Víðförli - 15.12.1988, Side 18

Víðförli - 15.12.1988, Side 18
Fjárhúsið í Betlehem Á mörgum heimilum eru til lítil fjárhús með Maríu, Jósef og Jesú- barninu, fjárhirðum, lömbum, englum og vitringum, sem standa frammi um jólin. Tilvalið er að búa til slíkt fjárhús sjálf sem getur hvort sem er staðið á heimili, í kirkju eða safnaðarheimili. Vel má nota slíkt fjárhús þegar sagt er frá atburðum atburðum jólanna. Þátttakendur geta þá hjálpast að stilla upp hlutun- um um leið og frásagan er sögð. Þetta er ekki hægt að gera í stórum hópi. Ákjósanlegast er að búa til fjár- húsið og fólkið í hópvinnu. Þetta er kjörið verkefni fyrir elstu börnin í barnastarfi, þ.e. þau sem eru 11 og 12 ára. Fjárhúsið fær svo að standa yfir jólin í kirkjunni og hægt er að láta atburði jólanna „gerast“ þar með því að breyta uppstillingunni allt eftir því sem jólin líða. Ef til vill má byrja þegar á aðventunni og láta Maríu og Jósef vera á Ieið til Betle- hem. Vitringarnir koma þá ekki að fjárhúsinu fyrr en á þrettándanum. Flér verður hver og einn að finna sína leið en láttu hugmyndaflugið vinna með þér. Börnin kunna að meta það. Fjárhúsið. Fjárhús og fólk verða að vera í stærðarhlutföllum hvert við annað. Flér eru gefnar 3 hugmyndir allar úr pappa. Einnig er hægt að smiða fjár- hús og væri gaman að heyra ef ein- hver ræðst í slíka framkvæmd. I. Efni: Pappakassi utan af 18. litlum Svala fernum. Strigi/lím og/eða málning. Aðferð: Langhliðar kassans eru notaðar sem gólf og þak. Sú hlið sem er þak er spennt upp. Hylja þarf textann á hliðunum á einhvern hátt, t.d. með striga eða málningu. Þetta hús hentar vel fyrir klósettrúllufólk. II. Efni: Karton, heftari, strá (bast), lím, skæri, stjörnur, þráður. Aðferð: Klippið ca. 10 cm breiðan og 100 cm langan renning sem heftur er saman eins og myndin sýnir. Strá límd á bogann. Hengið upp stjörnur á bogann til skrauts. Þessi stærð er ágæt fyrir klósettrúllufólk en mjög auðvelt er að breyta stærðinni. III. Efni: Karton (t.d. úr pappa- kassa), breitt límband, strá (bast), lím, skæri. Aðferð: Klippið út alla hlutina. Límið hliðar og langvegg saman með límbandinu. Langveggurinn er lágur til að birta komist þar inn. Þakinu er svo þrýst ofan á. Límið strá á þakið. Stærð þessa húss hentar vel fyrir lítið fólk, t.d. fólk úr eggjabökkum. 2 stk. Jata. Jötu má auðveldlega búa til úr þykkum pappír, eins og þessi mynd sýnir. 0 fl þak 13cm 0 22.5cm (1 18 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.