Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 11

Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 11
Jesúbænin sem varabæn Þegar við byxjum að iðka Jesúbænina, iðkum við hana fyrst sem varabæn, þ.e. við segjum hana með vörunum. Þegar við iðkum bænina á þann hátt, þá er hún eins og játning. Við játum að Jesús Kristur sé okkar Drottinn, að við þörfnumst miskunnar hans og að við séum syndarar. Slíkjátninger mjög mikilvæg. Páll postuli segir: “Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða” (Róm. 10:9). í fyrsta bréfi Jóhannesar, hinu almenna segir ennfremur: “Ef við játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss synd- imar og hreinsar oss af öllu ranglæti” (I.Jóh. 1:9). Jesúbænin sem hugarbæn Þegar við erum orðin handgengin Jesúbæninni verður hún að hugarbæn, þ.e. við segjum hana í huganum. Við íhugum alla þá vegu sem Drottinn lýsti sjálfum sér fyrir okkur og reynum að öðlast tilfinningu fyrir honum. Hvemig upplifum við Drottin sem ljós heimsins? Hvernig upplifum við hann sem konung himinsins? Við reynum að finna fyrir honum á áþreifanlegan hátt, því að hann lifir og hanner sá sem hann segist vera. A þessu stigi er þráin eftir miskunn Guðs orðin heitari og raunverulegri, og vitundin um eigin synd orðin dýpri. Jesúbænin sem hjartabæn Eftir talsverðan tíma og iðkun verður Jesúbænin að hjartabæn og það er lokatakmarkið. Þráin eftir Drottni sjálfum og miskunn hans er þá orðin að svo heitri þrá að hún litar alltlífið. Hún glæðir tilveruna litum og lífi og bænin verður þá sá “andans andardráttur” sem er óslítandi þáttur milli okkar og Drottins. Þetta leiðir einnig til þess að okkur þyrstir í að heyra orð Drottins og þráum að neyta altaris- sakramentisins, sem hvoru- tveggja verða okkur lífsins lind. Návist heilags anda verður einnig mjög raunveruleg. Þegar Jesúbænin er orðin hjartabæn, þegar hún er stöðug í hjarta okkar, hefur Guð fengið að höndla huga okkar, hjarta og sál. Við tilheyrum þá Drottni svo óumdeilanlega að hann tekur að birta okkur hulda leyndardóma, brot af dýrð sinni. Orð eru að j afnaði ekki lengur nauðsynleg við iðkun Jesúbænarinnar þegar hér er komið. Þráin eftir Drottni og miskunn hans er viðvarandi og víkur ekki úr hjarta okkar. Andi Drottins hefur þá ummyndað hjarta okkar, huga og sál, svo að getum komið fram fyrir Drottin með “óhjúpuðu andliti.” Eða eins og Páll postuli orðar þetta: “En þegar einhver snýr sér til Drottins, verður skýlan burtu tekin. Drott- inn er andinn, og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi. En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins” (II.Kor. 3:16- 18). Aðferðir við iðkun Jesúbænarinnar Mörgum kann að vera illa við að heyra minnst á aðferð þegar rætt er um bæn, bænin er þess eðlis. Hin frjálsa bæn þar sem við snúum okkur að Guði í trú, trausti og elsku hefur líka lítið með aðferð eða tækni að gera. Að iðka Jesúbænina er dálítið annað, einkum í fyrstu. Margir sem byrja að iðka Jesúbænina reyna það að hugurinn fer fljótt að fást við annað og áður en varir erum við búin að gleyma Jesúbæninni. Þess vegna er gott ráð að tengja hana andardrættinum, því að það að anda er eitthvað sem við komumst ekki hjá að gera. Þegarviðsegjum “Drottinn Jesús Kristur,” þá öndum við að okkur, þegar við segjum “Guðs sonur” öndum við frá okkur. Þegar við síðan segjum “miskunna þú mér” öndum við aftur að okkur og að lokum andvörpum við “syndaranum.” Þetta reynum við að gera án afláts. Ef við gefumst ekki upp og náum með þolgæði og þrautsegju að iðka Jesúbænina þar til hún verður hugarbæn, verður allt mikið auðveldara og bænin tengist andardrættinum á óþvingaðan hátt og verður síðan þessi “andans andardráttur” á mjög eðlilegan máta. Á því stigi er ágætt að fara í gönguferðir úti í Guðs grænni náttúrunni, lofa skaparann fyrir fegurð sköpunarinnar og fara með Jesúbænina. Þáereinnigágættráð að tengja hana göngu, t.d. eitt skref fyrir hvem þátt bænarinnar. Þegar Jesúbænin er orðin að hjartabæn er ekki þörf á neinni slfkri tækni. Guðs heilagi andi sér þá um bænina og helgar okkur með nærvem sinni svo að við helgumst í Guði og fyrir Guð. Þegar Jesúbænin verður í fyrsta sinn að hjartabæn getur fylgt því mikill hiti og vellíðan í hinu and- lega hjarta. Návist Drottins fylgir oft slíkur hiti og unaðstilfinning. í fyrstu verður Jesúbænin aðeins skamma stund í einu hjartabæn en það eykst smám saman ef við gef- umst ekki upp. Mikilvægt er að iðka hana sem hugarbæn þar til hún verður aftur að hjartabæn, þá verður hún smám saman viðvarandi. Jesúbænin er blessunarrík hvort sem hún er iðkuð sem vara-, hugar- eða hjartabæn, það má ekki gleymast. Sigríður Halldórsdóttir er lektor í hjúkrunarfræðum við Háskóla .íslands. 11

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.