Víðförli - 15.12.1988, Side 27
Fermingarnámskeið á Núpi
hamingjusamur. Flest annað er
varðar hagi okkar skiptir minna máli
en þetta um það hvort við erum
hamingjusöm eða ekki. Nú gæti það
þótt órómantísk skilgreining að
hamingjan sé fólgin í starfi, en flest-
ar eða allar visanir til innri verðmæta
eða ytri gæða reynast haldlitlar, því
ríkt og frægt fólk sem og miklir
gáfu- og listamenn kljást ekki síður
við geðræn vandamál en sauðsvartur
almúginn. Með „starfi“ er hér ekki
einungis átt við launað starf því
mörg er vinnan þó ólaunuð sé sbr.
orðalagið „það er mikil vinna að
vera með stóran garð.“ Raunar
kemur fátt af sjálfu sér í lífinu. Fjöl-
mörg dæmi mætti nefna um hin
ýmsu svið sem krefjast starfsemi til
huga og/eða handa. Lítum til dæmis
á hvaða sagnir eru notaðar til að lýsa
því hvernig hjónaband megi vera
gott: ástunda, hlúaað, rækta, byggja
upp. Þær lýsa mikilli virkni og
krafti. Hamingjutilfinningin tengist
hvers konar starfsemi einstaklings
sem hefur tilgang fyrir hann, þann
tilgang að ná ákveðnu markmiði sem
honum finnst verðugt. Lífsskilning-
ur manna er ólíkur og væntingar
þeirra til lífsins og sjálfra sín jafn
misjafnar og mennirnir eru margir.
Þess vegna er engin ein uppskrift til
að hamingjusömu lífi. Listin er að
gera sitt besta, eins og íþróttafólkið
segir, án þess að ofgera sér.
Sátt við hlutverkið.
Summu allra starfa einstaklings-
ins, í þeirri víðu merkingu sem áður
er lýst, er hægt að nefna „hlutverk".
Hamingjusamt lífshlaup hans felst
þá í því hvort hann er sáttur við hlut-
verk sitt í lífinu yfirleitt. — Fólk deyr
og við segjum að það hafi verið sátt
við að deyja. Við segjum svo um fólk
sem sýnir af sér ró því það hefur
skilað vel sínu hlutverki. Það deyr
hamingjusamt!
Sjónvarpsþátturinn „Maður vik-
unnar“ er ólíkur þætti eins og „Það
er leið út“. Hann leiðir nær alltaf
fram á sjónarsviðið fólk sem Iifir
„sólarsumar“. Það er ekki hægt
annað en fyllast aðdáun á þessu at-
orkusama og bjartsýna fólki. Öll
eigum við okkar atorku og okkar
bjartsýni. Séð frá því sjónarmiði
erum við öll brot af manni vikunnar.
Herbjört Pétursdóttir.
Eins og kunnugt er fjallaði presta-
stefnan í sumar um fermingar-
fræðsluna og taldi nauðsyn á að enn
meiri áhersla yrði lögð á hann en ver-
ið hefur. Viðbrögð prestanna á Vest-
fjörðum voru m.a. þau að bjóða upp
á námskeið í upphafi fermingar-
fræðslunnar á Núpi í Dýrafirði dag-
ana 5. og 6. eða 8. og 9. september.
Á dagskrá voru fermingarfræðslu-
stundir með venjulegu sniði, vinna
með svokallað þemaverkefni, úti-
vist, kvöldvaka og helgistundir.
Námskeiðahald þetta heppnaðist
að sögn prestanna sérstaklega vel.
Þátttaka var mjög góð og mættu
nær öll börn af smærri stöðunum.
Mikið vannst á þessum tiltölulega
stutta tíma. Fimm kennslustundir
voru hafðar með venjulegu sniði og
skiptust prestarnir á að taka til sín
börnin í hópum og kenndi hver
þeirra sitt efni. Einnig var unnið með
þemað: Sköpunin — Maðurinn —
Guð; á margvíslegan hátt. Sýndar
voru myndir og einnig búnar til,
sungnir söngvar og rætt um málin.
Guðsþjónustur við hæfi barna voru
kvölds og morgna og var eftirtektar-
vert hvernig söngurinn magnaðist
með hverri guðsþjónustu eftir því
sem söngvarnir lærðust betur og
börnin stilltust betur saman.
Ekki var vanrækt að nýta sér það
senr Núpur hefur uppá að bjóða:
Fagurt umhverfi, góða iþróttaað-
stöðu, prýðileg húsakynni og frá-
bærlega notalegan og heimilislegan
mat. Það er ánægjulegt að sjá þær
framfarir sem eru að verða á Núpi
þessi árin og tilhlökkunarvert að
eiga þar í hús að venda með vest-
firskt mannræktarstarf. Þess starfs
vegna var Núpsskóli stofnaður af
merkisklerkinum og skólafrömuðin-
um Sigtryggi Guðlaugssyni.
í fermingarfræðslunni er treyst sú
lífsundirstaða sem foreldrar, kirkja
og skóli hafa þegar lagt og telja
prestarnir þetta gott upphaf á vetrar-
starfinu. Mörg hafa börnin sjálfsagt
verið í sumarbúðum á Núpi og hafa
því eflaust haft gaman af að heim-
sækja staðinn og rifja upp gömul
kynni. Einnig er þetta kjörið tæki-
færi fyrir vestfirsk börn til þess að
kynnast hvert öðru.
Þeir prestanna sem reynslu hafa af
fermingarbarnanámskeiðum á miðj-
um vetri fermingarfræðslunnar
segja reynsluna af þessu námskeiði
ótvírætt benda til þess að heppilegra
sé að hafa þessi námskeið á haustinu
í upphafi vetrar. Börnin eru fersk eft-
ir sumarleyfið, samstarfið við fræð-
arana nýnæmi og þau ómótaðri sem
hópur.
Myndin sýnir hversu henl er gaman af
fermingarfræðurunum á Núpi: F.v. sr.
Jakob Hjálmarson Isafirði, sr. Karl
Matthíasson Suðureyri, sr. Gunnar
Hauksson Þingeyri, sr. Sigurður Jónsson
Patreksfirði og sr. Jón Isleifsson Sauð-
lauksdal.
VÍÐFÖRLI — 27