Víðförli - 15.12.1988, Page 24
Kirkjuþing 1988. Fremsta röð: Agnes Ýr Þorláksdóttir starfsmaður, Halldór Finnsson, Gunnlaugur Finnsson, sr. Sigurður Guð-
mundsson vígslubiskup, herra Pétur Sigurgeirsson biskup, sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup, sr. Jón Einarsson, sr. Svavar Stefánsson,
Þórir Jökull Þorsteinsson starfsmaður. Miðröð: Sr. Þorbergur Kristjánsson, Jón Guðmundsson, sr. Jónas Gíslason, sr. Hreinn
Hjartarson, Halldóra Jónsdóttir, Margrét K. Jónsdóttir, sr. Jón Ragnarsson, Guðmundur Magnússon. Aftasta röð: Kristján Þor-
geirsson, lngimar Einarsson, Ottó A. Michelsen, sr. Jón Bjarman, sr. Þórhallur Höskuldsson, sr. Árni Sigurðsson, dr. Gunnar
Kristjánsson, sr. Magnús Guðjónsson ritari þingsins.
Tveir varamenn sátu Kirkjuþing að þessu sinni, þeir sr. Jón
Ragnarsson í Bolungarvík og sr. Svavar Stefánsson á Neskaup-
stað.
Víðförli spurði þá um viðhorf þeirra og reynslu af þingsetunni.
Sr. Svavar Stefánsson
Sr. Svavar Stefánsson, Neskaup-
stað var annar fulltrúi Austfirðinga í
fjarveru sr. Einars Þórs Þorsteins-
sonar prófasts.
Hvernig kom Kirkjuþing þér fyrir
sjónir séð að innan?
Þetta Kirkj uþing sem nú er ný lok-
ið er það fyrsta sem ég sit en ég er
varamaður sr. Einars Þorsteinssonar
á Eiðum. Ég get ekki sagt að ég hafi
verið kunnugur störfum Kirkjuþings
að öðru leyti en því sem maður les í
„Gjörðum Kirkjuþings“. Það var því
mjög fróðlegt að sitja þetta þing og
taka þátt í störfum þess. Þarna var
verið að fjalla um málefni kirkjunn-
ar með nokkrum öðrum hætti en
maður á að venjast. Þar á ég við
ýmsa þætti er snerta þá löggjöf sem
kirkjuna varðar. Mér er það ljósara
en áður hve mikilvægt það er að þar
sé vandað til. Og þar sem ég sat í
fjárhagsnefnd Kirkjuþings þá gafst
mér tækifæri til að kynnast vel fjár-
málum kirkjunnar og þeirra stofn-
ana sem tengjast henni. Það var
mjög athyglisvert og gleðilegt að sjá
í fyrsta lagi hve tekjur kirkjunnar og
safnaðanna hafa aukist og í öðru
lagi hve góður rekstur virðist vera
orðinn á stofnunum kirkjunnar.
Vakti sérstaka athygli mína hve Út-
gáfan Skálholt hefur tekið miklum
stakkaskiptum og vænt þess að hún
eigi eftir að gera marga góða hluti.
Hvaða mál þingsins fundusl þér
alhyglisverðust?
Mestur tími Kirkjuþings að þessu
sinni fór í umræður um frumvarp til
laga um skipan prestakalla og
prófastsdæma. Þar er m.a. gert ráð
fyrir nokkrum breytingum á presta-
kallaskipan. Ég verð að segja eins og
er að ég varð fyrir nokkrum von-
brigðum með það frumvarp. Ég
hafði búist við viðameiri breytingum
en þar er gert ráð fyrir. Þegar breyta
þarf skipan prestakalla og prófasts-
dæma finnst mér að það þurfi að
byrja á því að skoða hvern fjórðung
með tilliti til samgangna, félagslegra
aðstæðna o.fl. Til þess að prófasts-
dæmi verði virk starfseining, eins og
stefnt er að í þessu frumvarpi, þá
þurfa söfnuðirnir og starfsmenn
þeirra að eiga auðvelt með að hittast
og starfa saman. Ég get nefnt sem
dæmi, að hér fyrir austan erum við
með tvö prófastsdæmi (reyndar þrjú
í kjördæminu) og skipting þeirra
gengur þvert á samgönguleiðir. Þessi
skipting hefur torveldað samstarf.
Ég hefði viljað sjá Héraðið og firð-
ina í einu prófastsdæmi og að
prófastur fengi aðstoðarprest til að
geta sinnt sínum prófastsstörfum
eingöngu. Þannig vildi ég að nefndin
hefði skoðað allt landið. En ég geri
24 — VÍÐFÖRLI