búa til sín eigin að- ventuljós. Höfundur þessara lína sá fyrir nokkrum árum hvernig móðir og sonur útbjuggu sín eigin aðventu- ljós. Þau höfðu keypt bastkörfu, grenigrein og grænan leir úti í blómabúð. Leirinn var notaður til að festa kertin við botninn á körfunni. Og þetta gátu litlar hendur gert. Greinarnar voru festar á sama hátt. Svo var karfan fyllt af hnetum þann- ig að kertin og greinarnar stóðu upp úr hnetuhrúgunni. Á hverjum sunnudegi var svo kveikt á kerti og Iesin jólasaga en á meðan mátti litli maðurinn gæða sér á hnetunum. 16 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.