Víðförli - 15.08.1989, Síða 12

Víðförli - 15.08.1989, Síða 12
Eg hef viljað efla einingu kirkjunnar og kristni þjóðarinnar Það er kyrrð í Biskupsgarði. Viða erufallegar blómaskreytingar á borðum, tjáning þakkar og virðingar, er Pétur biskup hefur lokið embœttisferli sínum. Síðasti mánuðurinn var ótrúlega annasamur, stórafmœli biskups, páfaheimsókn, innsetning nýs biskups, síðasta Prestastefnan, auk fjölda annara skylduverlca. En nú er komin kyrrð, annar hefur tekið við embætti biskups íslands. Pétur Sigurgeirsson og Sólveig Ásgeirsdóttir hvílast í nokkra daga áður en nœsta verkefni knýr á; að setja upp nýtt heimili,flytja úrBiskupsgarði. íkyrrð júlíkvöldsins hittir Víðförli Pétur biskup að máli og ræðir við hann um árin átta á biskupsstóli. - Hvað var þér efst í huga í vetrar- byrjun 1981, er þú tókst við embætti? Þetta voru stór tímamót, fyrst innsetningin í dómkirkjunni, síðan að koma á skrifstofuna og hitta starfsfólkið. Ég vissi ekki hvað beið, en mér leið þar strax vel. Ég man að ég las textann um ummyndunina á fjallinu í bæna- stundinni með starfsfólkinu og tók mérímunnorðPétursþar: “Hérer oss gott að vera.” Það voru orð að sönnu. Ég hef átt ákaflega góða samvinnu við starfsliðið og get varla nógsamlega þakkað alla þeirra aðstoð. Reyndar var annar atburður tengdur skrifstofunni mjög eftir- minnilegur, þegar við fluttum í okkar eigið hús, Kirkjuhúsið að Suðurgötu 22. Það voru góð viðbrigði. En ég hef ekki gleymt fyrstu hugmyndunum um Kirkjuhús á Skólavöruhæð, þar eigum við lóð. - Þegar þú komst í embætti, hver voruforgangsverkefni þín? Að virkja leikmenn í kirkjulegu starfi. Mér var það svo ljóst úr prestsstarfinu, hve nauðsynlegt er að fá söfnuðinn sem virkastan í þjónustuna. Presturinn á svo san- narlega ekki að annast alla hluti. Fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Þorláksson, sagði að starf sitt fælist í því að koma verkum yfir á aðra. Presturinn þarf að fá sem flesta til virkrar þátttöku í safnaðarþjónustunni. Ég studdi heilshugar tillögu starfsháttanefndar og nú síðar frumvarp um starfsmenn kirkj- unnar þar sem gert er ráð fyrir Leikmannastefnu. Mérfannstþað svo brýnt að koma henni á laggir að ég vildi ekki bíða eftir að slíkt yrði lögfest, og þar veitti prófastafundur fullan stuðning. Þeir “lærðu” hafa því unnið að því að hinir “leiku” eignuðust hliðstæðu við Prestastefnu. Mér fannst sérlega gott að finna hversu forystufólk Leikmannastefnu tók kraftmikið frumkvæði um starf hennar, enda er stefnan nú á eigin vegum, - studd af Kirkjuráði. En mér fannst jafnframt brýnt að virkja betur þá leikmenn sem tekið hafa að sér ábyrgðarstörf; sóknamefndarmenn, kirkjuverði, meðhjálpara safnaðarfulltrúa, hringjara o.fl. Þegar við vorum með leikmannaskólann að Hólum, vom unnin drög að erindisbréfi fyrir þessa starfsmenn kirkjunnar. ✓ Eg studdist við þau þegar ég gaf út erindisbréf fyrir þessa starfsmenn, þar sem áherslan er ekki alfarið á störfum sóknarnefndar við Biskup stýrirfundi á Presta- stefnu. viðhald og byggingu kirkju- hússins, eins og menn hafa löngum skilið það, heldur er gert ráð fyrir að sóknarnefndarmenn vinni alhliða að uppbyggingu safnaðarins og hafi jafnframt hver sitt sérverkefni sem tengiliðir varðandi ýmiss þjónustuverk safnaðarins, t.d. hjálparstarf, öldrunarþjónustu, söngmál eða fræðslu. Þetta hlýtur að auka mjög á fjölbreytni starfsins og prestur- inn fær þannig margþættari stuðning og líflegra samstarf. ✓ - Ymis ný lög varðandi kirkjuna hafa tekið gildi íembættistíð þinni. Jú, og bætt mjög hag kirkjun- nar. Lög um sóknargjöld og jöfnunarsjóð sókna, sem Jón Sigurðsson þáverandi kirkju- málaráðherra átti mikinn hlut að, hafa breytt mjög fjárhagsstöðu þeirra, og lögin um veitingu pres- takalla léttu byrði af kirkjunni: Sú leið, sem notuð er víða um lönd, að kjörnir fulltrúar safnaðarins velji prest annað hvort með kjöri eða köllun, var tekin upp og er tví- mælalaust til stórbóta, þótt agnúar finnist þar á. - Hversu margar vígslur hefur þú 12

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.